Samfylkingarþriðjungurinn er í afneitun

Tæplega þriðjungur þjóðarinnar kaus Samfylkinguna við síðustu kosningar og sama hlutfall þjóðarinnar segist vilja inn í Evrópusambandið. Ekkert óeðlilegt er að álíka stór hópur vill samþykkja Icesave upp á guð og lukkuna.

Þetta er hópurinn sem tekur undir með aðstoðarmanni forsætisráherra sem segir ,,saman hvaðan gott kemur" þegar ríkisstjórnin dekkar borð fyrir útrásarauðmann að græða svolítið meira í skjóli hins opinbera.

Þriðjungur þjóðarinnar er til í nánast hvaða vitleysu sem er, bara að það gefi eitthvað í aðra hönd strax i dag.

 

 


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er stórkostlegt að fylgjast með útburðarvælinu í Samfylkingarliðinu þegar leikurinn er tapaður, um að skoðanakannanir eru ekkert að marka.  Allar sem hafa verið gerðar að undanförnu hafa sýnt nákvæmlega sömu niðurstöður 70% á móti 30% með.  Voru eir sömu ekki jafn óánægðir með kannanirnar í vor fyrir kosningarnar þegar þær bentu til að stjórnarflokkarnir myndu vinna stóra sigra?  Örugglega.  Þessi snilldarfærsla toppar sennilega allt hvað "snjalla" röksemdarfærslu og "skinsemi" áhrærir:

http://nupur.blog.is/blog/nupur/entry/993803/

Toppið þetta.  (O:

Jólin eru löngu byrjuð hjá eigendum Samfylkingarinnar og helstu stuðningsaðila.  Fyrstir að opna risa Hagapakkann voru Baugsfeðgar og núna fær enginn annar en þeirra "besti" sonur, Björgólfur "Sama hvaðan gott kemur" Thor sinn, sem er ekkert slor heldur.  Samfylkingin sér um sína.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Þriðjungur þjóðarinnar, sá sem kýs íhaldið, er líka í afneitun. Ef svo er eru tveir þriðju þjóðarinnar í einhverskonar afneitun.

Skelfilegt ástand. Nú verðum við að treysta á síðasta þriðjunginn.

Guð blessi Ísland.

Valmundur Valmundsson, 18.12.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Elle_

Ekki varðandi Icesave í það minnsta Valmundur.  Stjórnarandstaðan hefur barist hörkulega gegn Icesave.

Elle_, 18.12.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband