Færsluflokkur: Dægurmál

Glæpur í huga og glæpur í reynd

Tilfallandi skrifaði fyrsta bloggið um byrlunar- og símastuldsmálið 2. nóvember 2021. Bloggið er almenn pæling um að engar fréttir séu af norðlenska skipstjóranum sem varð um vorið fyrir byrlun og símastuldi.

Tilfallandi veltir stundum fyrir sér hvort ekki hefði verið farsælla þennan þriðjudag í nóvember fyrir þrem árum að skrifa um ensku knattspyrnuna, loftslagsmál, íslensk stjórnmál eða bara eitthvað allt annað en byrlun, þjófnað og fjölmiðla. 

Færslan 2. nóvember 2021 er blásaklaus en olli grunsamlegum taugatitringi. Hversdagslegar bloggfærslur fá tíu eða tuttugu viðbrögð sem í talmáli kallast læk. Sjaldan fá færslur um eða yfir hundrað hnippingar. Færslan 2. nóvember fékk 255 hnippingar. Eitthvað undarlegt var við mál skipstjórans og blaðamanna.

Í framhaldi fékk tilfallandi upplýsingar héðan og þaðan og skrifaði tvö eða þrjú stutt blogg. Fyrsta samantektin birtist tæpum tveim vikum eftir færsluna 2. nóvember. Yfirskriftin er Heiður RÚV og glæpurinn gegn Páli skipstjóra.

Viðbrögð blaðamanna voru engin til að byrja með. En svo tóku Þórður Snær á Kjarnanum og Aðalsteinn á Stundinni upp á því að renna stoðum undir tilfallandi grun að víðtækt samráð var á milli RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðla, sem áttu að heita sjálfstæðir fjölmiðlar. (Innan sviga, í byrjun árs 2023 sameinuðust Stundin og Kjarninn, heita nú Heimildin).

Þann 18. nóvember 2021 birtu Þórður Snær og Aðalsteinn hvor sína greinina um að tilfallandi væri illa haldinn ranghugmyndum ef hann héldi að lögreglurannsókn stæði yfir á byrlun- og símastuldi. Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar, skrifaði Þórður Snær í Kjarnann. Svar við ásökun um glæp, reit Aðalsteinn í Stundina. Greinarnar birtust síðdegis sama daginn. Skipulagið líkt og beitt var sama vor. Þann 21. maí 2021 birtu Þórður Snær og Aðalsteinn samtímis fréttir um skæruliðadeild Samherja og vísuðu báðir í gögn úr síma skipstjórans. Í blaðamennsku þekkist ekki að hádramatískt fréttaefni rati á tvær ritstjórnir á sama tíma án skipulags. Enn síður að tvær ritstjórnir vinni úr margþátta efni og út komi um það bil sama fréttin. Sími skipstjórans geymdi ógrynni upplýsinga. En niðurstaðan var hliðstæðar fréttir með keimlíkri fyrirsögn.

Fyrirsögn Aðalsteins í Stundinni: Afhjúpun „Skæruliðar“ Samherja - Tannhjólin í áróðursvél Samherja

Fyrirsögn Þórðar Snæs/Arnars Þórs í Kjarnanum: Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið

Allir sem eitthvað kunna fyrir sér í blaðamennsku vita að fyrirsagnirnar tvær verða ekki samdar nema í samráði. Þórður Snær og Aðalsteinn eiga að heita sjálfstæðir blaðamenn, hvor á sínum miðlinum á þessum tíma. En það er þriðji aðilinn, með starfsstöð á RÚV, sem leggur línurnar. Helgi Seljan og Þóra Arnórsdóttir eru líklegustu frumhöfundar fréttanna í Stundinni og Kjarnanum. Myndskreytingar með báðum fréttum koma úr síma skipstjórans. Samráðið sýndi skipulag.

Það er svo annað mál, og ögn fyndið, þegar fréttirnar frá 21. maí eru lesnar aftur, að ein helsta ásökunin á Pál skipstjóra er að hann hafi ekki skrifað greinar sínar sjálfur. Þórður Snær og Arnar Þór annars vegar og hins vegar Aðalsteinn migu annarra manna hlandi og hlutu verðlaun fyrir. 

Þórður Snær, Arnar Þór, Aðalsteinn og Þóra urðu sakborningar í febrúar 2022. Vissi tilfallandi með þriggja mánaða fyrirvara, þ.e. þegar hann byrjaði að skrifa um málið, að blaðamenn yrðu grunaðir um glæp í lögreglurannsókn? Nei, en tilfallandi vissi í nóvember 2021 að glæpur var framinn um vorið. Með þekkingu á blaðamennsku sem bakhjarl sást skýrt og greinilega að glæpurinn bar öll einkenni skipulags.

Opin spurning var hvernig og hvenær skipulagið hófst. Var það fyrir eða eftir byrlun og stuld? Upplýst var í janúar 2023 að Þóra Arnórsdóttir keypti Samsung-síma, samskonar og Páls skipstjóra, í apríl 2021. Þá mátti álykta að blaðamenn vissu með fyrirvara að sími skipstjórans væri væntanlegur á Efstaleiti til afritunar. Til að gera fingraförin enn greinilegri valdi Þóra símanúmerið 680 2140 á afritunarsímann. Númerið á síma skipstjórans er 680 214X.

Frá byrlun skipstjórans til birtingar frétta var ekki röð tilviljana heldur miðlægur ásetningur að misnota verulega veikan einstakling, þáverandi eiginkonu skipstjórans, til óhæfuverka í þágu siðlausra blaðamanna. Haustið fyrir þremur árum styrktist grunurinn jafnt og þétt að ráðandi fjölmiðlabandalag, RSK-miðlar, hafði tekið lögin í sínar hendur. Tilfallandi taldi ábyrgðarhlut að láta málið niður falla, ekki síst þar sem aðrir fjölmiðlar sinntu litt frétt á Richter-skala.  

Það sem endanlega sannfærði tilfallandi um aðild blaðamanna var flótti þeirra frá réttvísinni. Blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu í febrúar 2022 en þeir mættu ekki fyrr en sex mánuðum seinna, í ágúst og september.

Ef sök blaðamanna var engin eða léttvæg hefðu þeir skilað sér til yfirheyrslu við boðun og gert grein fyrir vitneskjunni sem þeir bjuggu yfir. En þeir lögðu á flótta í tvennum skilningi. Fyrst með því að mæta ekki í skýrslutöku og síðar með því að eiga ekki trúverðuga frásögn um málsatvik. Blaðamennirnir voru uppfullir af ranghugmyndum um eigið mikilvægi, að þeir væru hafnir yfir lög og rétt, og að yfirvöld stunduðu ofsóknir gegn frjálsri fjölmiðlun. Þeir fengu danskan blaðamann, Lasse Skytt, til að básúna fyrir alþjóð að á Íslandi sættu blaðamenn nauðung og illri meðferð. Allt var það uppspuni, ímyndun blaðamanna sem gera ekki greinarmun á skáldskap og reynd. Saklausir halda fram sannindum í málsvörn; þeir seku skálda. 

Þeir sem haga sér eins og sakamenn eru vanalega með óhreint mjöl í pokahorninu. Saklausir leggja ekki á flótta, neita ekki bláköldum staðreyndum. Þórður Snær og Aðalsteinn eru í málflutningi sínum í dag enn á sama stað og þeir voru 2021 - í afneitun. Þeir leita ásjár dómstóla til að rétta hlut sinn í tapaðri umræðu. 

Glæpur í tilfallandi huga reyndist afbrot í veruleika. Það þurfti ekki að giska, aðeins kynna sér málið og nennu til að halda áfram. Það síðast nefnda var erfiðast. Tilfallandi er latur að eðlisfari.  

 

  


Héraðsdómur: Þórður Snær og Aðalsteinn fengu verðlaun fyrir þjófnað

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti á föstudag að Páli skipstjóra Steingrímssyni hefði verið byrlað, síma hans stolið vorið 2021 og gögn úr símanum komist í hendur blaðamanna. Nánar tiltekið í hendur Þórður Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á Kjarnanum og Aðalsteins Kjartanssonar á Stundinni.

Nýmæli eru að dómstóll staðfestir tilfallandi frásögn að án byrlunar og stuldar hefðu aldrei verið skrifaðar fréttir um skæruliðadeild Samherja. Bloggari var einn um þá frásögn í umræðunni fram að dómi héraðsdóms. Blaðamennirnir þræta fyrir, segja trúnaðarmál hvernig atvikaðist að þeir fengu gögn úr síma skipstjórans. En lögbrot, að ekki sé talað um alvarleg brot, eru ekki einkamál gerenda. Blaðamenn og fjölmiðlar ættu að upplýsa en ekki þegja meðvirkri þögn með grunuðum starfsfélögum. Það ætti ekki að vera einyrki á bloggakrinum sem ber hitann og þungann að upplýsa stærsta hneykslið í sögu íslenskrar blaðamennsku.

Þórður Snær gengur manna lengst í afneitun á staðreyndum. Ritstjórinn segir skipstjóranum aldrei hafa verið byrlað. Enginn glæpur var framinn, segir Þórður Snær fyrir tveim mánuðum. Nú liggur fyrir dómsniðurstaða að byrlun og þjófnaður voru forsenda verðlaunafrétta blaðamannanna þriggja. Verðlaun hafa verið afturkölluð af minna tilefni.

Í úrskurði héraðsdóms var tilfallandi bloggari dæmdur til að greiða Aðalsteini tæpar tvær milljónir í miskabætur og lögfræðikostnað. Sum ummæli voru dæmd dauð og ómerk. Fyrir ári var tilfallandi dæmdur til að greiða Þórði Snæ og Arnari Þór tæpar þrjár milljónir króna vegna sömu bloggskrifa.

Dómurinn á föstudag er ólíkur þeim fyrri, máli Þórðar Snæs og Arnars Þórs gegn bloggara. Á föstudag staðfestir héraðsdómur að byrlun og þjófnaður voru undanfari frétta sem blaðamennirnir þrír birtu samtímis 21. maí 2021 í tveim óskyldum fjölmiðlum, Stundinni og Kjarnanum. Héraðsdómur segir tilfallandi hafa

verið heimilt að halda því fram í bloggfærslu sinni að fréttaflutningur blaðamannanna hefði byggst á upplýsingum sem aflað hefði verið með refsiverðum hætti...

Ennfremur, segir í dómnum, er

óumdeilt í málinu að fréttaflutningur stefnanda [Aðalsteins], sem hann hlaut verðlaun fyrir, byggðist að hluta til á gögnum er tilheyrðu Páli Steingrímssyni.  

 

Aðalsteinn krafðist ómerkingar ummæla, um að hann hefði fengið blaðamannaverðlaun fyrir fréttir er aflað var með byrlun og stuldi. Dómurinn féllst ekki á það. Þegar Þórður Snær og Arnar Þór stefndu tilfallandi á sínum tíma var sama bloggfærsla miðlæg. Tvímenningarnir sögðu að laugardaginn 2. apríl 2022 hafi orðið ,,kaflaskil" í umfjöllun tilfallandi um byrlunar- og símastuldsmálið. Þann dag birti tilfallandi blogg undir fyrirsögninni Blaðamenn verðlauna glæpi. Daginn áður höfðu þremenningarnir hlotið verðlaun Blaðamannafélags Íslands. Blaðamannaþríeykið taldi hoggið nærri sér með efasemdum um réttmæti verðlaunanna. Lítum á upphaf færslunnar.

Þrír blaðamenn Stundarinnar og Kjarnans sem fengu verðlaun Blaðamannafélags Íslands eru sakborningar í lögreglurannsókn. Verðlaunin fengu þeir fyrir fréttir sem aflað var með glæpum, byrlun og gagnastuldi.

Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

Dómurinn segir bloggara heimilt að skrifa fyrri efnisgreinina en sú seinni skuli dauð og ómerk. Lykilorðin eru ,,eiga aðild, beina eða óbeina." Tilfallandi telur að hagnist einhver á refsiverðum verknaði megi kalla það óbeina aðild hið minnsta. Seinni efnisgreinin er rökrétt framhald af þeirri fyrri. Annað tveggja eru báðar efnisgreinarnar góðar og gildar eða hvorugar. Dómurinn er ósammála, segir að öflun frétta með refsiverðum hætti sé ekki til marks um aðild, hvorki beina né óbeina.

Með fullri virðingu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur sýnist tilfallandi að hér skorti nokkuð á þekkingu um hvernig frétt verður til. Grunnlögmál blaðamennsku er að engin frétt er betri en heimildin fyrir henni. Þetta þýðir að blaðamaður verður að ganga úr skugga um trúverðugleika heimildar áður en hann skrifar og birtir fréttina. Blaðamaðurinn skal sannreyna heimildina áður en hún er notuð, t.d hvort hún sé ófölsuð. Það er því brýnna sem fréttin varðar meiri hagsmuni og hvort hún sé til þess fallin að valda saklausum miska. Ef heimildin er gögn, líkt og hér um ræðir, hvílir fagleg skylda á blaðamanni að þekkja uppruna gagnanna. Annars er blaðamaðurinn ekki starfi sínu vaxinn. Blaðamennirnir þrír, sem skráðir eru höfundar fréttanna, bæði máttu og áttu að vita uppruna gagnanna og hvernig þeirra var aflað.

Það er mjög á reiki hvernig sama fréttin í tveim útgáfum, um skæruliðadeild Samherja, birtist í Stundinni og Kjarnanum að morgni dags 21. maí 2021. Blaðamennirnir þrír eru þöglir sem gröfin. Þeir eru grunaðir í sakamálarannsókn og þegja að hætti góðkunningja lögreglunnar. Tilfallandi telur líklegast að tvær útgáfur sömu fréttar hafi verið skrifaðar að stofni til á RÚV og sendar á Stundina og Kjarnann. Samráð var um hvenær skyldi birta fréttirnar.

Á Efstaleiti var innihald síma Páls skipstjóra afritað á annan síma. Harla ólíklegt er að afritunarsíminn hafi farið á flakk á milli Stundarinnar og Kjarnans, til að blaðamenn ynnu fréttir úr frumgögnum. Í skæruliðafréttunum tveim er ekki um að ræða sjálfstæða blaðamennsku, heldur samræmda herferð. Markmiðið var að virkja almenningsálitið gegn norðlensku útgerðinni. RÚV hélt sig til hlés í fyrstu umferð en steig síðar inn í atburðarásina, rak hljóðnema fram í ráðamenn og spurði: er ekki voðalegt, sem Stundin og Kjarninn segja frá, að Samherji reki skæruliðadeild. Vel að merkja, skæruliðadeildin er uppspuni blaðamanna. Engin slík deild var starfandi. Gögnin í síma skipstjórans voru spjall samstarfsfélaga sem vildu bera blak af vinnuveitanda sínum. Heiðarlegt fólk varð fyrir árás blaðamanna sem skeyta hvorki um heiður né skömm - að ekki sé sagt landslög.

Byrlun, stuldur, birting og eftirfylgni var skipulögð aðgerð. Miðstöðin var á Glæpaleiti.

ps

tilfallandi greindi frá dómi héraðsdóms á laugardag. Lesendur höfðu þegar haft samband til að liðsinna með kostnað vegna þöggunarmálssókna blaðamanna. Hálft hundrað og rúmlega það hefur sýnt vilja sinn í verki. Hjartans þakkir. 

 

 

 

 


Hatursbylgja í Skotlandi, Rowling til bjargar

Í fyrstu viku mánaðarins fékk lögreglan í Skotlandi á áttunda þúsund haturskærur að leysa úr. Þann 1. apríl tóku ný lög gildi þar í landi sem banna hatur og fordóma í garð minnihlutahópa s.s. aldraðra, öryrkja, trúarsafnaða, trans-fólks og einstaklinga með óhefðbundna kynhneigð.

Lögin ala á innbyggðri samkeppni minnihlutahópa, hver sé sá ofsóttasti. Ef aldraðir hafa vinninginn má búast við auknum ríkisframlögum til málaflokksins. Aðrir minnihlutahópar verða að spýta í lófana, finna fleiri dæmi um hatur í sinn garð til að tryggja sér opinber framlög.

,,Fólk notar lögin í pólitískum tilgangi og til að jafna sakir," segir fulltrúi lögreglunnar í samtali við Telegraph. Haldi fram sem horfir verða hatursglæpir stærri brotaflokkur í ár í Skotlandi en allir aðrir brotaflokkar samanlagt, segir sama heimild. Tilfallandi fjallaði um löggjöfina áður en hún kom til framkvæmda og sagði m.a.

Skosk löggjöf sem tekur gildi 1. apríl (við hæfi) gerir ráð fyrir að börn geti kært foreldra sína fyrir hatursorðræðu. Stöðluð eyðublöð auðvelda fólki að kæra meðborgara sína fyrir skoðanir sem stuða. Kærendum er tryggt nafnleysi. Dálkahöfundur Telegraph, Suzanne Moore, rekur helstu þættina í löggjöfinni sem veitir lögreglu víðtækar heimildir til að rannsaka og ákæra brot er teljast óæskileg tjáning.[...]
Leit að hatri gerir ekki annað en að auka það, skrifar Moore. Hatur er tilfinning, líkt og ást. Opinber stefnumótun er gefur sér að tilfinningar borgaranna séu á forræði ríkisvaldsins stuðlar að andrúmslofti tortryggni og svikabrigsla. Löggjöf sem gerir meint hatur refsivert er sniðmát fyrir skoðanakúgun. Jaðarhópar samfélagsins valdeflast. Þeir líta á allt sem ekki fellur að þeirra sérvisku til marks um hatur og andstyggð. Engin umræða, aðeins lögreglurannsókn, ákæra og dómur.

Fyrsta vikan með nýja haturslöggjöf staðfestir að lög sem banna hatur og fordóma vinna gegn tilgangi sínum. Þau hvetja til að menn finni hatur í ranni náungans og kæri til lögreglu.

Haturslöggjöf er beitt til að kveða í kútinn óvinsælar skoðanir. Í stað umræðu er lögreglu sigað á þann sem vogar sér að andmæla ríkjandi rétttrúnaði hverju sinni.

Rithöfundurinn JK Rowling berst gegn nýju löggjöfinni á þeim forsendum að lögin banna sjálfsögð sannindi, að líffræði en ekki tilfinningar ákveða kyn. ,,Karlar geta ekki orðið konur með tilfinningunni einni saman," skrifar Rowling og bætir við, handtakið mig.

Transhugmyndafræðin hefur fyrir satt að segist karl kona megi hann fara sem slík inn í búningsklefa kvenna vopnaður göndli gegn fermingarstúlkum. Hatursglæpur sé að banna líffræðilegum körlum að valsa inn í rými sem ætluð eru konum, hvort heldur búningsklefa, salerni, mæðradeild eða kvennafangelsi. Að ekki sé talað um kvennaíþróttir þar sem karlar í búningi kvenna gera sig gildandi, hirða verðlaun í kvennaflokkum og þykjast menn að meiri. 

Rowling og fleiri konum ofbýður siðleysið, frekjan og yfirgangurinn og segja kyn skipta máli, sé ekki hugarfar heldur líffræðileg staðreynd sem beri að virða. Samkvæmt nýju skosku lögunum elur rithöfundurinn á hatri og fordómum og ætti að sæta rannsókn, ákæru og dómi. 

Skoska lögreglan þorir ekki að handtaka Rowling fyrir hatursorðræðu. Rowling er búsett í Edinborg og nafntoguð um allan heim sem höfundur Harry Potter-bókanna. Hún er of stórt nafn til að miðaldalög um hugsanaglæpi nái til hennar. Verði skoskur barnakennari ákærður fyrir að andmæla transhugmyndafræðinni er spurt; hvers vegna ekki Rowling? Eru ekki allir jafnir fyrir lögum?   

Ríkisvald sem hyggst stýra hugarfari borgaranna endar sem annað tveggja, alræði eða markleysa.

 


Þöggunarmálssókn Aðalsteins

Varaformaður Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Heimildinni, Aðalsteinn Kjartansson, fékk í gær tilfallandi bloggara dæmdan í héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða sér tæpar 2 milljónir króna í miskabætur og málskostnað. Þá voru ummæli dæmd ómerk.

Aðalsteinn er sakborningur í yfirstandandi lögreglurannsókn á byrlunar- og símastuldsmálinu. Fimm blaðamenn eru sakborningar, enn sem komið er. Auk Aðalsteins hafa tveir aðrir stefnt tilfallandi og fengið hann dæmdan til að greiða sér um 3 milljónir króna. Þeim dómi var áfrýjað til landsréttar. Málflutningur er í næsta mánuði. 

Blaðamenn sem stunda þöggunarmálssóknir hafa eitthvað að fela. Enginn blaðamannanna fimm hefur gert hreint fyrir sínum dyrum í byrlunar- og símastuldsmálinu. Þeir segjast þó fulltrúar upplýsingarinnar í opinberri umræðu og fá til þess ríkisstuðning upp á hundruð milljóna króna. Ríkisstuðningurinn er m.a. notaður til að stefna bloggara fyrir dóm og valda launamanni fjártjóni upp á milljónir króna.

Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað, síma hans var stolið og síminn var afritaður á RÚV. Fréttir með vísun í innihald símans birtust samtímis í Stundinni og Kjarnanum. Samsung-síminn sem notaður var til að afrita síma skipstjórans var keyptur af Þóru Arnórsdóttur á RÚV í apríl 2021. Skipstjóranum var byrlað 3. maí 2021. Eru tveir plús tveir ekki fjórir?

Tilfallandi hefur skrifað fáein blogg um málið, enda verið nánast einn um að upplýsa almenning um aðild blaðamanna að máli þar sem koma við sögu alvarleg afbrot, að ekki sé talað um siðlaus vinnubrögð. Vitað er hver byrlaði og stal. Þáverandi eiginkona skipstjórans hefur játað. Atburðarásin fyrir og eftir byrlun og stuld hefur öll einkenni skipulags. Konan sem byrlaði og stal skipulagði ekki að samræmdar fréttir um skæruliðadeild Samherja birtust samtímis í Stundinni og Kjarnanum að morgni dags 21. maí, tæpum þrem vikum eftir byrlun. Það var heldur ekki konan, sem stríðir við andlega vanheilsu, sem keypti símann á RÚV. En hún gæti hafa sagt Þóru á RÚV hvernig síma skyldi kaupa til afrita mætti síma skipstjórans.

Blaðamenn, sem nýttu sér verknað veiku konunnar, hafa ekki upplýst hvað þeir vita um málið. Tilfallandi bloggari hefur í skrifum sínum stuðst við fréttir og málsgögn, sem komin eru í dreifingu til sakborninga og brotaþola, og dregið ályktanir um líklega atburðarás. Þetta er það sem blaðamenn gera, eða ættu að gera. Tilfallandi telur mikilvægt að almenningur fái vitneskju um hvað gerðist vorið 2021. Um er að ræða alvarleg afbrot, þar sem þeir höggva er síst skyldu. Blaðamenn eiga að þjóna lýðræðislegri umræðu í upplýstu samfélagi. Það verður ekki gert með lögbrotum og siðlausum vinnubrögðum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú í tvígang dæmt afmörkuð ummæli í tilfallandi bloggum dauð og ómerk. Lögreglurannsókn sem stendur yfir er hvorki dauð né ómerk. Lögreglan er með gögn sem nægja til að fimm blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (nú Heimildarinnar) fengu réttarstöðu grunaðra. Það þýðir að rökstuddur grunur er um saknæmt athæfi blaðamanna. Hvorki tilfallandi né dómari héraðsdóms hafa aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan býr yfir - aðeins hluti gagnanna er kominn í umferð.

Þótt málið sé enn í lögreglurannsókn er dæmt að ummæli eins og ,,Aðal­steinn var send­ur á Stund­ina til að taka við þýf­inu og koma í um­ferð," skuli dauð og ómerk. En það liggur fyrir að Aðalsteinn er skráður höfundur fréttarinnar 21. maí, sem vísaði í gögn úr stolnum síma skipstjórans. Einnig er staðfest að Aðalsteinn skipti um vinnu í hádeginu 30. apríl 2021, fór af RÚV yfir á Stundina. Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að blaðamenn vissu fyrirfram að síma skipstjórans yrði stolið er örðugt að útskýra vistaskipti Aðalsteins þrem dögum fyrir byrlun á annan veg en þann að um skipulega aðgerð hafi verið að ræða. Þegar Aðalsteinn skipti um vinnu var búið að kaupa Samsung-símann sem notaður var til að afrita síma skipstjórans. Eru tveir plús tveir ekki fjórir?

Aftur voru eftirfarandi ummæli ekki dæmd dauð og ómerk:

Verðlaun­in fengu þeir [blaðamenn] fyr­ir frétt­ir sem aflað var með glæp­um, byrlun og gagnastuldi.

Rökin fyrir að ummælin skulu ekki dauð og ómerk eru þau að ,,óumdeilt" sé að frétt Aðalsteins vísaði í stolin gögn úr síma Páls skipstjóra, segir í dómnum. Þótt dómurinn segi óumdeilt að Aðalsteinn vélaði með stolin gögn má ekki segja að hann eigi aðild ,,beina eða óbeina" að byrlunar- og símastuldsmálinu. Án byrlunar og stuldar hefði aldrei orðið nein frétt. Ekki heldur má skrifa að ,,Engin rannsóknarvinna fór fram, aðeins byrlun og stuldur." Samt er óumdeilt að gögnin, sem voru tilefni fréttar Aðalsteins, eru stolin, fengin með byrlun. Síðan hvenær jafngildir þjófnaður rannsókn? Hér rekst hvað á annars horn. Röklegt samhengi atburða er slitið í sundur. Dómurinn viðurkennir að byrlun og stuldur fóru fram en segir meiðyrði að tengja afbrotin við fréttina sem Aðalsteinn er skráður fyrir. Þó er byrlun og stuldur forsenda fréttarinnar.  

Meiðyrði er loðið og teygjanlegt lögfræðihugtak, sýnist leikmanni. Eðlilegast hefði verið að spyrja að leikslokum. Ekki rétta í málinu fyrr en niðurstaða sakamálarannsóknar liggur fyrir. Þegar gögn málsins liggja öll fyrir verður ljóst hvort tilfallandi fari nærri lagi um framvindu mála. Þá væri hægt að meta einstök ummæli í ljósi heildarmyndarinnar af atburðarásinni vorið og sumarið 2021.

Ef blaðamenn RSK-miðla eru saklaus englakór sem tilfallandi hefur haft fyrir rangri sök verður beðist afsökunar og tilfallandi étur ofan í sig fyrri orð. En nú þegar eru komnar fram þær upplýsingar að útiloka má aðildarleysi blaðamanna. Ef sakborningarnir bera engar eða óverulegar sakir væru þeir fyrir löngu búnir að leggja spilin á borðið, útskýra sína aðkomu að málinu. Tilfallandi hefur lesið lögregluskýrslur yfir sakborningum; þeir tala eins og harðsvíraðir afbrotamenn, neita öllu sem á borð er borið og hafna samvinnu við lögreglu að upplýsa málið. Heiðarlegt fólk aðstoðar lögreglu að upplýsa afbrot.

Þá sjaldan að grunaðir blaðamenn tjá sig opinberlega fara þeir iðulega vísvitandi með ósannindi. Þeir segja enga byrlun hafa farið fram, þeir fullyrða að lögreglan vilji upplýsingar um heimildarmann, þeir segja lögregluna stunda ofsóknir, þeir saka tilfallandi um að vera á launaskrá Samherja.

Allt er þetta fleipur og ósannindi í bergmálshelli blaðamanna. Meginstaðreyndir málsins eru kunnar; byrlun, stuldur og hagnýting blaðamanna á illa fengnu efni. Heimildin, sem tengir blaðamenn við gögn skipstjórans er vitanlega þáverandi eiginkona hans, sem játað hefur byrlun, stuld og afhendingu símans til blaðamanna. Einhver þarf að setja fram frásögn sem rímar við staðreyndir málsins og setja hlutina í samhengi. Ekki fara starfandi blaðamenn sjálfir á stúfana og upplýsa almenning. Þeir væru þá að fjalla um núverandi, fyrirverandi eða væntanlega starfsfélaga. Blaðamenn á Íslandi i fullu starfi á fjölmiðlum rétt losa hundraðið. Klíka eða innvígt bandalag, að ekki sé sagt mafía, telur fleiri hausa. 

Tjáningarfrelsið deyr ef það er ekki nýtt. Tilfallandi telur til þegnskyldu að segja aðra frásögn um brýnt samfélagsmál en þá sem fjölmiðlar halda að almenningi. Einkum og sérstaklega er blaðamenn og fjölmiðlar stunda vinnulag afbrotamanna.

Tilgangurinn með þöggunarmálssókn Aðalsteins er gera dýrkeypt að andæfa ríkjandi fjölmiðlaveldi. Dómurinn í gær og fyrri dómur, þar sem félagar Aðalsteins áttu hlut að máli, fara nærri að kosta árslaun framhaldsskólakennara, en það er launavinnan sem tilfallandi byggir afkomu sína á.

Á maður að sætta sig við búa í samfélagi þar sem ríkisstyrktir fjölmiðlar kæfa málfrelsi borgaranna með þöggunarmálssóknum?

Nei.

Dómnum verður áfrýjað.

ps
lesendur hafa haft samband til að leggja lið. Tilfallandi vísar á bankareikning hér á síðunni, uppi til vinstri. Kærar þakkir. 


mbl.is Ummæli Páls um Aðalstein dæmd ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotið á Skytt, Þórður Snær og Sigríður Dögg njóta friðhelgi

Fréttastofa RÚV tekur vonum seinna upp fréttina um falsfréttamanninn Lasse Skytt og segir þann danska hafa ,,skrifað um íslensk málefni." Rétt eins og sá danski hafi skrifað léttvæga frétt sem Efstaleiti þekkir ekkert til.

Hér vantar fáeinar staðreyndir og samhengi þeirra.

Tilfallandi vakti í gær athygli á að Skytt skrifaði um eitt mál íslenskt, Namibíumálið og þann anga þess sem kallast byrlunar- og símastuldsmálið. Málin eru sjálfstætt framhald Seðlabankamálsins, sem RÚV hratt af stað fyrir tólf árum. Aðalheimildarmenn Skytt falsfréttamanns voru Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og fréttamaður RÚV, nú í ,,leyfi."

Hvers vegna tala íslenskir fjölmiðlar ekki við Þórð Snæ og Sigríði Dögg og þýfga þau um samskiptin við Lasse Skytt? Er fréttastofa RÚV ekki með símanúmer Sigríðar Daggar? Þórður Snær er fastagestur á Efstaleiti sem álitsgjafi. Svarar hann ekki símanum þegar RÚV hringir? 

Heimildin, undir ritstjórn Þórðar Snæs, er fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem fjallar um afhjúpun Lasse Skytt í vetur. Heimildin birti fréttina mánudaginn 26. febrúar síðast liðinn, sama dag og Jyllands-Posten. Heimildin er ekki þekkt fyrir að vera fyrst með fréttirnar. En þarna var Heimildin langfyrst íslenskra fjölmiðla að segja frá stærsta fjölmiðlahneyksli á Norðurlöndum á þessari öld. Hver er skýringin?

Jú, Þórður Snær er innherji í málinu. Hann var í samskiptum við danska fagblaðið Journalisten, sem hafði birt falsfrétt Skytt mánaðarmótin janúar/febrúar 2023. Fréttin í Journalisten stendur enn - en nú leiðrétt. Sú leiðrétting sem snýr beint að Þórði Snæ er eftirfarandi

Við skrifuðum í fyrri útgáfu að Þórður Snær Júlíusson og þrír aðrir blaðamann hafi skyndilega fengið óvænta heimsókn í Reykjavík frá hópi lögreglumanna. Við höfum nú lagfært þetta, og segjum að þeir hafi verið símleiðis boðaðir í yfirheyrslu.

Vi skrev tidligere, at Thórdur Snær Júlíusson og tre andre journalistkolleger fik pludselig uventet besøg i Reykjavík af en gruppe politimænd. Det er nu rettet til, at de blev indkaldt telefonisk til en afhøring.

Journalisten hefði ekki getað leiðrétt þessa staðreyndavillu án þess að vera í sambandi við Þórð Snæ, sem er eina heimildin fyrir frásögn Skytt. Vinnan við leiðréttinguna fór fram aðeins örfáum dögum áður en Heimildin og Jyllans-Posten sögðu sínar fréttir, 26. febrúar í ár. Hvers vegna kom ritstjóri Heimildarinnar ekki fram undir nafni þegar Heimildin sagði fyrir sex vikum að Þórður Snær hefði verið fórnarlamb Skytt? Ritstjóri Jyllands-Posten steig fram í sínu blaði. Ef allt hefði verið með felldu hefði ritstjóri Heimildarinnar borið sig aumlega, hafandi verið illilega blekktur af dönskum blaðamanni. Víst er að Þórði Snæ líkar betur að vera í hlutverki brotaþola en geranda. En ritstjórinn, sem veit fátt skemmtilegran en að koma fram í fréttum, fór í felur í stað þess að upplýsa samskipti sín við Skytt.

Málið er að Þórður Snær tók þátt í blekkingunni, hann var gerandi en ekki þolandi. Lasse Skytt fór með ósannindi í þágu ritstjóra Heimildarinnar og meðsakborninga hans í byrlunar- og símastuldsmálinu.

Þórður Snær lét ósannindin, að lögreglan hefði sótt hann með valdi og flutt nauðugan norður í land, standa óhögguð í heilt ár. Tilgangurinn var að kaupa sér samúð í útlöndum og flytja inn í íslenska umræðu erlenda samkennd byggða á ósannindum. Þórður Snær er í felum núna, hann vill ekki svara fyrir að hafa látið lygi um ofbeldi lögreglunnar standa ómótmælt í heilt ár. Lygin var sett fram til að bæta stöðu Þórðar Snæs sem sakbornings í refsimáli. Það skýrir ársþögn ritstjórans.   

Tilfallandi vakti athygli á lyginni þegar 14. febrúar í fyrra með bloggi, ,,Þórður Snær ofsóttur af sveit eyfirskra lögreglumanna." Þórður Snær lúsles tilfallandi athugasemdir - hann hefur stefnt höfundi fyrir dóm. Ritstjórinn treysti á að aðrir fjölmiðlar tækju ekki upp tilfallandi athugasemd og fylgdu eftir með fréttum. Þórður Snær og RSK-mafían hafa þannig tök á íslenskum fjölmiðlum. Það gekk eftir. Enginn blaðamaður þorði að skrifa um ósannindin þótt þau mætti lesa svart á hvítu - að vísu á dönsku.

Aftur: hvers vegna mótmælti Þórður Snær ekki ósannindum Lasse Skytt þegar þau fyrst birtust fyrir ári síðan? Ritstjóri Heimildarinnar vildi einfaldlega að lesendur Journalisten tryðu frásögninni um að blaðamenn á Íslandi væru ofsóttir af lögreglu, sem flytti þá með valdi á milli landshluta. Þórður Snær er sakborningur í refsimáli og gerir hvaðeina til sýna sig sem ofsóttan mann. Íslenskir fjölmiðlar eru meðvirkir, ljúga með þögninni í þágu sakborninga.

Sigríður Dögg bakkaði upp Þórð Snæ í ósannindunum. Í upphaflegri frétt Journalisten sagði formaður Blaðamannafélags Íslands ,,óskiljanlegt og óábyrgt að lögreglan boði í yfirheyrslu blaðamenn til að fá upplýsingar um heimildarmenn þeirra." Einnig sagði formaðurinn í grein Skytt í Journalisten

Það er ekki hægt að túlka þetta á annan veg en sem óeðlileg afskipti lögreglu af blaðamönnum. Þar fyrir utan torvelda afskipti lögreglu að blaðmenn afhjúpi önnur mál og heftir þar með störf þeirra.

Tilvitnanir eru í prentútgáfu Journalisten frá 29. janúar 2023. Samkvæmt uppfærðri og leiðréttri frétt Journalisten afturkallar Sigríður Dögg ummælin - ári eftir að þau fyrst birtust.

Hvað gengur formanni Blaðamannafélags Íslands til? Hvers vegna lætur hún óhróður um íslenskt samfélag standa standa ómótmælt í heilt ár? Hún er skráður höfundur óhróðursins í upphaflegri frétt Journalisten. Blaðamannafélag Íslands er með áskrift af prentútgáfu Journalisten. Á vefsíðu blaðamannafélagsins birtist endursögn á upphaflegri frétt Journalisten.

Í gær birtist athugasemd á vefsíðu Blaðamannafélagsins um að ummæli formannsins hafi verið tekin úr öðrum fjölmiðlum; Sigríður Dögg hafi ekki látið þau falla í samtali við Skytt.

Jæja, Sigríður Dögg, hvar og hvenær sagðir þú í fjölmiðlum að lögreglan hefði óeðlileg afskipti af blaðamönnum og að lögreglan vildi koma í veg fyrir að blaðamenn ,,afhjúpi önnur mál"? Hvaðan tók Skytt þessa tilvitnun nema beint úr þínum munni? Og ef þetta var skáldskapur hjá danska blaðamanninum hvers vegna beiðstu í heilt ár með að leiðrétta ummæli þín? Þú sem formaður BÍ hefur í frammi alvarlegar ásakanir á hendur lögreglu, að hún komi í veg fyrir að blaðamenn ræki sín störf. Þú lætur ummælin standa frá febrúar 2023 fram í mars 2024.

Sigríður Dögg reynir, rétt eins og Þórður Snær, að skrifa á reikning Lasse Skytt eigin ummæli. Þau létu falsfrétt Skytt um íslenskt samfélag standa ómótmælt í heilt ár. Ekki fyrr en Skytt var afhjúpaður sem falsfréttamaður í dönskum fjölmiðlum í febrúar í ár skriðu Sigríður Dögg og Þórður Snær undan steini og sögðu ranglega eftir sér höfð ummæli sem birtust fyrir ári síðan. Skötuhjúin létu sér vel líka að níðgrein um Ísland, með þau sem heimildarmenn, stæði óleiðrétt í dönskum fjölmiðli í eitt ár.    

Í lokin: hvers vegna eru Þórður Snær og Sigríður Dögg ekki til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum og spurð út samskiptin við Lasse Skytt? Ræður RSK-mafían fréttum fjölmiðla á Íslandi? Þarf tilfallandi blogg eitt og sér, án ríkisstuðnings, að tryggja að almenningur fái staðreyndir um mikilvæg mál og samhengi þeirra? Er helsta verkefni íslenskra fjölmiðla meðvirkni með blaðamönnum sem grunaðir eru um glæpi?

 


Páll skipstjóri afhjúpaði Lasse Skytt fyrstur manna

Lasse Skytt, danskur blaðamaður búsettur á Íslandi, er í skotlínunni síðustu vikur fyrir falsfréttamennsku. Fyrstu fréttir í dönskum fjölmiðlum um falsfréttir Skytt birtust fyrir hálfum öðrum mánuði. En fyrir ári afhjúpaði Páll skipstjóri Steingrímsson Lasse Skytt sem falsfréttamann í íslensku fréttamáli - og fékk afsökunarbeiðni frá norsku útgáfunni Aftenposten-Innsikt. Skipstjórinn ruddi brautina í stærsta fjölmiðlahneyksli Norðurlanda seinni ára.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands fengu Lasse Skytt til að skrifa um Namibíumálið og byrlunar- og símastuldsmálið. Þetta var um áramótin 2022/2023. Skytt skrifaði tvær greinar fyrir verkkaupa og kom þeim á framfæri í tveim norrænum fjölmiðlum, Aftenposeten-Innsikt og danska fagblaðinu Journalisten.

Greinin í Aftenposten-Innsikt birtist í febrúar 2023. Fyrsta setning kynningar segir allt sem segja þarf um eðli frásagnarinnar:

Í febrúarútgáfu Aftenposten-Innsikt getur þú lesið hvernig Ísland varð spilltasta land Norðurlandanna.
(I februarutgaven av Aftenposten Innsikt kan du lese om hvordan Island er blitt Nordens mest korrupte land.)

Kvótakerfið og Samherji sérstaklega eru ástæður þess að Ísland sé á kafi í spillingu, samkvæmt Lasse Skytt. Helstu heimildarmenn danska blaðamannsins eru Þórður Snær ritstjóri Heimildarinnar og Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélagsins. Þau notuðu Skytt til að ata þjóð sína auri á norrænum vettvangi.

Tilfallandi fjallaði um grein Skytt rétt eftir að hún kom út, í febrúar í fyrra, og benti á rangfærslur, fúsk og ósannsögli. Í blogginu sagði m.a.:

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri segir í viðtali að lögreglusveit hafi verið send frá höfuðstað Norðurlands suður til Reykjavíkur í febrúar á liðnu ári að hafa uppi á honum og þrem öðrum blaðamönnum fyrir Samherjaskrif. Tilgangur lögreglunnar, að sögn Þórðar Snæs, var að krefjast þess að blaðamenn gæfu upp nöfn heimildarmanna sinna.

Ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, fer með rangt mál. Það kom engin stormsveit að norðan  að sækja Þórð Snæ og þrjá aðra blaðamenn. Fjórmenningarnir voru aftur boðaðir til yfirheyrslu 14. febrúar í fyrra en lögðu á flótta og létu ekki ná í sig fyrr en í ágúst. Í ofanálag vissi lögreglan hver heimildarmaðurinn var. Það kemur fram í greinargerð lögreglu frá 23. febrúar. 

Viðtalið við Þórð Snæ birtist í norska tímaritinu Innsikt. Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun um Namibíumál RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðla, sem í bráðum fjögur ár hafa sakað Samherja um spillingu og lögbrot þar syðra.

Blaðamaðurinn sem skrifar viðtalið og fréttina í Innsikt er ekki á ritstjórn útgáfunnar heldur lausapenni. Hann heitir Lasse Skytt og er danskur. Skytt auglýsir þjónustu sína til sölu á netinu, segist skrifa lipran texta og kunni að höfða til valinna markhópa. Menn sem auglýsa sig svona eru almannatenglar og yfirleitt kallaðir lygarar til leigu af heiðarlegum blaðamönnum.

Páll skipstjóri Steingrímsson hafði samband við Tinu Skarland ritstjóra Aftenposten-Innsikt og vakti athygli á mörgum missmíðum greinar Skytt. Tina ritstjóri er ábyrgur blaðamaður. Hún hóf rannsókn á Skytt-greininni. Niðurstaðan var að Aftenposten-Innsikt baðst afsökunar á að hafa birt greinina.  Í mars í fyrra baðst norska útgáfan fyrirgefningar á að hafa birt falsfrétt Skytt með Þórð Snæ og Sigríði Dögg sem aðalheimildir. Tilfallandi bloggaði af því tilefni:

Í marsútgáfu Innsikt er löng afsökunarbeiðni þar sem raktar eru margar villur og rangtúlkanir í grein Skytt. Íslensku blaðamennirnir útveguðu Skytt aðgang að Jóhannesi Stefánssyni, svokölluðum uppljóstrara. Jóhannes talar aðeins við þá blaðamenn sem gleypa frásögn hans hráa og fjalla ekki um hve vafasöm heimild uppljóstrarinn er.

Í afsökunarbeiðni Innsikt er tekið fram að útgáfan hafi ekki séð neinar trúverðugar heimildir um að Jóhannes hafi fyrir hönd Samherja mútað embættismönnum í Namibíu. ,,Það hefði átt að koma fram í greininni," segir Innsikt, ,,að Jóhannes er einn til frásagnar um að hafa stundað mútur."

Skytt hafði ekki samband við Samherja þegar hann undirbjó greinina. Enda var Skytt í vinnu hjá RSK-miðlum til að ófrægja Samherja. Aldrei stóð til sjónarmið annarra en RSK-miðla kæmust á framfæri. Afsökunarbeiðni Innsikt segir: ,,Verkferlar hjá okkur brugðust. Grunnatriði blaðamennsku er að ásakanir séu bornar undir þá sem þær beinast að. Það var ekki gert í þessu tilviki."

Innsikt biðst einnig afsökunar á að í grein Skytt séu yfirheyrslur lögreglu yfir blaðamönnum tengd Namibíumálinu. Umfjöllun um skýrslutöku lögreglu af blaðamönnum átti ekki heima í umfjöllun um Namibíumálið, segir í yfirlýsingu Innsikt.

Ófrægingarherferð Þórðar Snæs og Sigríðar Daggar um íslenskt samfélag var sem sagt úrskurðuð ómarktæk, enda byggð á ósannindum. Páll skipstjóri hafði samband við Tinu Skarland ritstjóra Aftenposten-Innsikt. Það er ástæðan að norska útgáfan baðst afsökunar á hafa birt falsfrétt Skytt. Til að hnykkja á hve hrikalegt brot Skytt var á vinnureglum blaðamanna birti Skarland ritstjóri ítarlega yfirlýsingu frá Samherja í júlíútgáfu tímaritsins. Hvorki hafa Þórður Snær né Sigríður Dögg beðist afsökunar á sínum hlut í málinu.

Norðlenskur skipstjóri skaut samanlögðum blaðamönnum á Norðurlöndum ref fyrir rass. Hann var ári á undan þeim að afhjúpa alræmdasta og spilltasta falsfréttamann Norðurlanda síðustu áratuga. Sá hlaut auðvitað að vera búsettur hér á landi, líkur sækir líka heim. Íslenskir blaðamenn ættu nú í fyllstu auðmýkt að senda Páli skipstjóra innilegar þakkir fyrir að standa vaktina, ,,vekja athygli á staðreyndum og samhengi þeirra," eins og segir í auglýsingaherferð Blaðamannafélags Íslands.

Vel á minnst. Fær skipstjórinn ekki gullmerki Blaðamannafélagsins fyrir óeigingjarnt starf í þágu heiðarlegrar blaðamennsku? Aðalfundur félagsins er eftir fimm daga. Verðlaun til bjargvættar blaðamennsku eru þó borin von. Blaðamannafélagið verðlaunar helst skúrka, enda stjórnendur félagsins af sama sauðahúsi.

 

 


mbl.is Vandræði Lasse Skytts aukast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Normal stjórnmál og afbrigðileg

Snyrtileg uppstokkun á ríkisstjórn, eftir að Katrín forsætis gekk frá borði, er til marks um að stjórnmálin á Fróni nálgist eðlilegt ástand. Samstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar fékk endurnýjað umboð við síðustu þingkosningar og ætlar að ljúka kjörtímabilinu. Það er ábyrgt og siðlegt.

Lýðræði og leikreglur haldast í hendur. Gildandi leikreglur er að þingmeirihluti komi sér saman um starfhæfa ríkisstjórn í eitt kjörtímabili hið minnsta. Áður en fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við 2017 ríkti óreiða í stjórnmálum. Tvær fyrri stjórnir luku ekki kjörtímabilinu, önnur náði ekki að fagna ársafmælinu. Lýðræði og óreiða eru andstæður, þrífast ekki hlið við hlið. Í óreiðu þrífst siðleysi.

Annað til vitnis um eðlileg stjórnmál er að formaður stærsta flokksins, Bjarni Benediktsson, er orðinn forsætisráðherra. Að Katrín fékk stólinn 2017 var til sanninda um afbrigðileg stjórnmál. Víst hafði Katrín alla burði sem einstaklingur að verkstýra ríkisstjórn; hún gerði það með sóma í sjö ár. En hún hafði aldrei þingstyrk sem formaður Vinstri grænna til eiga sanngjarna kröfu á forsætinu.

Katrín varð forsætisráðherra til að friðþægja villta vinstrið, sem er meginuppspretta óreiðustjórnmála. Bjarni Ben. er maður nógu stór í sniðum til að horfast í augu við pólitískan veruleika, fórna minni hagsmunum, forsætisráðuneytinu, fyrir meiri; pólitískan stöðugleika. Vel fer á að hann leiði ríkisstjórnina til loka kjörtímabilsins. Almælt er að Bjarni hyggist hverfa frá vettvangi stjórnmálanna er kjörtímabilið rennur sitt skeið. Vonandi sér hann sig um hönd.

Enn er til marks um normalíseringu stjórnmálanna að forsetaframboð Katrínar fær fljúgandi start. Könnun sýnir þriðjungsfylgi. Stjórnin sem hún yfirgefur nýtur ekki alþýðuhylli en kjósendur sjá í Katrínu þjóðhöfðingjaefni. Pólitískar þrætur eru eitt en í eðlilegu stjórnmálaástandi nýtur fólk verðleika sinna.

Nokkur sláttur er á stjórnarandstöðunni vegna uppstokkunar landsstjórnarinnar, sem vonlegt er. Hlutverk stjórnarandstöðu hvers tíma er andóf. Hávaðinn er ekki meiri en svo að samstaða virðist um að forsetakjörið í sumar fari sómasamlega fram með hófstilltri orrahríð. Að kjöri loknu verður hugað að kosningavetri.

Að svo mæltu styður tilfallandi tillögu Sigmundar Davíðs að Brynjar Níelsson lýsi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á RÚV. Brynjar fór fyrir skemmstu í starfskynningu á Efstaleiti og lét vel af aðstöðunni. Stefán útvarpsstjóri tók honum með kostum og kynjum, sjálfsagt orðinn leiður á að vísa óhæfu starfsfólki út bakdyramegin. Brynjari er ekkert að vanbúnaði, nú öllum hnútum kunnugur á ríkisfjölmiðlinum. Dagskrárliðurinn yrði á ný eðlileg fjölskylduskemmtun.

  


mbl.is Síðasta myndin af ríkisstjórn Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórður Snær og Aðalsteinn játa aðild að málum Páls skipstjóra

Páll skipstjóri Steingrímsson skrifaði Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra tölvupóst sumarið 2022. Krafa skipstjórans var að undirmenn Stefáns, fréttamenn RÚV, létu barnsmóður og fyrrum eiginkonu sína í friði. Konan glímir við alvarleg veikindi og má illa við yfirgangi blaðamanna, sem m.a. tóku af konunni einkasíma hennar.

Tölvupóstinn skrifaði skipstjórinn til Stefáns, sem sagt, en sendi afrit á Þórð Snæ ritstjóra Kjarnans og á Aðalstein Kjartansson blaðamann á Stundinni. Hvorugur er nafngreindur í tölvupóstinum, aðeins er talað um samverkamenn RÚV. Samheiti fjölmiðlanna þriggja er RSK-miðlar. Áramótin 2022/2023 sameinuðust Kjarninn og Stundin undir merkjum Heimildarinnar.

Blaðamenn RSk-miðla höfðu verið í sambandi við eiginkonu Páls skipstjóra frá vorinu 2021. Þann þriðja maí árið 2021 byrlaði hún Páli, sem féll í öngvit og var meðvitundarlaus í þrjá daga. Á meðan tók konan síma eiginmannsins traustataki og færði blaðamönnum samkvæmt skipulagi. Sími skipstjórans var afritaður á Efstaleiti í húsakynnum RÚV. Eftir afritun var símanum skilað í púss Páls. Þann 21. maí 2021 birtust samræmdar fréttir í Kjarnanum og Stundinni um meinta skæruliðadeild Samherja. Í báðum fréttum var vísað í stolin gögn úr síma skipstjórans.

Eftir að lögreglurannsókn hófst sumarið 2021 óx ágangur blaðamanna gagnvart konunni. Andleg líðan hennar versnaði stöðugt en blaðamenn héldu áreitinu áfram allt það ár og árið eftir. Tilgangurinn var að hafa áhrif á framburð konunnar þegar hún gaf lögregluskýrslu sem sakborningur í refsiverðu athæfi, byrlun og stuldi. Þegar um er að ræða andlega veikan einstakling kallast vinnulag blaðamanna að æra óstöðugan. Fyrsta yfirheyrslan fór fram 5. október 2021. Sumarið 2022 óttuðust börn þeirra hjóna verulega um velferð móður sinnar og báðu pabba að freista þess að draga úr linnulausum atgangi blaðamanna.

Þetta er aðdragandinn að tölvupósti Páls skipstjóra.

Stefán útvarpsstjóri, Þórður Snær og Aðalsteinn kusu að líta á tölvupóstinn sem hótun í sinn garð og kærðu Pál skipstjóra til lögreglunnar.

Þremenningarnir hefðu getað sagt við skipstjórann, eins og þeir gerðu í lögregluskýrslu, (ath. Stefán hefur enn ekki verið yfirheyrður svo vitað sé) að þeir þekktu hvorki haus né sporð á eiginkonu hans fyrrverandi og vissu ekki hvað hann væri að tala um. Lögregluskýrslur, yfirheyrslur yfir Aðalsteini og Þórði Snæ, sem tilfallandi hefur undir höndum, hafa einmitt þetta eftir RSK-tvílembingunum; þeir hafi ekki hugmynd um tilvist veiku konunnar og aldrei átt samskipti við hana.

En í stað þess að segja við skipstjórann að þeir þekktu ekki konuna, sem Páll vildi að þeir létu í friði, ákváðu þremenningarnir að kæra Pál. Blaðamenn eiga að heita sérfræðingar í að upplýsa. Hvers vegna upplýstu þeir ekki skipstjórann að hann færi mannavillt, einhverjir aðrir en þeir hafi herjað á konuna? 

Nú hafa tvö embætti farið yfir kæruna, lögreglan fyrst en síðan ríkissaksóknari. Niðurstaðan er einróma. Páll hótaði engu misjöfnu þegar hann byrsti sig. Stefán útvarpsstjóri undi niðurstöðu lögreglu og kærði ekki niðurfellingu málsins. Þórður Snær og Aðalsteinn á hinn bóginn kærðu niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Þeim er kappsmál að líma sig sem fastast við málefni Páls skipstjóra.

Kærumálið er endanlega afgreitt. Eftir stendur að Þórður Snær og Aðalsteinn eru báðir sakborningar í rannsókn lögreglu á byrlun Páls skipstjóra, stuldi á síma hans og afritun. Með kærunni til lögreglu tóku Þórður Snær og Aðalsteinn málið til sín. Þeir notuðu ekki sömu afsökun og í lögregluyfirheyrslu um aðkomu að byrlun og stuldi; að þeir vissu ekkert um eiginkonu skipstjórans. Vitanlega vita tvímenningarnir allt sem vert er að vita um hvað gerðist vorið 2021. Þeir eru skráðir höfundar sömu fréttar sem birtist á sama tíma, að morgni 21. maí, í tveim aðskildum fjölmiðlum, Stundinni og Kjarnanum. Án byrlunar og stuldar hefðu fréttirnar ekki birst.

Ekki beittustu hnífarnir í skúffunni, Þórður Snær og Aðalsteinn, að kæra sjálfa sig inn í mál Páls skipstjóra. Verði þeim að góðu, fyrirséð málaferli munu taka mörg ár og fara fyrir öll dómsstig. Starfsferill fleiri en eins verðlaunablaðamanns fer á bálið, kennitölur verða gjaldþrota.

Álitshnekkir íslensku blaðamannastéttarinnar verður alþjóðlegt fréttaefni. Spurt verður hvernig heil stétt gat tileinkað sér það siðleysi að verðlauna byrlun og þjófnað. Til svara verður formaður Blaðamannafélags Íslands. Það verður upplit á erlendum blaðamönnum er þeir sannfrétta að formaðurinn sé skattsvikari sem keypti auglýsingaherferð um mikilvægi blaðamennsku fyrir lýðræði og almannahagsmuni en verðlaunaði sakborninga í refsimáli.  


mbl.is Kærur Þórðar Snæs og Aðalsteins endanlega felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helga Vala stöðvar múturannsókn lögreglu

Lögmaðurinn og fyrrum þingmaður Samfylkingar, Helga Vala Helgadóttir, tilkynnir fyrir hönd lögreglunnar að mútugjafir Íslendinga til erlendra embættismanna verði ekki rannsakaðar. Ekki er langt síðan að Helga Valda taldi fátt brýnna en að lögreglan á Íslandi rannsakaði mútugjafir, í Namibíumálinu.

Mútur í Egyptalandi eru allt annað en mútugjafir í Namibíu, er viðhorf Helgu Völu, sem tekur að sér að tala fyrir hönd lögreglunnar, samkvæmt viðtengdri frétt. Fjölmiðlar láta það gott heita að lögmaður út í bæ fullyrði um afstöðu lögreglunnar.

Tilfallandi fjallaði fyrir tveim mánuðum um mútugjafir Íslendinga í Egyptalandi og skrifaði:

Íslenskir aðgerðasinnar múta embættismönnum í Egyptalandi til að kaupa sérvalda Palestínuaraba yfir landamærin við Gasa. Í viðtali á mbl.is viðurkenna aðgerðasinnar að bera fé á embættismenn:

það kost­ar í kring­um 5000 doll­ara fyr­ir ein­stak­ling að koma í gegn­um landa­mær­in með flutn­ingi

Fimm þúsund dollarar eru tæpar 700 þúsund krónur. Hér er ekki um að ræða greiðslu fyrir skjöl og flutninga heldur er verið að bera fé á opinbera starfsmenn er sjá um landamæragæslu á milli Egyptalands og Gasa. Það er lögbrot samkvæmt íslenskum lögum að múta. [...] Mútugjafir Íslendinga í Egyptalandi eru fullframdar, játning liggur fyrir. Það hlýtur að hafa afleiðingar. Varla eru lög um bann við að bera fé á fólk upp á punt.

Einar S. Hálfdánarson lögmaður kærði til lögreglu tvo Íslendinga sem játuðu að stunda mútur í Egyptalandi. Helga Vala er lögmaður annars þeirra, Semu Erlu Serdaroglu.

Erlendir fréttamiðlar, t.d. Bloomberg og CBC, staðfesta að stórfelld mútustarfsemi fer fram á landamærum Egyptalands og Gasa. Íslendingar hafa játað mútugjafir. En fyrir hönd lögreglu tilkynnir Helga Vala að engin rannsókn muni fara fram.

Á RÚV segist Helga Vala hafa lagt fram gögn til lögreglu er sýni fram á sakleysi þeirra sem áður hafa viðurkennt mútugjafir. En Helga Vala leggur ekki fram gögnin á opinberum vettvangi. Lögmaðurinn blekkir, segist hafa gögn en leggur þau ekki fram.

Þegar Namibíumálið kom upp, fyrir tæpum fimm árum, var annað hljóð í strokknum hjá Helgu Völu. Málið snýst um ásakanir á hendur Samherja um að mútugjafir í Namibíu. Þá sagði Helga Vala:

Í mín­um huga kem­ur ekk­ert annað til greina en að eign­ir Sam­herja verði fryst­ar núna strax á meðan á rann­sókn stend­ur. Um er að ræða rann­sókn á mögu­legu mútu­broti, pen­ingaþvætti og skatta­laga­brot­um.

En nú má ekki einu sinni rannsaka játningu íslenskra aðgerðasinna í Egyptalandi að hafa greitt mútur þar í landi. Annað hvort eru mútur afbrot eða ekki. Játning íslenskra ríkisborgara að hafa greitt mútur hlýtur að kalla á rannsókn yfirvalda.

Á alþingi krafðist Helga Vala ítrustu aðgerða þegar komu fram ásakanir um mútur. Sem lögmaður hafnar hún lögreglurannsókn þegar fyrir liggur játning á mútugjöfum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.  

Eitt í lokin: mun lögreglan staðfesta að Helga Vala sé orðin fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar, sem komi fram opinberlega og tilkynni hvaða mál séu til rannsóknar og hver ekki?

 


mbl.is Lögregla hefur hætt rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðreyndir og samhengi Sigríðar Daggar

Staðreyndir og samhengi þeirra er viðfangsefni blaðamanna, segir í auglýsingaherferð Blaðamannafélags Íslands. Formaður Blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg, gefur sjálfri sér undanþágu frá kröfum blaðamanna um staðreyndir og samhengi.

Sigríður Dögg upplýsir  ekki staðreyndir í skattsvikamáli sínu. Samhengi skattsvikanna er einnig á huldu. Björn Bjarnason vekur athygli á málinu og segir:

Að leitin að staðreyndum megi ekki beinast að blaðamönnunum sjálfum hefur birst undanfarið í þeim hópi sem stendur vörð um Sigríði Dögg sem formann BÍ.

Blaðamannafélagið segir að staðreyndir og samhengi þeirra séu helstu rökin fyrir blaðamennsku. Sigríður Dögg formaður félagsins segir aftur að um sumar staðreyndir skuli ríkja þögn og alls ekki setja í samhengi.

Sigríður Dögg hefur játað að hafa stolið undan skatti. En hún upplýsir ekki um staðreyndir málsins, til dæmis hve fjárhæðin var og hvernig uppgjöri við skattinn var háttað. Viðskiptablaðið bendir á að formaðurinn hafi í hlaðvarpi sósíalista, Samstöðinni, játað:

„Þetta voru alveg stórar upphæðir, ég viðurkenni það.

Út frá umfangi rekstursins, Airbnb-leigu á íbúðum til ferðamanna, er líklegt að Sigríður Dögg hafi stungið undan skatti um 100 milljónum króna. Skattsvikin voru skipulögð, stóðu yfir í nokkur ár. En það eru ekki staðreyndir sem fjallað er um og heldur ekki samhengi þeirra.

Upp komst um skattsvikin síðast liðið sumar. Sigríður Dögg var þá starfandi fréttamaður á RÚV. Í fundargerð stjórnar RÚV 27. september kemur fram að málefni formanns Blaðamanna voru rædd. Þar segir

Útvarpsstjóri var spurður um umfjöllun í fjölmiðlum um starfsmann félagsins þar sem komu fram ásakanir á hendur viðkomandi. Útvarpsstjóri kvaðst hafa rætt við starfsmanninn og taldi ekki þörf á því að málið yrði skoðað nánar.

Fréttastofa RÚV getur ekki fjallað um skattsvik í samfélaginu á trúverðugan hátt á meðan skattsvikari með ,,stórar upphæðir" á samviskunni starfar á fréttastofu. Stefán Eiríksson virðist hafa gefið Sigríði Dögg frest til áramóta að ganga frá sínum málum á RÚV. Í byrjun árs tilkynnti hún launalaust leyfi frá fréttastofu, rak framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins til áratuga og settist sjálf í stól hans. Jafnframt neitaði formaðurinn að tjá sig frekar um ,,staðreyndir og samhengi þeirra."

Nú er tilkynnt að nýr framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins hefji störf í lok maí. Sigríður Dögg vill áfram laun, ekki lengur sem framkvæmdastjóri, heldur sem formaður. Áður en hún varð formaður var staðan launalaus. Þetta kallar hún ,,að skerpa á regl­um fé­lags­ins hvað varðar sjóði þess."

Sigríður Dögg virðist einnig ætla að taka upp fyrri störf á RÚV. „Ég hef ekki samið um neitt annað,“ segir hún í viðtengdri frétt. Skringilegt orðalag um launalaust leyfi. Það er ekki veitt ótímabundið. Hvar er staðreyndin um endurkomu Sigríðar Daggar á RÚV? Og ef hún byrjar aftur fréttamennsku á ríkismiðlinum verður hún jafnframt á launaskrá Blaðamannafélagsins? Er það ekki tvöfeldni á tvöföldu kaupi? Mun Sigríður Dögg fjalla um skattsvikamál annarra sem fréttamaður?

Hér vantar töluvert upp á að staðreyndir séu lagðar á borðið og samhengi þeirra útskýrt. Blaðamennskan er léleg.  Framganga Sigríðar Daggar ómerkir auglýsingaherferð Blaðamannafélagsins. Á mælikvarða blaðamennskunnar, eins og hún er skilgreind af Blaðamannafélagi Íslands, heldur formaður félagsins ekki máli. Svona álíka og brennuvargur sjái um brunavarnir.

Í viðtengdri frétt segist Sigríður Dögg ætla að reka félagið ,,með gegn­sæi og traust að leiðarljósi, þannig að öll starf­semi þessa fé­lags verði fé­lags­mönn­um til sóma." Sæmd og stuldur eru andstæður, ekki hliðstæður.

Harðsnúið stuðningslið Sigríðar Daggar eru blaðamenn RSK-miðla - RÚV og Stundin/Kjarninn, sem nú heita Heimildin. Fimm þeirra eru sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Einsdæmi í sögunni er að stéttafélag blaðamanna sé í höndum skattsvikara og sakborninga i refsimáli. En sú staðreynd fær litla umfjöllun og er enn síður sett í samhengi.

 

 


mbl.is Vill fá laun fyrir formennskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband