Fjöldagjaldþrot gæti orðið þjóðargjaldþrot

Ef ríkisvaldið hefur fundið aðferð til að lagfæra ásigkomulag heimilisbókhalds þeirra sem höllustum fæti standa og gera það málefnalega og sanngjarnt þá er ástæða til að taka ofan fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.

Ef, aftur á móti, þessar boðuðu aðgerðir séu annað tveggja leiktjöld sem fáum gagnast eða óheyrilegt bruðl á almannafé gæti sértækt vandamál fimmtungs þjóðarinnar orðið að þjóðargjaldþroti.

Líklegast er að aðgerðapakkinn sé sitt lítið af hverju, smáplástrar og pínu klúður í bland við yfirborðsmennsku.  Það er í stíl sitjandi stjórnar. Vonandi rata þó plástrarnir á réttu meinin.

 

 


mbl.is Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Með því að tengja aðgerðirnar við launaumslagið hafa þær ekki aðeins letjandi áhrif til vinnu heldur stuðla þær að svartri vinnu.

Þetta hefur áhrif á skatttekjur og mun framlengja kreppuna.

Ragnhildur Kolka, 27.9.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Dettur þér strax í hug að fara að svindla á kerfinu Ragnhildur? Mér finnst eðlilegt að þetta fari með einhverjum hætti inn í leið kjarajöfnunar. En sumir vilja bara kjaramismunun með fjármagnstekjuskatti upp á 10% á meðan tekjuskattur er upp á 40%. Það má alveg sýna tilburði í leiðréttingu á þeirri gliðnun sem varð í samfélaginu í "góðæri" Sjálfstæðisflokksins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kemur ekki á óvart að þessi svikastjórn vilji miða við launavísitölu ! Hefði hún verið notuð til að verðbæta lán undanfarin 15 ár eða svo hefðu þau hækkað mun meira en þau gerðu miðað við neysluverðsvísitöluna á sama tíma.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2009 kl. 22:58

4 identicon

Ég vil bara taka hattinn ofan fyrir ríkisstjórninni, þó ég sé ekki stuðningsmaður hennar, fyrir að sýna í fyrsta sinn viðleitni í þá átt að koma heimilum landsins til hjálpar, því sannarlega eru þau hjálpar þurfi. Það var ekki almenningur sem kom þjóðinni á kaldan klaka. Það gerðu óábyrgir lakkrísbjánar með alltof mikil peningavöld - þess vegna berst þjóðin í bönkum. Ég lagði það til hér á þessu bloggi fyrir nokkrum mánuðum að færa gengið aftur til 1. janúar 2008. Átti satt að segja ekki von á að neitt yrði gert, en þó gengið sé miðað við maí 2008 er það strax í áttina og getur breytt miklu. Gleymum ekki því að þó það sé e.t.v. dýrt að fella niður / leiðrétta lán þá er það enn dýrara að missa unga fólkið úr landi og horfa á þúsundir fjölskyldna missa aleigu sína, húsnæði og sjálfsvirðingu. Ríkisstjórnin verður að senda til fólksins skilaboð sem gefur von um framtíðina og einhvern tilgang í því að berjast gegnum brimið.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband