Margrét Pála, andmenntastefna og hamingjan

Í skólum samfélags, hvort heldur þess íslenska, breska, danska eða þýska, birtast ríkjandi áherslur í menntun og uppeldi. Ríkjandi viðhorf er að börn og ungmenni eigi að sækja formlegt nám og útskrifast með prófgráðu í iðmennt, starfsmennt eða háskólagrein.

Sumir geta ekki eða vilja ekki fylgja ríkjandi viðhorfi og þeir einfaldlega hætta í skóla. Sumum vegnar vel í lífinu án prófa og öðrum síður. Prófgráður ráða ekki hamingju fólks eða velsæld.

Margrét Pála er uppeldisfrömuður sem einatt þvælir hamingjunni inn í menntamál. Niðurstaða hennar er að sökum þess að til er hamingjusamt fólk án langskólanáms og annað fólk vansælt með prófgráður þá ættum við að tileinka okkur andmenntastefnu sem felst í því að lofsyngja afbrigðin frá ríkjandi viðhorfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er varla von að þú áttir þig á hvað er verið að tala um Páll þannig að þessi pistill þinn er skiljalegur með það í huga.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2014 kl. 18:08

2 Smámynd: Elle_

Burtséð frá pistlinum, hvað skilur þú Jón Ingi?  Nema kannski skítkast?  Ef þú ætlaðir að segja eitthvað, komst það engan veginn til skila.

Elle_, 10.4.2014 kl. 18:37

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Margrét Pála er augljóslega mjög á móti miðstýringu, en þegar maður horfir á fyrirlestur hennar þá er ljóst að henni er greinilega mikið í mun um að miðstýra þeim sem eru að hlusta á hana. Og í Hjallastefnunni þurfa allir að vera í uniformi, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 11.4.2014 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband