RÚV skilur ekki ensku

í hádegisfréttum reyndi RÚV enn og aftur að þjóna málstað ESB-sinna sem vilja halda lífi í ESB-umsókn Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili. Hlutdrægni RÚV er staðfest með mælingum en hitt var ekki öllum ljóst að enskukunnátta á RÚV er fyrir neðan alla hellur.

Í frétt Euractive, sem sérhæfir sig í Evrópusambandsmálum, er fjallað um stöðu ESB-umsóknarinnar í kjölfar heimsóknar Sigmundar Davíðs forsætisráðherra í sumar. Þar segir:

It is in the interest of the EU and Iceland that the decision is taken on the basis of proper reflection, and in objective, serene manner,” the Commission president stated.
But Barroso insisted that the Union expected Iceland to make up its mind fast.
“The clock is ticking, and it is in the shared interest of us all, that this decision is taken without further delay. We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead,” he said.

Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Barroso, segir sem sagt að það sé beggja hagur að tekin sé ákvörðun fyrr heldur en seinna um framhald umsóknarinnar. ,,Klukkan tifar," segir Barroso um mitt sumar 2013 og vill ekki tefja hléið sem Samfylking og VG gerðu á ferlinu mikið lengur.

En klukkan tifar ekki hjá fréttastofu RÚV sem kann ekki ensku og stingur hausnum í sandinn þegar fréttir neikvæðar málstað ESB-sinna komast á kreik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já merkilegt að menn geti misskilið þessi orð kommiserana í Brussel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2014 kl. 15:49

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í greininni sem þú vitnar í stendur: "Barroso said the Commission respected the decision of the government regarding the accession process. In May, the new government announced a halt to the country’s EU accession talks until Icelanders vote in a referendum within the next four years on whether they want membership negotiations to continue."

Hér er semsagt vitnað í loforð ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.

Í greininni stendur ennfremur:

"My message today is clear; provided that Iceland wants it, we remain committed to continue the accession negotiations process, which I’m certain could address Iceland’s specificities,” Barroso said, in reference to the difficult negotiation chapter on fisheries.

Wilhelm Emilsson, 5.3.2014 kl. 16:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaða könnun er það sem hefur staðfest hlutdrægni RUV í umfjöllun um ESB?

Einhver önnur en sú, sem var gerð opinber í fyrradag?

Ómar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 17:59

5 Smámynd: Einar Karl

Páll,

þú gLeymir að minnast á að í SÖMU frétt kemur fram að ríkisstjórn Íslands hafi tilkynnt Barroso að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin Á ÞESSU KJÖRTÍMABILI!

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 21:42

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er nefnilega málið, Einar Karl. Ég skil ekki alveg í Páli að vera vitna í þetta, þar sem greinin grefur undan málstað hans. Er mögulegt, Páll, að þú hafir ekki lesið alla greinina?

Wilhelm Emilsson, 5.3.2014 kl. 23:12

7 Smámynd: Einar Karl

Páll skilur örugglega ensku. En hann skilur bara það sem hann kýs sjálfur að skilja og misskilur viljandi meira en hann skilur.

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 23:17

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og þetta er niðurstaða könnunar Creditinfo: "Magnús Heimisson, stjórnmálafræðingur og annar höfunda skýrslunnar, segir niðurstöðurnar sýna að fleiri neikvæð viðhorf en jákvæð gagnvart ESB hafi birst á tímabilinu."

Heimild: http://www.ruv.is/frett/neikvaed-vidhorf-til-esb-tidari-hja-ruv

Wilhelm Emilsson, 5.3.2014 kl. 23:21

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll tjáir sig kannski um málið hér.

Wilhelm Emilsson, 5.3.2014 kl. 23:25

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekkert það til sem andsinnar geti ekki snúið á haus í sinni útfærslu og uppleggi.

Staðreyndur skipta þá engu máli. Það er bara eitthvað tekið, túlkað á haus - og svo hampra og barið linnulítið á þjóðinni.

Svona eru vinnubrögðin hjá þeim.

Að örðu leiti er hreinlega hörmungarlegt að sjá ofstæki sumra íslendinga gagnvart ríkisútvarpinu. Þetta er fyrir löngu hætt að vera fyndið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband