Ómar vill afsökun

Eftirfarandi póstur var sendur á tölvupóstfang bloggsins fyrir stundu

Páll, ég óska hér með eftir að þú biðjir mig formlega afsökunar á svívirðingum gegn persónu minni á blogginu þínu 10. desember undir yfirskriftinni 'Ómar á launum hjá Samfylkingu?' Ég hef þegar komið athugasemd sama efnis á framfæri við Morgunblaðið og mun gera víðar.
Ómar Valdimarsson 

Svarið er þetta: Fyrr frýs í helvíti en að ég biðji alræmdan almannatengil afsökunar á því að fara fram að hann geti þess hvaða efni hann kemur á framfæri fyrir borgun og hvað er skrifað fyrir eigin reikning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrif Ómars eru þess eðlis að þar fer augljóslega maður í fremur ræfilslegu jafnvægi.  Ef hann er ekki "Lygari til leigu" eins og starfsgreinin sem hann starfaði amk. við, þá ætti hann örugglega að senda Baugsfylkingunni reikninginn fyrir spunatrúðaæfingunum, eða jafnvel Jóni Ásgeiri sjálfum. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:45

2 identicon

Farið inná Bloomberg.com þann mikla fjármálavef, en þar er téður Ómar fréttaritari.

Þar getið þið séð hvurnig spunameistari Samfylkingarinnar setur fram fréttapisla frá Íslandi, alveg gegnsýrt af sjónarmiðum núverandi ríkisstjórnar.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

Undirritaður og maðurinn sem Páll er að troða illsakir við er ekki sami maðurinn. Nenni ekki að hirða um að svara þessu bulli um fréttirnar sem ég skrifa.

Ómar R. Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hvað gengur manni til sem heitir Ómar R. Valdimarsson að blanda sér í deilur, sjá athugasemdir í þessu bloggi, þar sem maður að nafni Ómar Valdimarsson á i hlut?

Ekki nóg með að mennirnir tveir heita sama nafni svo aðeins munar erri heldur er starfsvettvangur líkur. Eins og blasir við er Ómar R. að koma nafna sínum til aðstoðar og vælir svo undan því að vera ruglað saman við téðan nafna. Er ekki allt í lagi hjá ómurum?

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 22:25

5 identicon

Þeir eru feðgar.

Stefán Páll (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 22:43

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Feðgar????

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 22:45

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Synir, eftir því sem ég best veit.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 23:05

8 identicon

Sá gamli kjaftfori heitir víst Valdimar Ómar Valdimarsson f 1950 en sonurinn með errinu f 1977

þór (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 23:05

9 identicon

Og hvert er lögbrotið sem einhver Ómarinn fullyrti að hafi verið framið?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 23:09

10 identicon

Sá sem bloggar á þessari slóð http://umbiroy.blog.is/blog/umbiroy/ er gamall fréttamaður og starfsmaður Rauða Krossins og heitir Ómar Valdimarsson. Sjá hér nýlega fréttatilkynningu http://www.visir.is/article/20091209/FRETTIR01/469487734

Sonur hans er spunakallinn Ómar R. Valdimarsson er þessi hér http://www.kommunan.is/asgeir/%C3%93marRV.jpg

Ertu ekki að rugla þeim saman Páll?

Helga (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 23:17

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Furðulegur andskoti hér á ferðinni. Hjá venjulegu fólki er til siðs að gefa upp stöðu sína í umræðum, t.d. þegar feðgar, systkini eða hjón eiga í hlut. Almannatenglafólk hefur aðra háttu á og virðast sverja af sér skyldleika, sbr. orð Ómars R. hér að ofan.

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 23:21

12 identicon

Þú ert nú meiri Páll hahahha... veist ekki einu sinni hvaða mann þú ert að drulla yfir. En þetta er hin besta skemmtun og endilega haltu því áfram, gaman af svona kjánum eins og þér.

Fanney (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 23:31

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fanney, ertu í Ómarsfjölskyldunni?

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 23:34

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe ég segi nú eins og Fanney, þetta er búið að vera mögnuð skemmtun, endilega haldið áfram strákar.

Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 23:38

15 identicon

Af upplýsingafulltrúa ertu illa upplýstur maður, Páll. Ert að skammast út í bláinn við fólk sem þú þekkir hvorki haus né sporð á. Segi nú bara eins og Fanney: Hahaha!

Og já, ég er í Ómarsfjölskyldunni, a.m.k. í 7. lið!

Gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 23:41

16 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Styr stendur um þetta blogg. Eftir því sem best er vitað er höfundur Ómar Valdimarsson. Spurningin er hvort hann hafi skrifað þetta upp úr sjálfum sér eða í verktöku fyrir Samfylkinguna.

Páll Vilhjálmsson, 11.12.2009 kl. 23:50

17 Smámynd: Gústaf Níelsson

Spurning Páls var einföld:"Ómar á launum hjá Samfylkingu?" Svarið er annað hvort já eða nei. Alger óþarfi að stökkva upp á nef sér og heimta afsökunarbeiðni og breyta sér í einhverja klöguskjóðu.

Gústaf Níelsson, 12.12.2009 kl. 00:29

18 identicon

Ræðst með rógi á starfsmann mannúðarsamtaka, af því að þú ferð í mannavillt og hefur síðan ekki manndóm í þér til þess að biðjast afsökunar. Skömm þér Páll Vilhjálmsson!

Brjánn Sigfússon (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 01:08

19 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég skemmti mér konunglega yfir þessum umræðum. Vildi að síðan mín væri jafn vel sótt. Skil reyndar ekki af hverju Ómar jr. notar ekki föðurnafnið (Valdimarsson). Kannski eru þetta leifar frá Danaveldinu, þegar enginn þótti maður með mönnum nema að bera eftirnafn. Samanber danskan sem ku hafa verið töluð á sunnudögum í móðurveldi mínu Stykkishólmi. Kv.

Þráinn Jökull Elísson, 12.12.2009 kl. 01:34

20 identicon

Ómar R. hefur reyndar unnið netverjum gagn með því að láta flengja sig í hæstarétti vegna bloggummæla. Þeir ættu að fara yfir dóminn saman Ómararnir:

http://haestirettur.is/domar?nr=5659

Höfundur er ekki-Ómar (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:34

21 identicon

Brjánn: Ég er ekki frá því að Ómar sé á launum hjá Rauða Krossinum. Þó vinnuveitandinn sé mannúðarsamtök þá gerir það hann ekki að helgum manni. Þetta er einfaldlega vinnan hans, svona fær hann pening.

Síðast þegar ég vissi starfaði Páll sem kennari. Ég myndi segja að það væri ákaflega mikilvægt starf í samfélaginu og göfugt!

Þórdís (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 23:29

22 identicon

Páll. Þú tekur ekki nærri þér svona væl í Ómörum.... Haltu bara áfram að vera þú og skrifa eins og þú gerir.

blaðamaður

blaðamaður (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband