Launavísitala forstjóranna - ábyrgð ASÍ

ASÍ, sem í gegnum lífeyrissjóðina eiga stóran hluta íslenskra fyrirtækja , ber ríka skyldu að hemja launaskrið sem alltaf byrja á toppnum. ASÍ setti á flot umræðuskjal sem mest er til að eyða málinu fremur en til að laða fram umræðu um skynsamlegar aðgerðir.

Ein aðgerð, sem ASÍ gæti beitt sér fyrir, er að setja saman launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og e.t.v. millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti ASÍ að berjast fyrir jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi muninn milli hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna. Í orði kveðnu segir ASÍ berjast fyrir hagsmunum þeirra launalægstu. Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest.

Ásamt launavísitölu forstjóra og jafnlaunavísitölu ætti að koma upp bitlingaskrá stjórnenda og e.t.v. starfsmanna þar sem færð eru hlunnindi s.s. bílar, afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins, niðurgreiddur símakostnaður og þess háttar.

Þá væri skynsamlegt að koma upp siðabókhaldi í stærri fyrirtækjum, sem ásamt siðareglum, myndi vera rammi um siðvædda starfshætti.

ASÍ er í stöðu til að skapa traustari umgjörð utan um atvinnulífið og keyra heim lexíuna af hruninu 2008. Spurningin er þessi: er forysta ASÍ of smituð af samkennd með forstjórum til að gera eitthvað raunhæft í þessu brýna hagmunamáli almennings?   


Blaðamenn án dómgreindar

Blaðamenn, sumir hverjir, hreykja sér á háum haug eftir að hafa flæmt úr embætti ráðherra vegna þess að úr ráðuneytinu láku upplýsingar, sem hvorki ráðherrann né lekamaðurinn, hafði hagsmuni af að lækju út.

Blaðamenn nota leka úr stjórnsýslunni reglulega við vinnu sína og hafa aldrei áður gert veður út af slíkum upplýsingum, miklu frekar lofað þær og prísað.

Blaðamenn nutu stuðnings embættismanna, ríkissaksóknara og umboðsmanns alþingis, við að hrekja ráðherrann úr embætti. Embætti umboðsmanns lak upplýsingum til að herja á ráðherra og blaðamenn birtu upplýsingarnar eins og það væri sjálfsagt mál í miðri orrahríð blaðamanna sjálfra þar sem upplýsingaleki var fordæmdur í bak og fyrir.

Blaðamenn án dómgreindar draga fagið ofan í svaðið.


Bloggfærslur 25. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband