Kosningarnar: Útlendingar, virkjanir og misskipting auđs

Kosningarnar í vor verđa snúnari gömlu flokkunum en oft áđur vegna ţess ađ líklegustu deilumálin eru sumpart ný og afstađa til gamalla deilumála er ađ breytast innan flokka. Yngri flokkar og ef til vill ný frambođ gćtu gert sig gildandi.

Frjálslyndi flokkurinn prófađi útlendingaútspiliđ í haust og tvöfaldađi fylgiđ í skođanakönnunum. Ţegar forystuvandi flokksins er útkljáđur mun Frjálslyndi flokkurinn sćkja fylgi til kjósenda sem láta ţađ fara í taugarnar á sér ađ hitta fyrir afgreiđslufólk í verslunum sem er ótalandi á íslensku.

Ađrir flokkar verđa knúnir til ađ hafa afstöđu til málsins og ţeir munu byrja á ţví ađ slá úr og í. Innflytjendamál er nýtt umrćđuefni og flokkarnir hafa ekki fótađ sig ţar. Jafnvel Vinstri grćnir munu eiga erfitt uppdráttar. Í baklandi ţeirra er fólk sem gerir ekki stórt međ muninn á útlendingnum sem er hermađur á Miđnesheiđi og hinum sem afgreiđir skyndibita í Kringlunni.

Virkjanir og stóriđjuframkvćmdir verđa ađ líkindum ofarlega á dagskrá í vor. Virkjunarsinnar eru hvarvetna í vörn og ríkisstjórnin mun leggja sig fram um ađ hafa engin áform uppi um frekari virkjanir. Hvort ţađ sé nóg til ađ kćla umrćđuna er óvíst. Vinstri grćnir munu reka flóttann og Samfylkingin ekki vita í hvorn fótinn hún á ađ stíga.

Fylgifiskur aukinnar velmegunar síđustu ára er vaxandi misskipting auđs. Samfylkingin hefur reynt ađ setja málefniđ á flot en skortir trúverđugleika. Flokkur sem hefur sömu afstöđu og Samtök atvinnulífsins, og ver hagsmuni einkarekinna sjónvarpsstöđva fram í rauđan dauđann, er ekki líklegur til ađ skapa sér tiltrú jafnađarmanna. Vinstri grćnir eiga sóknarfćri hér og sömuleiđis Frjálslyndir. Ţá eru innan Sjálfstćđisflokksins uppi sjónarmiđ um óheppilegar afleiđingar óhóflegs ríkidćmis fárra. En biđ verđur á ţví ađ flokkurinn geri út óánćgju almennings međ ójöfn lífskjör. Máliđ er flokknum of skylt.

Hvađ međ Framsóknarflokkinn? Fyrir síđustu kosningar fannst eitt mál, stóraukin húsnćđislán, sem barg flokknum frá glötun. Leitin ađ kosningamáli Framsóknarflokksins fyrir voriđ stendur yfir: Ţegar stórt er spurt...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband