Vinstrimenn sækja peninginn en mótmæla samt

Valinkunnir vinstrimenn, Björk Vilhelmsdóttir er aðeins eitt dæmi, sem mótmæla þeirri efnahagsgerð ríkisstjórnarinnar að leiðrétta skuldir heimilanna eru fullkomlega ótrúverðugir ef þeir sækja sjálfir um leiðréttingu.

Það er einfaldlega engin sannfæring á bak við mótmælin ef fólk sækir sér peninga í ríkissjóð um leið og það segir að peningunum sé betur varið í önnur samfélagsleg verkefni.

Vinstrimenn sem sækja sér peninga í ríkiskassann en mótmæla í leiðinni hástöfum eru ómerkilegir loddarar.

 


mbl.is Hvetur Björk til að hafna leiðréttingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar, prófessorar og samfélagið

Eins og læknar neita prófessorar að gefa upp launakröfur sínar. Eins og læknar bera prófessorar sig saman við útlönd í launakröfum.Eins og læknar eru prófessorar áskrifendur að launum úr sameiginlegum sjóði okkar allra, ríkissjóði.

Læknar og prófessorar ætlast til að við samþykkjum óútfyllta ávísun til þeirra.

Læknar og prófessorar telja sig hafna yfir íslenskt samfélag.

Við eigum vitanlega að skella hurðinni á svona fólk.


mbl.is „Það er ókyrrð í fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn þjóðarinnar

Skuldaleiðréttingin heppnast fullkomlega. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stendur í fullum skilum gagnvart þjóðinni í viðamesta og erfiðasta uppgjörinu við efnahagshrunið 2008.

Skuldaleiðréttingin er eldskírn forystumanna ríkisstjórnarflokkanna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar.

Oddvitarnir tveir taka með skuldaleiðréttingunni stórt skref í þá átt að verða landsfeður.


mbl.is Útreikningar liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir ráða kaupi forstjóranna

Með því að lífeyrissjóðirnir ráða tæplega helmingnum af skráðum félögum á Íslandi geta þeir ráðið kaupum og kjörum forstjóra.

Verkalýðshreyfingin stjórnar lífeyrissjóðunum til jafns á við Samtök atvinnulífsins.

Það stendur upp á verkalýðhreyfinguna að móta launastefnu forstjóra stærstu fyrirtækja landsins. Sú stefna gæfi tóninn í almennum kjaraviðræðum.

Hvers vegna er ekki löngu búið að móta slíka stefnu?


mbl.is Lífeyrissjóðirnir með 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband