Auðmenn safna liði

Bakkavararbræður, Bjarni Ármannsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa í vikunni opinberað hugarfar auðmannanna sem keyrðu efnahagskerfi landsins fram af bjargbrúninni. Þeir bera ekki ábyrgð, þeir eiga ekki að þurfa að borga skuldir sínar og gagnrýni á þá ætti helst að banna þar sem hún er ósanngjörn og ómálefnaleg.

Auðmennirnir safna liði og ætla að keyra sinn skilning á rás atburðanna ofan í kok þjóðarinnar. Málssókn á hendur blaðamönnum sem skrifa gagnrýnið er órækur vitnisburður um fyrirætlun peningamannanna. Málpípur þeirra munu brátt koma fram í fjölmiðlum og í opinberri umræðu og bera blak af útrásinni. Í stjórnmálum vita auðmenn hverjir hlusta og á hvaða bæjum liðsinnis er von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta ætti ekki að reynast þeim mikið mál. Þeirra helsti bandamaður á pólitíska sviðinu, samfylking er nú komin í ríksstjórn og hefur töglin og haldirnar. Engin Björn Bjarnason að þvælast fyrir. Forsetinn er þarna enn og allir vita hverra erinda hann gengur. Síðan er bara spurning hvernig tekst til með RUV. mér sýnist það vera til sölu. Palli Magg. er tilbúinn að spila með þeim sem eru í stjórn í það og það skiptið. Þetta ætti að vera létt verk og löðurmannlegt fyrir Bjarna Ármanns. og co.

joi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:18

2 identicon

Eitt og sama almannatengslafyrirtækið virðist sjá um alla þessa auðróna í þessu áhlaupi, og yfir þjóðina  fer að rigna drottningarviðtöl eins og Jóns Ásgeirs í dag.

Það er þetta með að endurtaka lygina nógu oft að hún verður sannleikurinn.

Engir kunna það betur en þessir menn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: ThoR-E

Það virðist ekki vera nóg að eiga flesta ef ekki alla fjölmiðla á landinu og geta stýrt umfjöllun um sjálfa sig. Nú vilja þeir líka þagga niður í bloggurum (nafnlausum?) sem segja sína skoðun á þessum trúðum.

Veruleikafirringin er algjör.

Maður mundi vorkenna fólki með svona hugsunarhátt, en það er erfitt að vorkenna mönnum sem hafa lagt heilt land á hliðina og skilið eftir sig brunarústir og labbað burtu (flogið í einkaþotum) með milljarða í skattaskjól.

Þessir menn eru ærulausir.

ThoR-E, 10.9.2009 kl. 18:59

4 identicon

Viltu vera svo elskulegur að kalla þennan þjóðflokk ekki "auðmenn".

Þetta voru og eru plebbar. Auðrónar og plebbar.

Með kveðju;

EMOL

Erna Margrét (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: ThoR-E

biðst afsökunar. ;)

ómenni er betra orð. landníðingar.

ThoR-E, 10.9.2009 kl. 20:10

6 Smámynd: ThoR-E

neihhh,, þessu var ekki beint til mín.

duh.

ThoR-E, 10.9.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband