Baugur dekkar flesta fjölmiðlapósta

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs er búinn að þræða á snöruna sína Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjuna, DV, Hér og nú og Ísafold. Í stað þess að láta skráða félagið 365 hf sjá alfarið um fjölmiðlarekstur sinn kýs Jón Ásgeir að eiga DV og Ísafold í gegnum Hjálm ehf. sem er hreint Baugsfyrirtæki. Með því að hringla með útgáfutitla á milli 365 hf. og einkahlutafélaga sinna eykur Jón Ásgeir ekki tiltrú fjárfesta á 365 hf.

Það er heldur ekki aðalmarkmið Jóns Ásgeirs að fjölmiðlareksturinn skili hagnaði. Tilgangurinn er að hafa áhrif á umræðuna og sérstaklega að gæta hagsmuna Jóns Ásgeirs og Baugs í sakamálum sem nú eru til meðferðar í réttarkerfinu. Fjölmiðlar Baugs fylgja þeirri línu að gera sem mest úr misfellum í málatilbúnaði ákæruvaldsins og á hinn bóginn að draga fjöður yfir sakargiftir á hendur Jóni Ásgeiri og félögum hans.

Dagskrárvaldið sem Jón Ásgeir býr yfir stýrir ekki aðeins fjölmiðlum sem eru í hans eigu heldur gætir áhrifanna einnig í öðrum fjölmiðlum. Blaðamenn sem vinna á öðrum fjölmiðlum vita ósköp vel að Baugsmiðlar gætu orðið næsti vinnustaður þeirra.

Þrátt fyrir að Baugsfyrirtæki auglýsi grimmt í fjölmiðlum samsteypunnar hefur reksturinn gengið brösuglega. Nýjustu afurðirnar, Ísafold og endurlífgað DV, munu tapa peningum. Almenningur kaupir ekki blöð og tímarit sem gefin eru út á jafn annarlegum forsendum og Baugsmiðlar.


mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rikid@emax.is. Algerlega sammála.

Ásgeir Þormóðsson (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 17:23

2 identicon

Ísafold er gullnáma, ekkert tímarit á Íslandi er með jafn miklar tekjur af auglýsingum og þeir. Engin tímarit hafa náð að seljast í jafn mörgum eintökum og fyrstu 2 eintök Ísafoldar náðu.  Og þar að auki þá er Ísafold nánast ekkert byrjað með áskriftarsölu. 

Höfundur er sjálfstæðismaður og er blaðamaður á EKKI-BAUGSMIÐLI

óskráður (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband