Ríkisbankar í kennitöluflakki

Ríkisbankar virðast stunda hagsmunavörslu sem grefur undan almennu siðferði. Bankarnir stuðla að kennitöluflakki þar sem eigendum fyrirtækja er beinlínis ráðlagt að skipta um kennitölu á rekstri til að skilja eftir skuldir - nema lán sem bankinn á og færist yfir á nýja kennitölu. Ríkisbanki lætur þar með samfélagið taka á sig tapið en reddar sjálfum sér og hleður undir óskilvísa og subburekstur.

Stór mál eins og kennitöluþjónusta sem bankar veita Jóni Ásgeiri Jóhannessyni föllnum Baugsstjóra komast í fréttirnar en smærri málin síður.

Prentsmiðjueigandi skrifar hrollvekju um kennitöluflakk sem vekur áleitnar spurningar um hvort sóðaskapur útrásaráranna blómstri í ríkisvæddum bönkum. Er ekki komið nóg?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað verður um vörsluskatta (virðisaukaskatt t.d.) við þessa óheiðarlegu og siðlausu gjörninga ?

Skila þeir sér í ríkissjóð, þ.e. spurning hvort óreiðumennirnir steli þessum peningum í ferlinu (það er refsivert að skila ekki virðisaukaskatti) ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er refsivert að stela lambalæri úr Bónus en það virðist hins vegar spurning um hvort það er refsivert að arðræna heila þjóð og ræna hana ærunni.....

Bankar og fjármagnseigendur finna alltaf leiðir fram hjá lögum og rétti. Meðal annars þess vegna erum við á þeim stað sem við erum í dag.....

Ómar Bjarki Smárason, 27.9.2009 kl. 12:14

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Góður og þarfur pistill.

Hákon. Menn eru persónulega ábyrgir fyrir vörslusköttunum og verða að standa skil á þeim sjálfir þrátt fyrir gjaldþrot fyrirtækisins. Þeir skilja allt annað eftir en greiða vörsluskattana.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband