ESB mútar og hótar Írum

Eftir að Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum í fyrri voru þeir knúnir til að endurtaka atkvæðagreiðsluna ári síðar. Evrópusambandið hótaði Írum öllu illu ef þeir samþykktu ekki sáttmálann. Í aðdraganda kosninganna komu peningasekkir frá Brussel til að kaupa velvilja kjósenda á eyjunni grænu.

Írar kusu um nákvæmlega sama sáttmálann og  þeir felldu fyrir ári. Engar breytingar voru gerðar á sáttmálanum sjálfum enda hefði það þýtt nýtt samþykktarferli í öllum ríkjum sambandsins. Írar fengu vilyrði fyrir því að væntanleg herþjónusta ESB yrði ekki látin gilda fyrir Írland og jafnframt að fóstureyðingarlöggjöf landsins fengi að standa óáreitt af Brussel.

ESB hlustar á það sem framkvæmdastjórnin er búin að ákveða að þjóðríkin eigi að segja.


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Hér opinberast aðferðafræði ESB til að knýja fram sinn vilja.

Að segja nei er einfaldlega ekki valkostur.

Álpist einhver þjóð til að segja  nei eftir sem áður skal bara kjósa aftur og þá undir miklum þrýstingi og hótunum um að ef ekki verði sagt já þá hafi menn verra af.

Þetta erum við að upplifa hér á Íslandi núna þar sem útsendari ESB og helsti aðdáandi hótar öllu illu ef við ekki samþykkjum þegar í stað að greiða Icesave pakkann til að verja meingallað ESB-regluverkið sem skapaði þann óhugnað. 

Þessvegna verður að kæfa umsóknarferlið í fæðingu vegna þess að fái það að hafa sinn framgang og þjóðin segir síðan nei verður bara kosið aftur og aftur undir svona þrýstingi og hótunum þangað til við segjum já.

Viðar Friðgeirsson, 3.10.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei þýðir ekki nei að mati Evrópusambandsins heldur í bezta falli kannski seinna.  Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt nei.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vinnubrögðin innan Evrópusambandsins eru á þá leið að í þau fáu skipti sem almenningur í ríkjum sambandsins eru spurðir álits á einhverjum samrunaskrefum innan þess (nokkuð sem allt er reynt til þess að komast hjá að gera) er búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Hún skal vera já. Ef fólk segir nei er kosið aftur og aftur þar til niðurstaðan er eins og ráðamenn Evrópusambandsins vilja og þá er aldrei kosið aftur.

Eins og Wall Street Journal skrifaði fyrr á þessu ári er niðurstöðum kosninga hagrætt víða í heiminum til þess að fá "rétta" útkomu en hjá Evrópusambandinu er bara kosið aftur og aftur þar til "rétt" útkoma fæst og þá er aldrei kosið aftur. Í báðum tilfellum er um að ræða fullkomna fyrirlitningu á lýðræðinu. Þetta er hliðstætt og ef kosið yrði árlega á Íslandi til Alþingis þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu og þá yrði aldrei kosið aftur.

Og nú hafa Írar fengið að kenna á þessum vinnubrögðum. Reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Leiðrétting: "Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt ."

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:53

5 identicon

ESB ku vera með hóp manna á fullum launum til að halda út útbreiðslu á fagnaðarerindinu hér á landi, og ótæmandi sjóði til að allt fari fram eftir áætlun.

ESB er afturganga Adolfs nokkurs Hitlers, sem átti sér þennan stóra og “göfuga” draum.

Hann er líka höfundur einkunnarorða sölumanna “dýrðarsamfélagsins”, sem ranglega hafa verið eignuð samstarfsmanni hans Joseph Goebbels:

“Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it.”

Einnig:

“The great masses of the people will more easily fall victims to a big lie than to a small one.”

Kallinn vissi hvað hann söng, eins og glögglega má sjá með afturgöngu hans, ESB.


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka þér Páll fyrir góða lýsingu á aðferðafræði útþenslustefnu ESB. Það er nákvæmlega svona sem verður komið fram við okkur hér á Íslandi vegna aðildarumsóknar okkar. Ef almenningur segir NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verður bara kosið aftur, og aftur, og aftur. Þangað til að nógu margir gefast upp og segja JÁ. Þess vegna voru það stór mistök hjá þeim sem vildu fremja dyraat með því að sækja um bara til að "prófa" og "sjá hvaða nammi vær í pokanum".

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2009 kl. 15:46

7 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þess vegna voru það skelfileg mistök Guðmundur, að þetta umsóknarferli fór í gang. Þjóðin átti að fá að kjósa um það á sínum tíma hvort sækja ætti um inngöngu eins og Sjallarnir vildu vegna þess að fái þetta að hafa sinn framgang verður hætta á því að það verði ekki stöðvað fyrr en við samþykkjum og opnum þar með leiðina fyrir þessa dauðvona kommúnu inn á heimskautasvæðin sem það hefur engan aðgang að nú.

Viðar Friðgeirsson, 3.10.2009 kl. 16:16

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Írar geta tekið sínar ákvarðanir sjálfir án aðstoðar íslenskra bloggara og það er gott

Finnur Bárðarson, 3.10.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband