Verðbólga á Austurvelli - um 2700 mótmæltu

Jón Steinar Ragnarsson fór ítarlega yfir gögn um mótmælafundinn á Austurvelli í gær. Hans niðurstaða er að um 2700 manns hafi mætt í þágu vinstriflokkanna.

Talsmenn Samfylkingar og ESB-sinna segja að 6000 til 8000 manns hafi mætt. Það einfaldlega stenst ekki.

Ríkisstjórnin þarf að gera upp við sig hvort 2700 manna mótmæli eigi að hrekja hana af leið í stórpólitísku meginmáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er misskilningur að þetta fólk sé eingöngu að mótmæla slitum á aðlögun, sumir vilja fá að kjósa um að slíta viðræðum, það er því alveg óvíst hversu margir eru ESB sinnar og hverjir andstæðingar ESB. Svo skondið sem það nú er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2014 kl. 12:47

2 identicon

Stuðningur við ESB-aðild er hvergi meiri á landinu en einmitt í því hverfi þar sem Alþingishúsið stendur. Jafnvel þótt raunverulegur fjöldi hafi verið 8000 er það ekkert sérstakt á laugardegi í besta veðri sem sést hefur lengi.

Annars er það áhugavert að fólk sem er (a.m.k nú um stundir) áhugasamt um að láta fjölda sem mætir á Austurvöll ráða ákvörðunum er oft líka sama fólkið og vill gera landið að einu kjördæmi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 14:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að skrifa bloggpistil um þetta bull með 2700 manns á grundvelli óhrekjanlegra staðreynda. Reynið þið að hrekja þær.

Ómar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband