Ţrír fangar viđ Gettysburg

Í ţessum mánuđi fyrir hálfri annarri öld og árinu betur var háđ orusta viđ Gettysburg í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Orustan var liđur í uppgjöri landshlutanna, norđur og suđur, um ţađ hvort Bandaríkin skyldu ein og óskipt eđa ađ einstök ríki mćttu segja sig úr sambandinu.

Um fimmtíu ţúsund ungir menn dóu, sćrđust, týndust eđa voru teknir til fanga í ţriggja daga vopnaskaki. Hálfu ári síđar flutti forseti Bandaríkjanna, Lincoln,  272-orđa ávarp á vígvellinum er ţykir međ ţeim merkari á enskri tungu.

Suđurríkjamenn fóru halloka í Gettysburg. Ljósmynd af ţrem suđurríkjaföngum eftir orustuna er sérstök fyrir ţćr sakir ađ hún sýnir ekki bugađa menn heldur stríđsglađa spjátrunga.


Lög Margrétar Pálu - ólög okkar

Margrét Pála byrjađi Hjallastefnuna fyrir áratugum á leikskólastigi. Međ elju, hugviti og snjallri markađssetningu er Margrét Pála búin ađ koma ár sinn svo vel fyrir borđ ađ hún fćr sérstakt lagafrumvarp samiđ fyrir sig í menntamálaráđuneytinu til ađ auđvelda stofnun fleiri Hjallastefnuskóla, sem hún rekur en almenningur borgar.

Margrét Pála er eflaust vel ađ nýjum lögum komin. Hvergi er á hinn bóginn gert ráđ fyrir ađ Hjallastefnan ein og sér verđi valkostur viđ ríkjandi rekstur sveitarfélaga á grunnskólum. Hćtt er viđ ađrir vilji í kjölfariđ komast í viđskipti viđ sveitarfélögin ađ reka skóla.

Skóli er bćđi rekstur og menntun. Ýmsir s.s. trúarvinglar, grćđgisgubbar og sérvitringar munu sjá sér leik á borđi og bjóđa sveitarfélögum ađ yfirtaka reksturinn. Stjórnir sveitarfélaga eru misjafnlega mannađar og einhverjar ţeirra munt taka skólatilbođi sem verđur til bölvunar.

Viđ rekum grunnskólakerfi sem virkar. Lög Margrétar Pálu munu bora gat á ţetta kerfi en bćta sáralitu viđ skólaţróun. Allar líkur eru á ađ viđbótin verđi dýrari, einkarekstur ţarf peningagróđa til ađ réttlćta sig. Eftirlit verđur kostnađarsamara enda mun almenningur gera kröfu um ađ ríkiđ verđi međ nefiđ ofan í koppi einkarekstursins sem fćr skattfé til ađ skóla börn.

 


Utanríkisráđherra Breta: yfirgefum ESB

Ef Evrópusambandiđ verđur ekki stokkađ upp eiga Bretar ađ yfirgefa sambandiđ, segir nýr utanríkisráđherra Bretlands, Philip Hammond. Hann segir nauđsynlegt ađ fá tilbaka fullveldi ţjóđa og ađ Evrópusambandiđ eigi ađeins ađ fara međ ţau mál sem eru ţjóđríkjum ofviđa.

Hammond talar fyrir gerbreyttu Evrópusambandi, nánast fríverslunarbandalagi, á međan ráđandi viđhorf í Brussel er ađ stóraukinn samruna ţurfi til ađ festa ESB í sessi og treysta evru-samstarfiđ.

Hammond, á hinn bóginn, vill nýtt fyrirkomulag innan Evrópusambandiđ sem tekur tillit til ţeirra ađildarríkja, ţau eru tíu, sem ekki eru í evru-samstarfinu. En ţađ er óvart opinber stefna ESB ađ allar ađildarţjóđir taki upp evru og fórni ţjóđargjaldmiđli.

Međ öđrum orđum: nýr utanríkisráđherra Bretlands segir á opinberum vettvangi ađ Bretar séu á leiđinni út úr Evrópusambandinu.


Bloggfćrslur 21. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband