Grátklökkar fjölskyldur og ríkisstjórn í felum

Vandi heimilanna átti að  vera forgangsmál ríkisstjórnarinnar. En vegna þess að stjórnin þvældi sér út í önnur mál og óskyld, ESB-umsókn, og klúðraði öðrum, Icesave, er örendið þrotið og ráðherrar farnir í felur. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dreit á sig á fyrsta degi, þegar hún samdi um svik Vg við kjósendur sína til að þjóna grillupólitík Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Ríkisstjórn stofnuð í kringum rugl verður alltaf í tómu tjóni.

Tveir höfundar, Marinó G. Njálsson, og Ólafur Arnarson taka stjórnina á kné sér í dag og spyrja um efndir. Ríkisstjórnin mun engu svara enda hefur hún ekkert að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Páll, það er bágborin skjaldborgin sem þessi ríkisstjórn hefur slegið um heimilin í landinu. Það var loforðið, en þegar að valdakötlunum var komið eru áherslurnar á ESB og að klúðra Icesave. Þegar kemur að því að leiðrétta lánamál heimilanna og fyrirtækjanna, gerist ekkert. Nú stendur til að selja bankana til útlendinga og  þá er tækifæri til leiðréttinga farið. Um þetta bloggaði ég í morgun sjá.

http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/943240/

Sigurður Þorsteinsson, 5.9.2009 kl. 15:15

2 identicon

Það er nýbúið að afgreiða þetta Icesave og allur tími ráðamanna fór í það. Sá pakki að leysa skuldamál heimilanna hlýtur svo að koma í kjölfarið. En það verður ekki hægt að hjálpa öllum það er á hreinu. Þeir sem eru hvað mest skuldsettir verða líklega gjaldþrota.Þannig hefur það alltaf verið og er ekkert nýtt.

Hvernig væri að vera svolítið jákvæður? Þessi skammaryrði hjálpa engum.....

Ína (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband