Icesave er spurning um reisn eða uppgjöf

Icesave-samningurinn er tveggja þátta. Annars vegar er hann afleiðing af óheftri fjármálastarfsemi óreiðufólks og hins vegar milliríkjasamningur þar sem í húfi er það litla sem eftir er af orðspori landsins.  Óheft fjárplógsstarfsemi íslensku bankanna í útlöndum var í skjóli regluverks Evrópusambandsins. Samningurinn leggur alla ábyrgðina á herðar Íslendinga og er aukinheldur þannig úr garði gerður að við stöndum undir hærri fjárhæðum en lög standa til, sbr. gagnrýni Ragnars Hall.

Efnahagslegu, lagalegu og siðferðislegu álitamálin í Icesave-samningunum eru slík að óráð er að samþykkja hann. Umræðan er nær öll á þann veg að forsenda fyrir endurreisn þjóðarinnar er að við höfnum samningnum með þeim orðum að semja verði upp á nýtt þar sem sanngirni kæmi í stað yfirgangs.

Þjóðin er tilbúin að berjast fyrir réttlætinu í Icesave. Ríkisstjórnin er á hinn bóginn búinn að gefast upp. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

NEI !

Svona einfalt þarf svarið frá Alþingi að vera. Við samþykkjum ekki ábyrgð á þessu láni.

Komi bretar og hollendingar með betra boð, boð sem tekur tillit til þess sem "memo'ið" góða frá því í okt/nóv listaði upp : "að tekið verði tillit til efnahagslegra aðstæðna á Íslandi"...þá og aðeins þá endurskoðum við vilja okkar til að setjast niður.

Okkur ber einfaldlega ekki að borga neitt....ég gæti þó séð á eftir 20-60 milljörðum í bætur fyrir slakt eftirlit á Íslandi, en það yrði eingöngu sakir höfðingsskaps sem það ætti að gerast.

Einkabankar stunda vðskipti eins og einkafyrirtæki, algerlega án regnhlífar ríkisvaldsins. Það að ríkið hafi séð til þess að stofnaður væri hér sjóður eins og tryggingarsjóðu innistæða sýnir bara hversu vel ríkið sinnti skyldum sínum sem land innan EES svæðisins.

Látum þá loka á okkur ef þeir þora.

Haraldur Baldursson, 3.8.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Alþingin mun samþykkja þennan samning enda er hann okkar eina leið til að halda sambandi við alþjóðasamfélagið og hafa það á okkar bandi og vinna með okkur í endurreisninni. 

Auðvita vita Hollendingar og Bretar upp á sig skömmina en pólitískt séð er betra fyrir okkur að notfæra okkur þá stöðu en að setja allt í bál og brand og fá alla á móti okkur.  Við erum í engri stöðu til að byrja eitthvað kjánalegt þjóðernis "stríð" við okkar nágranna.  

Bankar og lyfjafyrirtæki starfa ekki eins og önnur einkafyrirtæki þau starfa með leyfi og undir eftirliti ríkisstofnanna.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála Haraldi. Okkur ber ekki að borga eina krónu.

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mun vera sá lögspekingur á Íslandi sem þekkir reglur og lög Evrópusambandssins/EES hvað best. Hann ásamt öðrum góðum lögmanni, Lárusi Blöndal hrl., hefur skrifað einar 5 greinar þar sem þeir rekja það hverjar skuldbindingar eru í lögum og reglum um bankastarfsemi á þessu svæði og bankarnir störfuðu eftir undir árvökulu arnarauga Samspillingarráðherra bankamála honum Björgvini G.

Þeir hafa lagt fram skír rök fyrir því að engin skuldbinding er á íslenska skattgreiðendur umfram það sem er til í innistæðutryggingasjóðnum. Það gildir jafnvel þó að í ljós kæmi að bankarnir hefðu vanrækt að greiða sinn hlut í sjóðinn.

Sömuleiðis komast þeir með lagarökum sínum að því að þó svo að hér hafi verið ákveðið að við greiddum úr sjóðum skattgreiðenda til að bæta íslenskum innistæðueigendum upp í topp innistæður sínar, gerir okkur ekki heldur skuldbundna við þá bresku eða hollensku.Þessi rök þeirra hefur enginn hrakið með neinum lögskýringum.

Það eina sem hefur heyrst gegn þeim eru upphrópanir slagorðasmiða.Þetta segir okkur að við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín.

Þeir sem telja sig eiga kröfu á íslenska skattgreiðendur sækja auðvitað þá kröfu sína í gegn um dómstóla. Það er lögvarinn réttur þeirra eins og kemur fram í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson dómari skrifaði á dögunum í Morgunblaðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Andri Geir : heldur þú í fullri alvöru að okkur muni reynast auðvelt að „halda sambandi við alþjóðasamfélagið og hafa það á okkar bandi og vinna með okkur í endurreisninni.“ þegar við erum, búin að hneppa okkur og afkomendur okkar í slíka skuldafjötra og Icesave samningur hins glaseyga cocktailpinna setur okkur í ?

Ég held að við eigum að halda andlitinu með reisn eins og Páll segir hér og láta ekki kúga okkur í slíkan samning. Taka skellinn eins og menn. Vilji „siðmenntaðar þjóðir“ eftir sem áður kenna íslenskri þjóð í heild sinni um afglöp EES/ESB regluverks auk eftirlitsstofnunum þeirra á hryðjuverkum 20-30 glæpamanna í útrásarhug þá „so be it“.

Við munum örugglega ekki hafa það verra í einhverju boycotti ESB en að sligast undir skuldbindingum sem við ráðum ekki við og eru ekki á okkar ábyrgð. Ekki gleyma því að heimurinn er stærri er ESB. Besta verð á grálúðu fáum við hvort sem er í Taiwan svo að dæmi sé tekið af handahófi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2009 kl. 20:45

5 identicon

Segir það ekki töluvert, þegar loksins heyrist eitthvað frá okkar hlið IceSave deilunnar í Bretlandi, að þá setja þeir bresku þöggunarskrímsladeildina í málið og ritskoða efnið svo það hugnist þeim betur?

Það fékk Eva Joly að reyna þegar greinin hennar birtist fáfróðum engilsaxneskum um helgina í þarlendu stórblaði. Alvarlegustu ásökunum var hent út og inntaki og efni þar með skrumskælt. Aðrar birtingar á greininni í erlendum fjölmiðlum öðrum en enskum hafa farið heiðarlega fram.

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/924528/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 20:45

6 identicon

Greinin í Daily Telegraph og viðbrögð lesenda við henni.

http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/5961143/How-could-a-handful-of-men-in-Reykjavik-supervise-a-powerful-City-bank.html

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 20:58

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það fyrsta sem ég myndi gera ef ég væri Fitch Ratings ef Icesave verður samþykkt er að downgrade the sovereign state of Iceland til JUNCK status. Það er 100% rökrétt aðgerð því ríkið mun ekki geta tekið á sig neitt meira næstu 50 árin. Vantraustið mun því bara aukast og það mjög lengi.

.

Sumir halda greinilega að þeir muni njóta meira og betra lánstrausts ef þeir koma skríðandi í bankann með allar skuldir allra nágranna sinna á herðum sjálfs síns til að biðja um meiri lán. Sumir virðast einnig gleyma því að til þess að fyrirtæki geti fengið lán þá þurfa þau að vera lánshæf, vel rekin og með gott surviability concept. Það eru þau mjög mörg alls ekki eftir að brunaútsölubúðir peninga á Íslandi, Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir tróðu bæði eyru þeirra full af lánsfé sem þau geta ekki greitt til baka núna af því að bankarnir sem lánuðum þeim áttu aldrei að lána þeim til að byrja með og eru nú farnir á hausinn og það er komin djúp kreppa sem fær þessi fyrirtæki til að falla eins og hraðvaxtafura í smástormi.

.

Þetta hjal um "alþjóðasamfélagið" á ekki við nein rök að styðjast. Allir sem eru lánshæfir og hafa góðar lífslíkur fá alltaf lán, no matter what and where. Hinir sem eru ekki lánshæfir eiga einmitt að drepast.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2009 kl. 21:09

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ennfremur:

EF Icesave veður samþykkt þá má með sanni segja að hinir pólitísku útrásarvíkingar Íslands hafi tekið þráðinn upp að nýju eftir að hinir aularnir skitu í buxur mömmu sinnar.

En varið ykkur hér kæru Íslendingar: pólitískir útrásarvíkingar hafa nefnilega ótakmarkaðan aðgang að þínum eigin peningum og þeir eru oft ennþá verri í reikningi en hinir hefðbundnu útrásarvíkingar Íslands. Pólitískir útrásarvíkingar hafa enga samvisku og oft verri en engan móral eins og við höfum séð undanfarnar vikur. Þeir eru með sanni þjóðhættulegir ÖLLUM Íslendingum. Stórhættulegir menn með líf og limi þína í sínu valdi.

Það eina sem þið getið gert til að verjast pólitískum útrásarvíkingum er að flytja burt af okkar ástsæla Íslandi með allar eigur ykkar. Enda mun fólk gera það ef Icesave verður samþykkt. Massíft!

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Jón Sveinsson

Að samþykkja þetta plagg sem er ekki samningur er heimska, því Svavar og kó sömdu ekki neitt þeir skrifuðu undir það sem bresk og hollensk stjórnvöld sögðu þeim að gjöra,þegar menn semja þurfa þeir að hafa smá vitglóru í kollinum en ekki láta vaða svona yfir land og þjóð.

það er skiljanlegt að Jóhanna og Steingrímur vilja þetta plagg því þau hvorki skilja eða vita hvað heilbrigð skinsemi er,og einnig þeir sem vilja skrifa undir þetta falska plagg, með því að senda nýa nefnd og semja fyrir okkur þá sínum við að okkur er treystandi.

Jón Sveinsson, 3.8.2009 kl. 21:48

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gunnar,

Þegar erlendar fjármálastofnanir eru að meta hvort eigi að lána fyrirtæki í öðru landi en þeirra heimalandi er bætt við þætti sem nefnist "political risk"  

Gott dæmi um þetta er Argentína.  Það eru mörg ábatasöm fyrirtæki þar sem undir eðlilegum kringumstæðum ættu að fá erlend lán en flestar lánastofnanir koma ekki nálægt Argentínu.  Hin pólitíska áhætta er of mikil, eignarupptaka, gjaldeyrishöft, ótryggt skattaumhverfi osfrv.

Á meðan AGS kemur ekki með sín lán eru engar lánastofnanir sem munu koma með lán til íslenskra fyrirtækja þ.a.m. Landsvirkjunar.  

Að taka skellinn eins og þú segir er að láta öll erlend lán gjaldfalla.  Það sem tæki við þá er að AGS með ESB og Norðurlöndunum settu skilanefnd yfir Ísland.  Allar okkar gjaldeyristekjur yrðu að fara í gegnum þessa skilanefnd, stjórn AGS myndi sjá svo um.  Hvaða lönd heldur þú að hlustuðu frekar á Ísland en ASG undir slíkum kringumstæðum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 21:54

11 identicon

Er ekki ærin ástæða að rifja upp skrif Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrum viðskipta og bankamálaráðherra Samfylkingarinnar á heimasíðu sinni nokkrum vikum fyrir hrun.

 Hann er jú einn margra í vitlausa liðinu sem þykjast vera þess umkomnir að getað haft vit fyrir yfir 80% þjóðarinnar.


Heimasíðunni hefur nú verið lokað.

5. ágúst 2008

Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.
Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.
Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.
Í árslok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.
Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredirik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leiti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra.
Samskonar gagnrýni skýtur upp kollinum á nú í kjölfar þeirrar lausafjárkreppu sem kennd er við undirmálslán. Hún er þó ekki einskorðuð við íslenska banka, þar sem vandinn er alþjóðlegur.
Athygli vekur þó að háværasta gagnrýnin kemur frá samkeppnisaðilum bankanna á erlendum vettvangi. Löngum hafa sérfræðingar Danske bank haft horni síðu íslensku bankanna en fyrir skemmstu bættust Finnskir bankamenn í “grátkórinn”.
Aðstoðarmenn Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði. Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslensku bönkunum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að mynda ástæðu til að ætla að staðan tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.
Gagnrýnin hlýtur því að skoðast í því samhengi að a.m.k. tveir íslenskir bankar, Glitnir og Kaupþing, hafa hafi sókn inn á markað fyrir sparifé í Finnlandi, með svipuðum hætti og Landsbankinn hefur áður gert í Bretlandi. Þessi markaðssókn kemur sér vitanlega illa fyrir Nordea sem til þessa hefur ekki treyst sér til að bjóða jafn góð kjör og íslensku bankarnir bjóða.
Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum, sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum. Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslensku bankakerfið sé mjög stöndugt.
Í ofanálag eru innlán Finna í íslenskum bönkum tryggð með innistæðutryggingum. Að því leiti til sem finnskar reglur þar að lútandi veita betri réttindi en íslenkar myndu bankar bæta tjón sparifjáreigenda ef svo ólíklega vildi til að einhverjir bankar kæmust í lausafjárskort.
Því er rétt að halda því til haga sem rétt er þegar reynt er að kasta rýrð á fjármálastofnanir okkar þegar kreppir að.
Til að fara yfir stöðuna og til að efla samvinnu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um fjárfestingar erlendis mun Viðskiptaráðuneytið kalla til fundar með Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráðs í janúar. Ætlunin er að skapa varanlegan vettvang fyrir slíkt samstarf og verður janúarfundurinn fyrsta skrefið í þá átt.” BGS
...

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:00

12 identicon

Það eru engar forsendur til að skrifa undir þennan óráðsíususamning Svavars og félaga. Þetta er glórulaust vegna fyrirsjáanlegrar greiðslubyrðar og þeirra óvussuþátta sem fyrir liggja.

Það verður að fara rétta leið í þessu máli.

Hún er sú að fara með frágang þessara innlánsreikningakrafna undir hlutlausan dómsstól og fá aðstoð við að ganga frá þessu. 

Ég er furðu lostinn yfir því að sjá hér vel menntaða menn koma hér fram ítrekað og tyggja það að þetta reddist allt saman.  Alveg furðuleg og ég spyr mig hverra erinda menn ganga ? Hvaða vöndur ógnar viðkomandi ?

Öll umgjörð þessa nauðasamnings og aðdragandi er fáránlegur og ef þetta verður samþykkt undir vandarhöggum Samfylkingarinnar verður þetta ævarandi skömm, landi og þjóð.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:35

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta Icesave mál verður landinu til ævarandi skammar, það er rétt en við megum ekki gleyma hverjir voru arkitektar og stuðningsmenn Icesave þegar því óheilla fleyti var hleypt af stokkunum.  Það má ekki aðeins gagnrýna björgunaraðgerðirnar en láta skipstjórann og stýrimann sleppa.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 22:45

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hákon : Við þurfum engan „hlutlausan dómsstól og fá aðstoð við að ganga frá þessu“

Eins og bent hefur verið á af Jóni Steinari Gunnlaugssyni dómara, þá er það réttur þeirra sem telja að við skuldum þeim eitthvað að sækja kröfur sínar á okkur. Varnarþing ríkisstjórnarinnar/Alþingis/þjóðarinnar er í þessu tilfelli Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur. Þangað er hverjum þeim frjálst að leita telji þeir sig hafa lögvarinn rétt til þess að sækja til okkar aura.

Málið er bara það að þessar þjóðir vita mæta vel að ekkert í lögum EES/ESB gefur þeim neinn rétt til þess. Þess vegna beita þeir valdi og ógnunum.

Þeir hafa ekki meiri rétt til að sækja þessa aura í vasa skattgreiðenda frekar en ef járnblendiverksmiðjan á Grundartanga færi á hausinn og skuldaði skrilljónir. Þeir sem ættu inni hjá því þrotabúi ættu ekki heldur nokkurn rétt á að skattgreiðendur greiddu fyrir járnblendiverksmiðjuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2009 kl. 22:47

15 identicon

Ert þú sá Páll Vilhjálmsson sem var í stundinni okkar í gamladaga? hahaha

spritti (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband