Heimska og gráðuga fólkið í Reykjanesbæ

Suður með sjó var Sparisjóður Keflavíkur um árabil hryggstykkið í atvinnulífi svæðisins sem og vel þokkuð fjármálastofnun almennings. Í græðgisvæðingunni fór flest úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis í rekstri Sparisjóðsins. Samkrull staðbundinna stjórnmála og illa gerðra fjármálamanna magnaði upp spillinguna.

Tröllaukin heimska og yfirgengileg græðgi náði meiri hæðum í Reykjanesbæ en öðrum byggðum bólum hér á landi, - kannski að póstnúmerinu 101 undanskildu.

Í Víkurfréttum eftir hrun skrifaði heimamaður í Reykjanesbæ grein með þessu niðurlagi:

Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverandi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi [sem spurði hvort það byggju bara hálfvitar í Reykjanesbæ]. 

Íbúar Reykjanesbæjar fá tækifæri til að reka af sér slyðruorðið í kosningunum í maí. Almenningur í Reykjanesbæ er hvorki heimskur né gráðugur. Hitt er víst að sjálfstæðismenn með Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar hafa komið slíku óorði á samfélagið suður með sjó að við svo búið má ekki standa.

Það er beinlínis siðferðileg skylda kjósenda í Reykjanesbæ að fella sitjandi meirihluta.


mbl.is Kvittaði á rangan starfslokasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét Pála, andmenntastefna og hamingjan

Í skólum samfélags, hvort heldur þess íslenska, breska, danska eða þýska, birtast ríkjandi áherslur í menntun og uppeldi. Ríkjandi viðhorf er að börn og ungmenni eigi að sækja formlegt nám og útskrifast með prófgráðu í iðmennt, starfsmennt eða háskólagrein.

Sumir geta ekki eða vilja ekki fylgja ríkjandi viðhorfi og þeir einfaldlega hætta í skóla. Sumum vegnar vel í lífinu án prófa og öðrum síður. Prófgráður ráða ekki hamingju fólks eða velsæld.

Margrét Pála er uppeldisfrömuður sem einatt þvælir hamingjunni inn í menntamál. Niðurstaða hennar er að sökum þess að til er hamingjusamt fólk án langskólanáms og annað fólk vansælt með prófgráður þá ættum við að tileinka okkur andmenntastefnu sem felst í því að lofsyngja afbrigðin frá ríkjandi viðhorfum.


Krónan og lágt atvinnuleysi

Atvinnuleysi er lágt á Íslandi vegna þess að við búum við gjaldmiðil sem endurspeglar stöðu efnahagskerfisins. Við tókum út hrunið með gengisfellingu á meðan aðrar þjóðir, t.d. Írar, Grikkir, Portúgalir, sátu uppi með evru þegar kreppti að og urðu að aðlaga efnahagskerfið með stórfelldu atvinnuleysi, sem mælist frá 15 prósentum upp í 40 prósent.

Evran, sem sameiginlegur gjaldmiðill 18 þjóða, mun alltaf valda innbyrðis ójafnvægi. Af þessu leiðir verður að vinda ofan af evrunni og hverfa tilbaka til þjóðargjaldmiðla. Að öðrum kosti mun Evrópusambandið liðast í sundur vegna ójafnvægisins sem evran býr til. Þetta eru rök Francois Heisbourg, sérfræðings í alþjóðastjórnmálum, sem hann kynnti í fyrirlestri í Háskóla Íslands nýverið.

Heisbourg er ESB-sinni og vill að Evrópusambandið þróist í átt að sambandsríki, líkt og Bandaríkin. Í fyrirlestrinum benti hann á Bandaríkin urðu ekki sameiginlegt gjaldmiðlasvæði fyrr en eftir þrælastríðið, eða um 80 árum eftir að stofnað var til Bandaríkjanna.

Heisbourg er raunsær og telur ekki forsendur næstu áratugina fyrir sambandsríki Evrópu. Því verði að fórna evrunni til að bjarga Evrópusambandinu úr núverandi kreppu.

Íslendingar eru betur staddir með sína krónu og ættu ekki að fórna fullveldi og efnahagslegri velferð fyrir evru, sem á ekki framtíð fyrir sér.


mbl.is Atvinnuleysi óvíða minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 m.kr. framlag Samtaka iðnaðarins til Alþjóðamálastofnunar

Frá árinu 2006 hafa Samtök iðnaðarins borgað Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands 2,5 milljónir kr. á ári, samtals 20 milljónir króna. Samtök iðnaðarins vildu skýrslu frá Alþjóðamálastofnun til að undirbyggja málstað ESB-sinna.

Með 20 milljón kr. inneign hjá Alþjóðmálastofnun er engin hætta á öðru en að Samtök iðnaðarins fái þá niðurstöðu sem vænst er.

Til að tryggja að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands dansaði örugglega eftir hljómfalli ESB-sinna þá var formaður félags ESB-sinna, Jón Steindór Valdimarsson, gerður að stjórnarmanni Alþjóðamálastofnunar.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er algerlega ómarktæk í öllu sem lýtur að Evrópumálum.  Stofnunin er á framfæri ESB-sinna og undir stjórn ESB-sinna.


mbl.is Evran engin „skyndilausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband