Fimmtudagur, 28. desember 2006
Kosningarnar: Útlendingar, virkjanir og misskipting auðs
Kosningarnar í vor verða snúnari gömlu flokkunum en oft áður vegna þess að líklegustu deilumálin eru sumpart ný og afstaða til gamalla deilumála er að breytast innan flokka. Yngri flokkar og ef til vill ný framboð gætu gert sig gildandi.
Frjálslyndi flokkurinn prófaði útlendingaútspilið í haust og tvöfaldaði fylgið í skoðanakönnunum. Þegar forystuvandi flokksins er útkljáður mun Frjálslyndi flokkurinn sækja fylgi til kjósenda sem láta það fara í taugarnar á sér að hitta fyrir afgreiðslufólk í verslunum sem er ótalandi á íslensku.
Aðrir flokkar verða knúnir til að hafa afstöðu til málsins og þeir munu byrja á því að slá úr og í. Innflytjendamál er nýtt umræðuefni og flokkarnir hafa ekki fótað sig þar. Jafnvel Vinstri grænir munu eiga erfitt uppdráttar. Í baklandi þeirra er fólk sem gerir ekki stórt með muninn á útlendingnum sem er hermaður á Miðnesheiði og hinum sem afgreiðir skyndibita í Kringlunni.
Virkjanir og stóriðjuframkvæmdir verða að líkindum ofarlega á dagskrá í vor. Virkjunarsinnar eru hvarvetna í vörn og ríkisstjórnin mun leggja sig fram um að hafa engin áform uppi um frekari virkjanir. Hvort það sé nóg til að kæla umræðuna er óvíst. Vinstri grænir munu reka flóttann og Samfylkingin ekki vita í hvorn fótinn hún á að stíga.
Fylgifiskur aukinnar velmegunar síðustu ára er vaxandi misskipting auðs. Samfylkingin hefur reynt að setja málefnið á flot en skortir trúverðugleika. Flokkur sem hefur sömu afstöðu og Samtök atvinnulífsins, og ver hagsmuni einkarekinna sjónvarpsstöðva fram í rauðan dauðann, er ekki líklegur til að skapa sér tiltrú jafnaðarmanna. Vinstri grænir eiga sóknarfæri hér og sömuleiðis Frjálslyndir. Þá eru innan Sjálfstæðisflokksins uppi sjónarmið um óheppilegar afleiðingar óhóflegs ríkidæmis fárra. En bið verður á því að flokkurinn geri út óánægju almennings með ójöfn lífskjör. Málið er flokknum of skylt.
Hvað með Framsóknarflokkinn? Fyrir síðustu kosningar fannst eitt mál, stóraukin húsnæðislán, sem barg flokknum frá glötun. Leitin að kosningamáli Framsóknarflokksins fyrir vorið stendur yfir: Þegar stórt er spurt...
Frjálslyndi flokkurinn prófaði útlendingaútspilið í haust og tvöfaldaði fylgið í skoðanakönnunum. Þegar forystuvandi flokksins er útkljáður mun Frjálslyndi flokkurinn sækja fylgi til kjósenda sem láta það fara í taugarnar á sér að hitta fyrir afgreiðslufólk í verslunum sem er ótalandi á íslensku.
Aðrir flokkar verða knúnir til að hafa afstöðu til málsins og þeir munu byrja á því að slá úr og í. Innflytjendamál er nýtt umræðuefni og flokkarnir hafa ekki fótað sig þar. Jafnvel Vinstri grænir munu eiga erfitt uppdráttar. Í baklandi þeirra er fólk sem gerir ekki stórt með muninn á útlendingnum sem er hermaður á Miðnesheiði og hinum sem afgreiðir skyndibita í Kringlunni.
Virkjanir og stóriðjuframkvæmdir verða að líkindum ofarlega á dagskrá í vor. Virkjunarsinnar eru hvarvetna í vörn og ríkisstjórnin mun leggja sig fram um að hafa engin áform uppi um frekari virkjanir. Hvort það sé nóg til að kæla umræðuna er óvíst. Vinstri grænir munu reka flóttann og Samfylkingin ekki vita í hvorn fótinn hún á að stíga.
Fylgifiskur aukinnar velmegunar síðustu ára er vaxandi misskipting auðs. Samfylkingin hefur reynt að setja málefnið á flot en skortir trúverðugleika. Flokkur sem hefur sömu afstöðu og Samtök atvinnulífsins, og ver hagsmuni einkarekinna sjónvarpsstöðva fram í rauðan dauðann, er ekki líklegur til að skapa sér tiltrú jafnaðarmanna. Vinstri grænir eiga sóknarfæri hér og sömuleiðis Frjálslyndir. Þá eru innan Sjálfstæðisflokksins uppi sjónarmið um óheppilegar afleiðingar óhóflegs ríkidæmis fárra. En bið verður á því að flokkurinn geri út óánægju almennings með ójöfn lífskjör. Málið er flokknum of skylt.
Hvað með Framsóknarflokkinn? Fyrir síðustu kosningar fannst eitt mál, stóraukin húsnæðislán, sem barg flokknum frá glötun. Leitin að kosningamáli Framsóknarflokksins fyrir vorið stendur yfir: Þegar stórt er spurt...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.