Tveir prófessorar og rökin fyrir ESB

Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Hálfdanarson eru báðir prófessorar hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Guðmundur hélt nýlega fyrirlestur og Þorvaldur skrifar um hann í dag í Fréttablaðinu með velþóknun. Samkvæmt Þorvaldi flytur Guðmundur þann boðskap að fullveldi deilt með öðrum sé hagkvæmara og veiti aðhald. Við ættu þess vegna að deila fullveldi með Evrópusambandinu.

Rökin þeirra prófessora tala beint til okkar þar sem við horfum upp á íslenska óhagkvæmni og íslenskt taumleysi sem leiddi til útrásar og síðar hruns.

En rök félaganna eru samt sem áður í grundvallaratriðum röng og um það er reynslan ólygnust. Írar, Grikkir, Lettar og Spánverjar deildu fullveldi sínu með Evrópusambandsþjóðum. Þessar þjóðir eru í meiri og langvinnari efnahagsvanda en Íslendingar.

Hagkvæmnisrök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er dautt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af þessum löndum sem þú telur upp, þá er aðeins langtímavandi á Spáni og Grikklandi, þann vanda er hægt að rekja mun lengra aftur en sem nemur aðild þessara landa að ESB. Írar og Lettar lentu í efnahagsvandræðum vegna kreppunar, eins og aðrar rúmlega 190 þjóðir heimsins. Kreppan kom við flest allar þjóðir heimsins. Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að innganga þessara landa í ESB hefur bætt efnahaginn, það er að segja fram að heimskreppunni sem olli verulegum búsifjum hjá mörgum löndum. Þar á meðal hjá íslendingum (sú bóla hefði í raun hrunið hvort sem er, en það er önnur umræða).

Rök þín eru þessvegna engin rök, hérna er eingöngu um að ræða innantómt þvaður sem stenst ekki nánari skoðun.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru þjóðarsvik af prófessorum launuðum af þjóðinni að leggjast í víking gegn fullveldi hennar. Guðmundur þykir mér afskaplega hvimleiður og jafnframt ósannfærandi í allri sinni ofvirku hegðan þar sem hann fer um víðan völl, á ráðstefnur og í RÍKIS-útvarpið með sitt "fagnaðarerindi" að láta innlima Ísland í Evrópubandalagið, meðal annars með þeirri hlálegu "röksemd", að þar með fáum við "hlutdeild í fullveldi annarra ríkja" – við sem fengjum þar 0,06% atkvæðavægi frá og með árinu 2014! (sjá hér: Ísland svipt sjálfsforræði). Guðmundur á að helga sig öðrum málum en þeim að vinna gegn sjálfstæði landsins.

Jón Valur Jensson, 17.12.2009 kl. 09:54

3 identicon

Þorvaldur hlýtur að fylgjast spenntur með framgöngu opinberra starfsmanna í Grikklandi. Þar eru uppþott og mótmæli vegna niðurskurðar. Hvar eru allar draumalausnir ESB núna?

joi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 10:25

4 identicon

Jón Frímann skautar "listilega" framhjá meginatriði sem svo oft áður: Evran er ein af helstu ástæðum þess að fyrrgreindar þjóðir eiga í vandræðum með að takast á við efnahagsástandið.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband