Standard & Poor skýrslan er gleðifregn fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Opinberlega varð Geir Haarde forsætisráðherra að lýsa yfir vonbrigðum með lækkun lánshæfismats Standards og Poor á ríkissjóði. En formaður Sjálfstæðisflokksins gat ekki fengið betri jólagjöf en skýrsluna frá Standard og Poor, nema kannski nýja Borgarnesræðu frá formanni Samfylkingarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda efnahagslegum óverðursskýjum við sjóndeildarhring kosninganna í vor. Kjósendur eru ekki líklegir til að taka þá áhættu að kjósa yfir sig Samfylkinguna ef blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Varnaðarorð Guðmundar Ólafssonar hagfræðings fyrir síðustu kosningar um að allir vitlausustu hagspekingarnir sætu saman í einum flokki urðu að áhrínisorðum þegar þingflokkur Samylkingarinnar hrópaði í kór: Ekki ég.

Almenningur treystir Samfylkingunni ekki fyrir fjármálum. Eina leiðin fyrir Samfylkinguna til að fá fólk til að kjósa sig er að telja því trú um að það hafi efni á Samfylkingunni, öllu sé óhætt; við verðum áfram moldrík þjóð þótt Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra eða Össur Skarphéðinsson fjármálaráðherra.


mbl.is Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs lækkaðar hjá Standard & Poor's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Páli. 

Ég ætla annars að leyfa mér að taka þessu svari Steingríms sem gríni. Fyrst hann getur haldið því fram að efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins valdi efnahagslægðum hlýtur hann líka að geta tekið náttúrulögmálin úr gildi. Það er semsagt allt saman einn misskilningur að á Íslandi hafi á undanförnum tveimur áratugum átt sér stað einhverjar mestu framfarir sem um getur í efnahagsmálum vestrænna landa.

Fyrir áhugasama (Guðmundur Óskar sérstaklega, þér þætti þetta Hilario) renndi ég við á bloggi Steingríms og það er hin besta skemmtun, hann virðist í það minnsta vera að reyna að taka náttúrulögmálin úr gildi þó það gangi ekkert sérstaklega vel.

Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 16:04

2 identicon

Þetta er hávísindalegt hjá þér, Steini, þú sannfærðir mig a.m.k. um að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir efnahagsmálum þjóðarinnar.

Grímur (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband