Hrunið, húsnæðislán og Land Crusierinn

Hrunið leiddi til gengislækkunar krónu og verðbólguskots. Gengislækkun krónu hækkaði myntkörfulán og aukin verðbólga til hækkunar vístölulána. Gróf áætlun, byggð á tölum Seðlabankans, segir að um fimmtungur heimila sé í vandræðum vegna hækkunar lána.

Við eigum öll að leggjast á árarnar með þeim sem lentu illilega í afleiðingum hrunsins og tala fyrir því komið sé til móts við þá með sanngjörnum hætti.

Á hinn bóginn er engin ástæða til að hjálpa fólki sem bersýnilega kann ekki fótum sínum forráð. Þetta fólk byggði 450 fermetra hús á 90 prósent lánum og keypti Land Crusier fyrir 9 milljónir króna á myntkröfuláni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einhvern veginn finnst mér að það megi bara ekki nefna þetta bruðl á nafn. Það geta nú ekki allir verið fórnarlömb.

Finnur Bárðarson, 28.8.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Bíddu nú við. Það er ekkert að því að fólk taki lán til kaupa á heimili og bíl. Efnahagskerfið gerir ráð fyrir því og ef einhver ákvað að kaupa bíl í staðinn fyrir t.d. brennivín eða sumarhús og tók lán m.v. tilteknar forsendur t.d. að lánveitandinn væri ekki að ráðast á gengið eða afkomugrundvöll lántaka. Þá gat hann vel ráðið við að eiga 450 m2 hús. Við eigum að leiðrétta gengislán og miða

við gengið í janúar 2008 eða bara eins og Hagsmunasamtök heimilanna stinga upp á. Það er alltaf verið að svindla á fólki með lánin. Það er líka verið að svindla á bruðlurunum.Fyrir utan að það er matsatriði. 

Einar Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver þarf 450 fermetra hús ? 16 manna fjölskylda kanski.

Finnur Bárðarson, 28.8.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er þá bara önnur umræða.Snýst ekki per se um  að skila eigi þýfinu.

Einar Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 19:26

5 identicon

Það er nauðsynlegt að leiðrétta það sem hefur breyst síðan náttúruhamfarirnar af mannvöldum áttu sér stað. Fólk tók lán, íslensk sem erlend, og forsendurnar breyttust við hrunið. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um hrunið og kalla það óábyrgt. Fólkið er í hlutverki fórnarlambsins. Flatur niðurskurður er sanngjarn en við hvað á að miða, 20-30-40% eða bara fall krónunnar? Eðlilegast er að færa gengi krónunnar aftur til þess sem það var t.d. 1. janúar 2008. Það er ótrúlegt að fylgjast með félagsmálaráðherra í þessu máli. Hann virðist ekki vera á sömu plánetu og við fólkið í landinu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband