Jafnréttisstofa: 7 konur á móti 1 karli

Jafnréttisstofa er opinber stofnun með það hlutverk að ,,annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla."

Starfsmenn Jafnréttisstofu eru átta og skyldi ætla að stofnun með skilgreint hlutverk í jafnréttismálum gætti að jafnrétti í mannaráðningum. En það er öðru nær. Af átta starfsmönnum eru sjö konur en einn karl.

Þessi skökku kynjahlutföll (87,5 prósent konur en 12,5 karl(ar)) eru í hróplegu ósamræmi við eftirfarandi hlutverk Jafnréttisstofu

Verkefni sem Jafnréttisstofa annast eru m.a. að: hafa eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum. Þá skal Jafnréttisstofa fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum.

Þegar Jafnréttisstofa getur ekki haldið eðlilegu kynjahlutfalli á eigin stofnun er tæplega hægt að gera ráð fyrir að stofnunin búi að slagkrafti til að jafna stöðu kynjanna úti í þjóðfélaginu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hver ræður í þessar stöður ? Maður spyr, hvað þarf maður að ver mikið innilega vitlaus til ráða í vinnu sjöundu eða áttunda konuna á þessum vinnustað. þega þetta apparat var stofnað voru hlutföllin 6/3

http://mummij.blog.is/blog/mummij/entry/291805/

Guðmundur Jónsson, 6.8.2014 kl. 09:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er nú svolítið ósanngjarnt, Páll. 

Ef aðeins konur sækja um auglýst starf hjá Jafnréttisstofu - hvað þá? 

Kolbrún Hilmars, 6.8.2014 kl. 18:41

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Ef aðeins konur sækja um auglýst starf hjá Jafnréttisstofu - hvað þá?"

í atvinnuauglýsingum er auglýst eftir strafskröftum sem vantar til starfa, í þessu tilfelli mundu því vera auglýst eftir karli.

Guðmundur Jónsson, 6.8.2014 kl. 18:57

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, hvaðan kemur þú eiginlega?  Það er bannað að kyngreina í atvinnuauglýsingum!  :)

Kolbrún Hilmars, 6.8.2014 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband