Ögmundur vex, stjórnin minnkar

Afsögn Ögmundar afhjúpar stjórnmálalegt gjaldþrot ríkisstjórnarinnar. Stjórnin var reist á mótsögn sem aldrei var hægt að brúa. Í einn stað evrópskur undirlægjuháttur Samfylkingar og í annan stað þjóðleg staðfesta Vinstri grænna. Formaður Vg reyndi að beygja flokkinn niður í lágkúru Samfylkingarinnar og tókst það - en aðeins í skamma stund.

Undirlægjuhátturinn birtist í aðildarumsókninni annars vegar og hins vegar í Icesave-samingunum.

Viðbrögðin við afsögn Ögmundar sýna svo ekki verður um villst að frekjukennd undirlægjupólitík Samfylkingarinnar er komin á endastöð.


mbl.is Ögmundur: Var stillt upp við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Best væri ef Ögmundur, Guðfríður Lilja, Jón Bjarna og fleiri stofnuðu bara lítinn smáflokk, got væri að losna við þetta lið sem þvælist á móti öllum málum og hugmyndum sem koma ekki frá þeim sjálfum.

Skarfurinn, 5.10.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ögmundur er trúr sinni pólitísku hugsjón og ætti að vera íhugunarefni fyrir hin mörgu pólitísku viðrini sem hafa komist til metorða innan flokkanna án nokkurrar inneignar. Ekki nema von að niðurstaðan verði stjórnmálalegt gjaldþrot þegar hugmyndafræðin er tekin að láni eða stolin. Takk fyrir þessa færslu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Skarfurinn, slíkur flokkur yrði klárlega stærri en VG sem yrði þá einhvers konar millistig á milli Samfylkingarinnar og nýja flokksins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 15:19

4 identicon

Þetta er þín skoðun ekki mín. Mér finnst ömurlegt að nokkrir einstaklingar innan VG stofni stjórninni í hættu með svona upphrópunum og yfirlýsingum. Svona dramatík á ekki við núna þegar ár er liðið frá hruni. Þjóðin rær lífróður til að komast úr þessari sjálfsheldu sem við erum í og þá fáum við rifrildi og leiðindi frá VG. Þetta er innanbúðarmál þeirra sem þau þurfa að leysa sín á milli . Við þurfum ekki á svona "revíu" að halda nægar áhyggjur eru nú samt að hjá fólki.

Vg virðist ekki geta axlað þá ábyrgð sem þarf til að vera í ríkisstjórn því miður.

Ína (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það væri náttúrlega best ef Samfylkingin losnaði við íslensku þjóðina. Þá væri hægt að ríða í hlað í Brussel með ríkisstjórn Steinhönnu Evrópusambandsdóttur á háhesti og landið svo allt og miðin rúllað upp hnakktöskunni í skjóli myrkurs.

Nei auðvitað meiga einstaklingar ekki stofna ríkisstjórn Steinhönnu Evrópusambandsdóttur í hættu. Það væri aldeilis voðalegt ef einhver þingmaður fengi eitthvað að segja um það sem Über Klods Major þessarar ríkisstjórnar ætlar sér. Við viljum jú einræði. Skítt með þá kjósendur sem kusu ekki Steinhönnu J. í Sigfússi heldur Vinstri græna.

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2009 kl. 16:27

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Læt ég það vera hve mjög hann hefur vaxið, Ögmundur, því áfram styður hann ríkisstjórnina með ráðum og dáð.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 16:52

7 identicon

Ögmundur hefur fallið og fall hans og Liljanna er bratt. 

 Fjölmiðlamenn tóku ekki eftir því að daginn sem Ögmundur sagði af sér boðaði hann blaðamenn niður í stjórnarráð. 

Og ekki bara blaðamenn. Sigmundur Davíð og Höskuldur sem "af tilviljun" voru þarna ætluðu ekki að gana á fund Jóhönnu til að bjóða norska framsóknarlánið.

Þeir komu til að hitta Ögmund en ekki Jóhönnu!

Fréttamenn áttuðu sig ekki á því.

Spyrjið út í það.  Og skyldi ekki hótunarástæðan sem Ögmundur gefur vera yfirvarp.  Fréttamenn ættu að kafa ofan í málin og sleppa því að lessa moggablogg.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 19:41

8 identicon

Jón Óskarsson

Spurning.

Hvað tekur það þig langan tíma að finna út hvar einstaklingur sem þú þarft nauðsynlega að hitta er staddur?

Gefum okkur að gamalds tækni eins og sími sé notaður við verkefnið.

hey (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 20:53

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég les þessa athugasemdakeðju geysispenntur. Þetta er eins og að lesa Stieg Larsson. Jón Óskarsson?

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband