Grískur evru-harmleikur

Lítil hætta er á að Ísland fylgi Grikklandi í efnahagslega rotþró. Krónan var okkur bjargvættur á fyrsta degi eftir hrun; hún lagfærði samkeppnisstöðu landsins á augabragði, snarminnkaði innflutning og jók  ferðamannastrauminn til landsins. Krónan eflir landsbyggðina, þar er útgerðin og áfangastaðir ferðamanna, og lætur fjármálasódómísku víkina við Faxaflóa finna til tevatnsins.

Einu sinni áttu Grikkir drökmu sem gæti komið þeim til hjálpar á ögurstundu. Þeir afneituðu þjóðarmynt fyrir evruna í von um evrópska samstöðu þegar á herti.

Grikkir standa milli tveggja kosta. Annars vegar að skera niður laun og gera velferðakerfið líkt svissneskum osti og halda fjárhagslegu fullveldi sínu í sívaxandi fátækt. Hins vegar að flytja fjármálalegt forræði sinna mála frá Aþenu til Brussel.

Hér er yfirlit yfir gríska evru-harmleikinn í boði Brósa og Telegraph.


mbl.is „Grikkland er ekki næsta Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Blessuð krónan elskar allt

enda nokkuð lagin.

Gott að hafa gengið valt

er græðgin drepur haginn

Offari, 14.12.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Grikkir geyma enn stóran hluta hinnar gömlu grísku drachma myntar undir koddum sínum. Seðlabanki Grikklands hafði á árinu 2008 ekki innleyst nema hluta af þeim drachma sem voru í umferð. Menn undrast hve illa gengur að reka gömlu myntina heim í réttirnar. Myntin drachma var fyrst sett í umferð árið 1100 fyrir fæðingu Krists.

Mig minnir að Grikkir hafi ca. 2-3 ár í viðbót til að skipta þeim yfir myntina evru sem kom á markaðinn í Grikklandi árið 2002 eftir fæðingu Krists. Sú mynt er 10 ára núna og er strax byrjuð að úldna. Það þarf sterka trú til að bera uppi mynt í 3100 ár. Evran hefur enst í 0,009 þúsund ár. Það eru 3091 ár á milli þeirra. 

Ég gæti trúað að Grikkir séu að biða eftir einhverjum atburðum sem eiga ekki að geta gerst. Drachma var ekki ónýtari en þetta. Ef þegnarnir hafa ekki trú á mynt sinni þá mun heldur enginn annar hafa það. Þess vegna er hún ennþá undir koddunum. Koddar Grikkja eru vel pólstraðir. Enda æfðir í svona skollaleik.

Bólugrafin evru hænsnin koma tætt heim til að sitja á priki  

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 21:10

3 identicon

Þeir sem bölva íslensku krónunni og finna henni flest til foráttu ættu að minnast þess að þeir högnuðust nú ágætlega fyrir ekki svo löngu síðan þegar krónan var mjög sterk. Þá gátu menn fengið innfluttar vörur á hagstæðu verði eins og til dæmis bifreiðar, föt og heimilistæki.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 21:34

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Krítverjarnir, vinir mínir sögðu vorið 2007, Helvítis Evran, það varð allt svo dýrt.

Kolbeinn Pálsson, 14.12.2009 kl. 22:58

5 identicon

Ég vona að þið séuð ekki að meina þetta með íslensku krónuna. Hún er ennþá betri áburður en gjaldmiðill. Krónan er AÐALÁSTÆÐAN fyrir því að heimilin í landinu sum hver er á kúpunni. Ekki má gleyma því að þetta er minnsti ,,fljótandi" gjaldmiðill í heiminum og það var borgað með henni (Kostaði ísl. skattgreiðendur gríðarlega fjármuni svona vel á minnst) til 2001 til að halda genginu hennar stöðugu. Svo 2001 var hún sett á flot og dollarinn fór á nokkrum misserum frá þetta 67-70 kr niður í 110 kr á (í 110 kr í nóvember 2001), og þá var netbólan ekki sprungin. Síðan við tókum upp krónuna hafði verið eytt gígantískum fjármunum í að halda henni fastri. Hún byrjaði á sama gengi og danska krónan og fór í það að verða 10% (jafnvel minna) en danska krónan, ÞRÁTT fyrir að verið væri að stýra gengi hennar!!!! Ótrúlegt, en satt. Íslenska krónan er líka ástæðan fyrir því að fjölmörg fyrirtæki hafa ekki getað stundað útflutning, t.d. ölgerð egils skallagrímssonar, sem ætlaði að selja bjór til Þýskalands (var komin með vilyrði fyrir því) en þegar kaupendurnir komust af því að þeir þyrftu að borga í íslenskum krónum voru þeir ekki lengi að róa burt. Það gengur vel hjá sumum núna og útgerðarkallarnir kvarta ekki og önnur útfl.fyrirtæki, en hverjir vældu mest 2004-2008? Þegar hagkerfið tekur við sér og krónan fer að styrkjast lendir þetta allt í sömu hjólförunum. Gengi krónunnar var ofmetið frá 2002-2008 og var verðmæti hennar byggð á falsgróða sem síðan vonandi verður upprættur. Á sandi byggði heimskur maður hús!. Þessi króna okkar hefur, og mun verða kjarnorkuúrgangur, það vill enginn með þetta drasl hafa. Okkur vantar mynt sem er notuð í alþjóðaviðskiptum, dollara eða evra. Þannig er það nú bara. Nefnið mér eitt ríki með svipaða stærð og efnahagskerfi Íslands sem er með sína eigin mynt.

Nokkrar karíbahafs eyjar voru sniðugar á sínum tíma og hafa East Caribean dollar, þetta eru eyþjóðir eru fámennar og hafa lítið efnahagskerfi (hljómar kunnuglega) þessar eyjar eru: Angulla, Antigua og Barbúda, Bresku jómfrúaeyjarnar, Domínka, Grenada, Montserrat, Saint Kitts and Nevis, Saint Lucia og Saint Vincent og Grenadines. Þessar eyjar eru hluti af OECS sambandinu, svona einskonar "EU" karíbahafseyja. 

Í Afríku er bæði Vestur Afríski frankinn (Lönd sem nota hann: Benín, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndin, Gínea-Bissá, Malí, Níger, Senigal og Tógó) og Austur Afríski frankinn (Lönd sem nota hann: Camerún, Miðafríkulýðveldið, Tsjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugsgínea og Gabon.). Einnig má geta þess að Ekvador, tók upp bandaríska dollarann árið 2000. Þetta land hefur tiltölulegan sterkan efnahag, yfir 13 milljónir íbúa, gnægðir af auðlindum, en gat ekki hugsað sér að hafa eigin gjaldmiðil eftir að hafa lent í tiltölulega vægri kreppu árið 1999. Þess má geta að aðalútflutningsvara þeirra er hráolía og gull. Ekuadoríska ríkið hagnaðist gríðarlega á þessari myntbreytingu, það og aukin eftirspurn eftir olíu í upphaf 21 aldar hefur orðið til þess að fátækt minnkar hvergi jafn hratt í S-Amerkíu eins og einmitt í Ekvador.

Þannig að mæla krónunni bót er argasti þvættingur.

Ég held að flestir vilji hafa mynt sem rokkar ekki um 10-20% á ári (eða 110% eitt árið). Í flestum iðnvæddum ríkjum þykir það mikið meira en óásættanlegt. 

Krítverjarnir gleymdu að segja líka: Blessuð evran, launin okkar hækkuðu líka um 50%. 

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband