Móðir, eiginkona og auðmaður

Móðir Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra Kaupþings stundaði ábatasöm viðskipti við bankann sem sonurinn stýrði. Eiginkona Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra Spron seldi hlutabréf í bankanum kortéri áður en þau hrundu í verði.

Hvort sem auðmennirnir voru í hlutverki sona eða eiginmanna lögðu þeir sig fram að auðga aðra en sjálfa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, og njóta sjálfsagt einskis góðs af gjörðum sínum, eða þannig.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 19:41

2 identicon

Þegar einhver sjónvarpsstöðin sýndi þátt um peningaflótta, runnu yfir skjáinn nöfn á reikningum íslendinga á Tortóla og fleiri nálægum eyjum.  Þar kom fram reikningur sem hét Áslaug?! alveg eins og eiginkona Guðmundar sem seldi bréf sín korter í markaðsetningu bankans.  Tilviljun?  Kannski en það skal engin ljúga því að manni að Guðmundur Hauksson hafi ekki vitað nákvæmlega hvers virði bréfin yrðu - nefnilega - einskis.  Núll - nix- nada.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:00

3 identicon

Komst ekki einhver dómari að því að Guðmundur og eiginkonan þekkist ekkert ?

Er eitthvað í lögum sem skilgreinir hjónaband  ?

Eru það bara tveir einstaklingar sem eiga ekkert sameiginlegt ?

JR (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:26

4 identicon

Já maður á að vera góður við mömmu sína!

En í alvöru talað, þegar ég var að vinna hjá Búno var maður ánægður með þær gjafir sem maður fékk á jólunum. Flísjakka eða teppi og annað í þeim dúr, en nokkrum árum seinna fékk maður aðeins fyrir brjóstið þegar maður sá hvað þeir sem voru á hærri tignum voru að fá í gjafir... sumt hefði maður ekki getað keypt fyrir mánaðarlaunin. En þannig var þetta bara...

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Hún var að mig minnir lengi formaður Barnaspítala Hringsins og stóð sig vel þar.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 8.9.2009 kl. 23:18

6 identicon

Páll, af hverju skrifar þú ekki um meriklegustu tíðindin sem eru að gerast hér á landi í dag ?  Rekið hefur á fjörur landsins Nóbelverðlaunahafa að nafni Joseph Stiglitz. Bæði fréttastofa RUV og MBL halda ekki vatni yfir boðskapi hans. Rætt er um að ráða hann sem sérstakann ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. En hver er þessi maður ? Samkv. skoðunum hans er hann til vinstri við VG og er þá mikið sagt. Þeir ættu strax að gera hann að heiðursfélaga. Vill ríkisbanka. Fimm bankastjóra, einn frá hverjum flokki "til að sjá um sitt fólk" Allt er auðvitað flott sem útlendingar segja um landið en ég veit að þú, Páll, mannst þegar við við stóðum frá kl 08:30 í helli rigningu og biðum þess að bankinn opnaði kl 09:15 til þess að hópurinn gæti flýtt sér að skrifa nöfnin sín í bók til að komast í viðtal við SINN bankastjóra í RÍKISBANKANUM. Svo samþykkti Alþingi lög til þess að borga RÍKISBANKANUM tapið af útlánunum, reikningurinn var svo sendur beint til skattborgarana.

Viljum við þessa tíma aftur, ég segi nei !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:27

7 identicon

Ég sá forsíðu DV í dag.  Er endalaust hægt að lemja almenning í andlitið? Er endalaust hægt að segja, að ekki sé hægt að leiðrétta neitt hjá okkur, venjulega fólkinu?Hvenær endar þetta eiginlega?  H.B.

Hjörtur Björnsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 10:32

8 identicon

Er það ekki við móður-kné sem börnin læra heiðarleika og siðferði ?

Eru það ekki eiginkonurnar sem í lang-flestum tilvikum stjórna öllu sem gert er, innan heimilis sem utan?

Hafa þeir sem eru að "ransaka" fjármála spillinguna og "glæpaverkin" sem henni tengjast ekki verið að skoða vitlausa (ranga) aðila? þarf ekki að fara að skoða hvar eiginkonur, mæður,systur og frænkur þessara manna eru með sína reikninga, bæði sýnilega og leyni?

Örn, þú virðist ekki hafa losnað út úr gömlu íhaldssálarkreppunni sem kölluð var "kommagrýla" í gamla daga. Flestir náðu áttum og losnuðu við þennan gamla draug úr skápnum sínum, en einn og einn er enn að burðast með þetta á sálinni.

Það er nú orðið afar ljóst að þessum "einka" reknu fjármála fyrirtækjum er ekki treystandi fyrir fimmeyringsvirði, vegna óstjórnlegrar græðgi og algjörs skorts á siðferði og heiðarleika.

Það þarf hvort sem mönnum líkar betur eða ver, að hafa mjög ákveðin opinber tök á þessum málum og "snillingarnir" meiga aldrei aftur fá að leika lausum hala.

sigurður (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband