Bónusfeðgar, fákeppni og Samfylkingin

Dagvöruverslunin er fákeppnismarkaður þar sem Bónusfeðgar, Jóhannes og Jón Ásgeir, ráða lögum og lofum. Bónus heldur uppi verðlagi í landinu, því að birgjar verða að hækka verð óeðlilega til að geta veitt Bónus þann afslátt sem feðgarnir krefjast. Með því að tryggja að allir aðrir séu með hærra verð græða feðgarnir á verslun sinni.

Fréttir um að ríkisbankarnir ætli að veita Bónusfeðgum óeðlilega fyrirgreiðslu til að þeir haldi þjóðinni áfram í græðgiskrumlum sínum vekja spurningar um tök feðgana á stjórnkerfinu.

Baugur, sem var móðurfélag feðganna þangað til það fór í gjaldþrot, studdi annan ríkisstjórnarflokkinn ótæpilega með fjárframlögum. Samfylkingin fékk stórfé frá Baugi og öðrum félögum í sömu samsteypu.

Er það til þess að tryggja Bónuskrónur í flokksjóði sem ríkisvaldið lætur fákeppni vera áfram ráðandi fyrirkomulag á dagvörumarkaði?

Hér er umfjöllun um Bónusfeðga í Silfri Egils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já Páll, mér sýnist á öllu að Samkeppnisstofnun og Viðskiptaráðherra ætli að henda þessari heitu kartöflu á milli sín þar til heimildir til að gera eitthvað eru fyrndar. Hverra hagsmuni er þá verið að verja?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2009 kl. 12:24

2 identicon

Stjórnlaus Bónusuppgangurinn er augljósasta dæmið um tilgangleysi eftirlitskerfa ríkissins sem hefur síðan kemur fram í þeirri augljósu spillingu sem berlega hefur komið í ljós undanfarin misserin.  Hverjur líður rannsókna samkeppnisyfirvalda eftir uppljóstrun um nokkuð augljósa svikastarfsemi stórmarkaða í fyrrahaust?  Tekur það ár að rannsaka jafn einföld mál að virðist?  Getur verið að ef að Þorvaldur Gylfason færi fram á að farþegalisti Thee Viking yrði opnaður, að þar hafi einhverjir eftirlitsblækur kerfisins notið siglingarnámskeiðis fylgdarkvenna í boði gullgrísins?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:56

3 identicon

Það er óþolandi að hafa þennan Jón eins og þursa yfir öllu í landinu.  Og mál að setja lög um veldi einnar manneskju.   Það kemur ekki til mála að bankarnir og sam-spillingin leyfi einum strák-álfi að ryksuga allt upp lengur. 

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:27

4 identicon

Og viðtal við forstöðumann Samkeppnisstofnunar og Gerald Sullenberger: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472037/2009/10/12/0/

ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband