Barbieveröld Árna bæjó

Á Suðurnesjum eru fjármál Árna Sigfússonar bæjarstjóra í flimtingum. Árni tók kúlulán til fjárfestingar sem ekki skilaði hagnaði. Núna situr hann uppi með lánið. Árni gekk hart fram í að halda lífi í útrásarfyrirtæki sem heitir Geysir Green og var tilbúinn að veðsetja framtíð óborinna kynslóða til að selja sænsku skúffufyrirtæki auðlindir almennings. Náið skyldmenni Árna er með stöðu grunaðs manns vegna sjóða tryggingafélags sem tæmdust á hans vakt.

Téður Árni skrifar grein í Morgunblaðið í dag og vill almenna sakaruppgjöf fyrir útrásarfólkið.

Árni Sigfússon kann ekki að skammast sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég las nú þessa grein Árna og ég kem hvergi auga á nein tilmæli um sakaruppgjöf. Hann bendir hins vegar á hvílík ógæfa það væri að svartmála alla sem nálægt útrásinni komu, heiðarlegt fólk, duglegt gáfað og vel menntað, sem vegna menntunar sinnar og hæfileika var ráðið í störf sem útheimtu dugnað og kunnáttu. Þetta er afar skynsamlegt sjónarmið og ég tek heils hugar undir það. Persónulega tel ég hins vegar ekki klókt af Sjálfstæðisflokknum að tefla fram mönnum sem tengdust hruninu með beinum hætti og höfðu sumir mikil áhrif á hvernig fór. Sjálfstæðismenn verða að ganga í tiltekt á flokksheimilinu og það sem fyrst.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt ólíku sé saman að jafna hvað snertir "sakarefni" minnir ástandið hér á landi tæknilega mjög á ástandið í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöldina.

Engin leið var að bægja öllum þeim frá uppbygginarstarfi eftirstríðsáranna sem hefðu á einhvern hátt tengst aðgerðum nasista heldur þurfti á vandasaman hátt að draga línu á mili þeirra sem höfðu gengið lengst fram í þjónustu við Hitler og hinna sem ekki voru eins tengdir nasistum og athöfnum þeirra.

Ómar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Baldur:

Algjörlega sammála þér!

Ómar:

Já, þetta var mjög erfitt og ég þekki persónulega dæmi um það að ævi fólks, sem var vel menntað og starfaði í þannig stöðum hjá nasistunum að það fékk aldrei aftur vinnu í samræmi við hæfni þeirra. Þú ert að tala um ferli, sem kallaðist á þýsku "Entnazifizierung" og miðaði að því að greina á milli þeirra sem voru mjög aktívir og hinna, sem höfðu sig minna í frammi og þeirra sem voru saklausir.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hér hafa ekki orðið nein vatnaskil og Árni er auðvitað að halda uppi málsvörn fyrir sjálfan sig, bróður sinn og frændgarðinn. Sannleikurinn er sá að hér hefur ekkert breyst. Hrunfólkið er enn í bönkunum og nú að taka íbúðir og fyrirtæki af

gömlu kúnnunum og gefa þau vinum sínum eða afskrifa skuldir fína fólksins og láta það hafa fyrirtæki sín aftur skuldlaus og með nýjum kennitölum. 

Einar Guðjónsson, 12.10.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: ragnar bergsson

Ég man hér áður fyrr þegar Árni Sigfússon var í borgarmálunum hafði ég hafði mikla trú á manninum. Ég held að þetta lýsi annaðhvort miklum dómgreindarskorti  mínum eða það að Árni hafi breyst mikið og þá ekki til batnaðar. Eins og fólk veit er Reykjanesbær í miklum kröggum og þar ber Árni vægast sagt mikla ábyrgð svo ekki sé meira sagt.

ragnar bergsson, 12.10.2009 kl. 20:35

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sammála þér Baldur varðandi tiltektina. Hjá henni verður ekki komist ætli flokkurinn að láta taka sig alvarlega.

Almennt ættu sveitarfélög ekki að skuldsetja sig vegna atvinnufyrirtækja, nýrra eða gamalla. Þau eiga ekki að taka þátt í áhættustarfsemi. Ef fyrirtækin eru einhvers virði, nú þá eiga þau að leggja í nauðsynlegar fjárfestingar, sama hvort um er að ræða vatnsútflutning, álver, eða netþjónabú.

Sveitarstjórnir og ríkisstjórn eiga að hafa takmarkað umboð til að véla með almannafé.

Ómar Bjarki Smárason, 12.10.2009 kl. 22:05

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, "Sveitarstjórnir og ríkisstjórn eiga að hafa takmarkað umboð til að véla með almannafé. "

Mér er sagt af kunnugum að fjárhagur sveitarfélaga sé víða á heljarþröm vegna þess að stjórnir þeirra hafi farið langt út fyrir verksvið sitt.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 22:09

8 identicon

Sváfu þeir bræður báðir á vaktinni - Árni í "Grjótaþorpinu" og Þór í Sjóva? 

siggi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:47

9 identicon

Og þeim þriðja dugðu ekki vökustauranrir til að halda ser vakandi þegar   skipafélag allra landsmanna sigldi í strand.........

siggi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:50

10 identicon

Já þeir eru margir Sjálfstæðismennirnir sem mega skammast sín.

Valsól (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:57

11 identicon

Maður kemur í manns stað og algjör óþarfi að fyrirgefa glæpamönnum bara af því þeir eru hvítflibbar. Það er verið að læsa fólk inni fyrir minni sakir og ég vill ekki búa í þjóðfélagi sem sættir sig við það að hér lifi tvær þjóðir í einu landi. Inn á Hraunið með hyskið, það er nóg til af gáfuðu fólki. Við höfum lítið við siðblint fólk að gera.

Valsól (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband