Brottrekstrarsök forstjóra Baugs

Einkahlutafélag Baugs, Hjálmur ehf., stundar fjölmiðlarekstur við hlið almenningshlutafélagsins 365 hf. þar sem Baugur á ráðandi hlut. Í skjóli hlutarins í 365 hefur Baugur flutt útgáfutitla til útgáfufélags þar sem Hjálmur efh. er aðaleigandi. Fyrir fjórum árum rak Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs bandarískan framkvæmdastjóra Bonus Stores fyrir að stunda sambærileg viðskipti.

Jim Schafer framkvæmdastjóri Bonus Stores í Bandaríkjunum var rekinn í júlí 2002 fyrir að eiga einkafyrirtæki sem var í viðskiptum við Bonus Stores. Í fréttatilkynningu dagsettri 20. júlí er Schafer sakaður um trúnaðarbrot og að misnota aðstöðu sína.

Stjórn Bonus Stores þykir í hæsta máta óeðlilegt að framkvæmdastjóri hagnist á viðskiptum við eigið fyrirtæki,

stendur svart á hvítu í fréttatikynningunni sem er undirrituð af Tryggva Jónssyni þáverandi aðstoðarforstjóra Baugs.

Nú er það spurningin hvort Jón Ásgeir Jóhanesson forstjóri Baugs verði ekki að reka stjórnarformann 365 sem óvart heitir Jón Ásgeir Jóhannesson?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Skilst að Jón Ásgeir hafi haldið rosalegan skammarlestur yfir sjálfum sér nýlega, en ákveðið að gefa sér séns, því honum líkaði við manninn.

Snorri Bergz, 29.12.2006 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband