Ekki áfengi í dagvöruverslunina

Ísland er með skynsama áfengisstefnu með því að bjór, vín og sterkir drykkir eru aðeins seldir í ríkiseinkasölu. Þetta fyrirkomulag virkar, bæði í þéttbýli, þar sem eru sérstakar áfengisverslanir, og í dreifbýli þar sem útsölustaðir eru afmarkaðir í sérvöruverslunum.

Áfengisstefna er fyrst og fremst lýðheilsumál en ekki spurning um verslunarhætti. Algert óráð væri að gera íslensk heilbrigðismál að verslunarvöru gagnvart kaupsýslumönnum, hvort heldur innlendum eða erlendum.

Breytum ekki fyrirkomulagi í lýðheilsu sem reynslan sýnir að virkar.


mbl.is Tal um undanþágur Costco á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein sem Illugi ætti að lesa

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fór skakkt af stað með það markmið Samtaka atvinnulífsins, já, rétt, hrunkvöðlanna, um að íslensk ungmenni ættu að ljúka stúdentsprófi árinu fyrr en þau gera núna. Hvítbók ráðherra étur upp grunnhyggið markmið SA án þess að líta þeirra kringumstæðna sem valda því að íslensk ungmenni eru við stúdentsútskrift yfirleitt árinu eldri en jafnaldrar þeirra.

Gestur Guðmundsson skrifar hugvekju um hvítbóka og dregur upp samhengi sem virðist menntamálaráðherra hulið. Lykilefnisgrein

Íslensk ungmenni vinna meira með námi en jafnaldrar í öðrum Evrópulöndum. Um 40% framhaldsskólanema hafa unnið meira en 12 tíma á viku með náminu og margir þeirra dregið talsvert úr námshraða. Þegar íslensk ungmenni verða tvítug hafa þau líklega að meðaltali unnið samanlagt milli eitt og tvö ársverk á almennum vinnumarkaði, og því er það ekki undarlegt að algengasti aldur við lok framhaldsskólaprófs á Íslandi er 20 ár, en almennt 19 ár hjá þjóðum með líkt skólakerfi.

Íslensk ungmenni eru betur stödd en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Reynsla af atvinnulífinu á skólaárum er veganesti sem fæstir vilja vera án auk þess sem launavinna eflir fjárhagslegt sjálfstæði ungmenna. 

Að það skuli vera ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem leggur til atlögu við launavinnu skólafólks er hálf sorglegt.


Lífeyrissjóðir fyrir og eftir hrun

Lífeyrissjóðir voru leiksoppar auðmanna fyrir hrun. Sjóðirnir töpuðu milljörðum króna í glórulausar fjárfestingar. Framkvæmdastjórar og yfirmenn í sumum lífeyrissjóðum þáðu ýmis fríðindi frá auðmönnum s.s. ferðir á knattspyrnuleiki á Englandi.

Eftir hrun var engin hreinsun í lífeyrissjóðunum, skrifuð var skýrsla og eitthvað föndrað við reglur um að mútur væru ekki við hæfi. Að öðru leyti var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Lífeyrissjóðirnir eru nánast með ótakmarkaða getu til að tapa fé. Innstreymið í sjóðina er gerist sjálfkrafa, launþegar eru skuldbundnir að setja hluta launa sinna í hítina. Sjóðirnir lagfæra bókhaldið sitt með því að lækka réttindi félagsmanna sinna og munu, ef í harðbakkann slær, hækka lífeyristökualdurinn.

Í ljósi reynslunnar af sukksemi lífeyrissjóðanna á tímum útrásar er full ástæða til að efast um skynsemi þess að lífeyrissjóðirnir verði ráðandi á hlutabréfamarkaði.


mbl.is Fjórir stærstu virkir hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband