Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Noregi

RÚV hlýtur að stökkva til og krefja stjórnmálamenn svara um hvenær efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Noregi.

Taka má undir með Andríki sem segir segir

Krafan um aðildina að Noregi uppfyllir líklega sömu kröfur og hugmyndin um aðild að ESB. Meirihluti Íslendinga er andvígur, meirihluti þingmanna er gegn hugmyndinni, ríkisstjórnin er ekki bara andvíg heldur vill hún skiljanlega ekki standa í aðlögun sem hún er andvíg, Norðmenn vilja ekki sýna „samninginn“ og alls ekki hefja „viðræður“ um sjávarútveg nema byrlega blási í könnunum. 

Á virkilega að halda þessu máli frá þjóðinni?

 


Jafnréttisstofa: 7 konur á móti 1 karli

Jafnréttisstofa er opinber stofnun með það hlutverk að ,,annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla."

Starfsmenn Jafnréttisstofu eru átta og skyldi ætla að stofnun með skilgreint hlutverk í jafnréttismálum gætti að jafnrétti í mannaráðningum. En það er öðru nær. Af átta starfsmönnum eru sjö konur en einn karl.

Þessi skökku kynjahlutföll (87,5 prósent konur en 12,5 karl(ar)) eru í hróplegu ósamræmi við eftirfarandi hlutverk Jafnréttisstofu

Verkefni sem Jafnréttisstofa annast eru m.a. að: hafa eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum. Þá skal Jafnréttisstofa fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum.

Þegar Jafnréttisstofa getur ekki haldið eðlilegu kynjahlutfalli á eigin stofnun er tæplega hægt að gera ráð fyrir að stofnunin búi að slagkrafti til að jafna stöðu kynjanna úti í þjóðfélaginu. 


Bloggfærslur 6. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband