Þvers og kruss samstaða gegn Icesave

Íslensk pólitík er í upplausn og verður í nokkurn tíma að ná áttum eftir hrun. Stöku mál er hægt að taka út fyrir sviga og ná samstöðu um. Icesave-samningurinn er slíkt mál. Afleiðingar samningsins eru fyrirsjáanlega svo víðtækar og erfiðar framtíðarhorfum þjóðarinnar að hvort sem við tilheyrum stjórnarflokkunum, stjórnarandstöðunni eða engum flokkum, hvort sem við erum aðildarsinnar eða fullveldissinnar þá getum við sameinast um að Icesave-samningarnir mega ekki fara óbreyttir í gegnum þingið.

Við hittumst klukkan fimm í dag á Austurvelli.


mbl.is Fundur í fjárlaganefnd klukkan 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Engin spurnin, allir á Austurvöll í dag.  " Oft var þörf, en nú er nauðsyn " 

Sigurður Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Páll Blöndal

já rétt hjá þér SISI að styðja ríkisstjórnina

Páll Blöndal, 13.8.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. seðlabankanum var staða þjóðarbúsins neikvæð um 4600 milljarða í lok 1. ársfjórðungs (þessir sniglar fjármálamafíunnar hafa ekki birt nýrri tölur). Þannig að Icesave er bara brot af risagjaldþroti þjóðarbús og lítið annað en smjörklípa. Samt er mikilvægt fyrir fjármálamafíuna og pólitískar eignir hennar að ljúga það í gegn vegna fordæmisgildis hinna 90 prósentanna af skuldastöðu þjóðarbúsins.

Baldur Fjölnisson, 13.8.2009 kl. 20:16

4 identicon

Talning á Austurvelli í dag: Morgunblaðið segir 3000, RUV hátt í 2000. Er áróðursstríð í gangi? Í vetur þegar lætin voru hvað mest notaði RUV yfirleitt hærri töluna hverju sinni. Er samhengi þarna á milli hjá okkar virtu ríkisstarfsmönnum?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 21:41

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það voru þúsundir þarna og leppadót og gúmmístimpadrasl fjórskipta einflokksins í alþingishúsinu þarf að huga að því.

Baldur Fjölnisson, 13.8.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband