Samfylkingin var pólitískur armur útrásar

Vörn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra Samfylkingar fyrir útrásinni fimmtán sekúndum fyrir hrun er rifjuð upp á feisbúkk með vísun í blogg Egils Helgasonar. Samfylkingin var pólitískur armur útrásarinnar.

Markmið forystu Samfylkingarinnar var bandalag við útrásarsauðmenn enda þótti Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar orðinn andsnúinn útrásinni og ótæpilegri auðsöfnun með tilheyrandi valdasamþjöppun.

Samfylkingin bauð Björgólfi Guðmundssyni formanni bankaráðs Landsbankans á landsfund haustið 2003. Í Borgarnesræðu sama ár gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherraefni flokksins sér far um að bera blak af þrem aðilum sem á þeim tíma sátu undir gagnrýni forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. ,,Finnst [fólki] nóg komið af afskiptum stjórnarráðsins af fyrirtækjum og fjármálastofnunum landsmanna?“ spurði oddviti breiðfylkingar vinstrimanna og mærði Kaupþing, Norðurljós (Stöð 2), sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar, og Baug.

Baugur var á þessum tíma til rannsóknar hjá skattayfirvöldum. Innvígður samfylkingarmaður, Hallgrímur Helgason, skrifaði alræmda grein til varnar Baugi og Jóni Ásgeiri undir fyrirsögninni Baugur og bláa höndin. Þar segir m.a.

Hinn eitt sinn frelsisboðandi forsætisráðherra hefur ítrekað veist að spútnik-fyrirtækinu Baugi: Hótað að brjóta það upp sem og brjálast yfir kaupum þess á hlut í FBA. Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins.

Málflutningur Hallgríms féll eins og flís við rass Samfylkingar sem stefndi að því að verða stjórnmálaflokkur útrásaraflanna. Sjálfstæðisflokkurinn undir forsæti Davíðs var gerður tortryggilegur á alla vegu og kanta, samtímis sem dregin var upp sú mynd af útrásarauðmönnum að þeir væru óskeikulir og gætu ekki gert neitt rangt. 

Samfylkingin var tilbúinn að ganga býsna langt til að útrásarvæða Ísland. Varaformaður flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, lagði það til að stjórnsýslan yrði gerð tvítyngd, mælti jafnt á íslensku og ensku, til að bæta ,,ímyndarvanda" útrásarinnar, eins og það hét fimmtán sekúndum fyrir hrun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú varst þarna Páll..var það ekki, einn af forustumönnum Samfylkingar á þessum tíma ??

Jón Ingi Cæsarsson, 8.7.2014 kl. 11:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef svo er leggur það einungis meiri vigt á það sem Páll segir, ef hann hefur verið þarna innandyra og horft á geymið innanfrá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2014 kl. 11:58

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég var einn af stofnfélögum Samfylkingar en tæplega forystumaður þótt ég hafi verið formaður félagsins á Seltjarnarnesi. Ég hætti í flokknum af tveim ástæðum: Baugs- og auðmannadekrinu annars vegar og hins vegar ESB-málinu. Ég sendi formlega úrsögn úr flokknum í lok árs 2006 en var þó nokkru áður hættur þátttöku í starfi flokksins.

Páll Vilhjálmsson, 8.7.2014 kl. 12:15

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já...það var mörgum árum eftir að þetta ferli alltsaman hófst... áttu marga pistla um þetta fré þeim tíma  ??

Jón Ingi Cæsarsson, 8.7.2014 kl. 13:43

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hefur lengi sætt furðu hjá gegnheilum Íslendingi,hvernig félagar í Samfylkingunni gátu stutt þennan flokk sem hafði það á stefnuskrá,að gera Ísland aðildarríki ESB. Það að Páll hefur afneitað honum, er það gleðilegasta sem ég uppgötva í dag og líkist svo sannarlega þeim baráttumanni sem hér stýrir “Tilfallandi athugasemdum”- Baráttan um fullveldi Íslands gengur fyrir ættjarðarást og spyr ekki um flokka.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2014 kl. 14:33

6 Smámynd: Ólafur Als

Það er til marks um samviskuleysi samfylkingarpésa að beina sjónum sínum að öðru en því sem snýr að þeim sjálfum.

Ólafur Als, 8.7.2014 kl. 14:46

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sýnir óforskömmuheit samfylkingarfólksins að hafa sleikt útrásarblesana í riti og athöfnum meðan leikurinn stóð sem hæst, en kenna svo Sjálsfstæðisflokknum um hrunið. Segja hann vera flokk auðmannanna.

En það sást vel á þegar skýrslurnar um ESB-aðildarumsóknina fóru að berast á útmánuðum hverjir voru stuðningsmenn Samfylkingarinnar í því máli. Það voru auðmennirnir sem sitja í stjórnum allra stórfyrirtækjanna. Aftan í þessu liði hangir svo ASÍ sem vinnur þvert gegn hagsmunum skjólstæðinga sinna.

Hvernig á því stendur að verkalýður þessa lands er ekki búinn að sparka forustu ASÍ er öllum óskiljanlegt.

Ragnhildur Kolka, 8.7.2014 kl. 15:04

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það er rétt. Páll hafði lúmskað sér inní Samfylkinguna í þeim tilgangiað vinna skemmdarverk og vildi þvínga flokkinn til samstarfs við útrásarvíkinga og LÍÚ.

Þegar upp komst var hann náttúrulega rekinn og síðan hefur hann barasta bullað linnulítið og jafnvel meira en skoðanabróðir hans hólmsteinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.7.2014 kl. 16:30

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er auðvitað skandall að í landsstjórninni "rétt fyrir hrun" hafi verið stjórnmálaflokkur sem hafði áhyggjur af ímyndarvanda útrásarvíkinga - án þess að geta greint vandann rétt.

Þótt þessu útrásarliði hefði mátt kenna öll tungumál heimsins hefði það ekki verið betur þolað erlendis.  Breskir eru nú þekktir fyrir "the-stiff-upper-lip" en jafnvel dönskum ofbauð, FYRIR hrun.  Franskir vildu ekkert með það hafa. 

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 16:33

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar Bjarki.

Þú VERÐUR sjálfs þíns vegna að hætta á þessum allt of sterku lyfjum hið snarasta. Skrif þín hér sýna að þau valda þér ofskynjunum eða einhverju þaðan af verra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.7.2014 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband