Afgangar útrásar hamla endurreisn

Fyrirbæri eins og Exista, Hagar og fleiri afgangar útrásarinnar hamla endurreisn atvinnulífsins. Starfsemi Exista og Haga er grundvölluð á útrásarlögmálum um ógagnsæi, svikum og prettum. Á meðan þessi starfsemi líðst leggja menn ekki fjármuni sína í rekstur sem er samkeppni við útrásarafgangana.

Bankarnir og lífeyrssjóðirnir eru meðvirkir í að halda á floti útrásarafgöngum með því að veita greiðslufrest og fyrirgreiðslu til ónýta hluta atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð eru skipuð mönnum sem eru á mála hjá útrásarafgöngum.

Mest er þó ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem trassar að senda skýr skilaboð um stefnu sína í endurreisn atvinnulífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér þarna Palli, þessi ríkisstjórn hefur ekkert bein í nefinu og er að verða búin að klúðra því tækifæri sem við höfðum til að reisa nýtt Ísland úr öskustónni, það er alltaf verið að bjarga illa reknum fyrirtækjum á kostnað hinna vel reknu, t.d. Sjóvá afhverju var þetta ekki bara látið fara og markaðlögmálunum leyft að ráða, eins dauði er annars brauð.

Sama með bankannna, það er alltaf verið að tala um gömlu og nýju bankanna... samt er sama gamla rotnandi ruslið í tunnunum hjá þeim og ekki hreinsað til eins og þurfti.

Þetta vinstra lið sem í ríkisstjórn núna á svo eftri að drepa okkur með þessari andsk forræðishyggju sem öllu ræður hjá þeim 

Reynir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband