Stríð og lygi haldast í hendur

Fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn, segir enskt-amerískt orðtak. Hjaðningavíg gyðinga og araba fyrir botni Miðjarðarhafs eru einatt hulin lygaþoku.

BBC, sem oft er talin höll undir málstað araba, varar við fölsuðu myndefni sem arabar nota til að ýkja árásir ísraelskra vígvéla á Gaza.

 


mbl.is Ekki jafn eldfimt í tæp 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin var pólitískur armur útrásar

Vörn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra Samfylkingar fyrir útrásinni fimmtán sekúndum fyrir hrun er rifjuð upp á feisbúkk með vísun í blogg Egils Helgasonar. Samfylkingin var pólitískur armur útrásarinnar.

Markmið forystu Samfylkingarinnar var bandalag við útrásarsauðmenn enda þótti Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar orðinn andsnúinn útrásinni og ótæpilegri auðsöfnun með tilheyrandi valdasamþjöppun.

Samfylkingin bauð Björgólfi Guðmundssyni formanni bankaráðs Landsbankans á landsfund haustið 2003. Í Borgarnesræðu sama ár gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherraefni flokksins sér far um að bera blak af þrem aðilum sem á þeim tíma sátu undir gagnrýni forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. ,,Finnst [fólki] nóg komið af afskiptum stjórnarráðsins af fyrirtækjum og fjármálastofnunum landsmanna?“ spurði oddviti breiðfylkingar vinstrimanna og mærði Kaupþing, Norðurljós (Stöð 2), sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar, og Baug.

Baugur var á þessum tíma til rannsóknar hjá skattayfirvöldum. Innvígður samfylkingarmaður, Hallgrímur Helgason, skrifaði alræmda grein til varnar Baugi og Jóni Ásgeiri undir fyrirsögninni Baugur og bláa höndin. Þar segir m.a.

Hinn eitt sinn frelsisboðandi forsætisráðherra hefur ítrekað veist að spútnik-fyrirtækinu Baugi: Hótað að brjóta það upp sem og brjálast yfir kaupum þess á hlut í FBA. Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins.

Málflutningur Hallgríms féll eins og flís við rass Samfylkingar sem stefndi að því að verða stjórnmálaflokkur útrásaraflanna. Sjálfstæðisflokkurinn undir forsæti Davíðs var gerður tortryggilegur á alla vegu og kanta, samtímis sem dregin var upp sú mynd af útrásarauðmönnum að þeir væru óskeikulir og gætu ekki gert neitt rangt. 

Samfylkingin var tilbúinn að ganga býsna langt til að útrásarvæða Ísland. Varaformaður flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, lagði það til að stjórnsýslan yrði gerð tvítyngd, mælti jafnt á íslensku og ensku, til að bæta ,,ímyndarvanda" útrásarinnar, eins og það hét fimmtán sekúndum fyrir hrun.

 

 


Bloggfærslur 8. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband