Spænskur ráðherra: Íslensk fiskimið eru fjársjóður

Evrópumálaráðherra Spánar Diego Lopez Garrido segir í viðtali við spænska stórblaðið El Pais að Spánn muni sjá til þess að hagsmunir landsins verði ekki fyrir borð bornir í aðildarviðræðum Evrópusambandsins við Ísland. Hann segir íslensku fiskimiðin vera fjársjóð.

Spænski úthafsveiðiflotinn er einn sá stærsti í heimi og hefur um árabil stundað veiðar í lögsögu ríkja sem Evrópusambandið hefur gert samninga við. Spænskum togurum var hleypt inn í írska fiskveiðlögsögu eftir að Írland gekk inn í Evrópusambandið.

Hér er umfjöllun El Pais.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég skrifaði ritgerð í stjórnmálafræði árið 1997 sem hét „Ísland við samningaborðið - andspænis fiskveiðistefnu ESB“.

Þar kemur m.a. fram að í ljósi reynslunnar myndi það gerast við upphaf samningaviðræðna að ESB ríki sem teldu sig einhverja minnstu hagsmuni hafa, sturtuðu á samningaborðið fjalli af allskyns kröfum, flestum óbilgjörnum, frekum og yfirgangssömum, sem þó fæstar ættu sér nokkra einustu stoð í reglum eða fordæmum ESB. Það væri hinsvegar okkar hlutverk að sópa þeim útaf borðum með rökum eða vísun til þess að þær stæðust ekki eigin reglur ESB.

Þessi skæðadrífa krafna sem mun hellast yfir (það gerist alltaf) eru settar fram í tvennum tilgangi þ.e. að kannski fái ríkið sem þær gerir eitthvað í sinn hlut og svo til að sýna heimavettvangi að ríkið hafi gætt hagsmuna sinna þegna, - en svo bara ekki fengið neitt.

Okkar sterkustu vopn eru eigin reglur ESB, eins og um að þeir sem eru sérlega háðir fiskveiðum fái aukalega í sinn hlut, nálægðarreglan, hlutfallslegur stöðugleiki, það að fiskveiðistefnan sé verndarstefna, og svo það sem gæti leitt til sérstakrar staðbundinnar fiskveiðistjórnunar á Íslandshafi: „sameiginlegur vandi krefjist sameiginlegra lausna“ er grunnur fiskveiðistefnunnar en „sérstakur vandi krefst sérstakra lausna“ er grunnur og skýring ESB á staðbundnu fiskveiðistjórnunarkerfi á Miðjarðahafinu, með staðbundinni stjórn, þ.e. að Miðjarðarhafsráði.

Þessvegna verða samningamenn okkar að vera mjög meðvitaðir um hvernig við snúum eigin reglum og rökum ESB okkur í vil. Mesta hættan af Jóni Bjarnasyni er einmitt að hann hefur ekki haft neinn einasta vilja til að vita það, þar sem hann er bara á móti aðild sama hvað.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 13:00

2 identicon

Spænski ráðherrann er með "loftfimleika til heimabrúks". Helgi Jóhann og margir fleiri s.s. Hjálmar Vilhjálmsson og Aðalsteinn Leifsson. Spænskir togarar (sem flestir eiga ekkert erindi byggingarlega á Íslansmið) eru ekki að birtast hér við inngöngu Íslands í ESB.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þar hefur þú illilega rangt fyrir þér Gísli.

Eina sem getur haldið þessu frá Íslandsmiðum er fyrir það fyrsta að vera utan bandalagsins eða að semja þannig að aðrar EB þjóðir fái ekki aðgang að miðunum.

Tel reyndar að þetta sé samtvinnað þannig að útilokað sé að semja um seinni kostinn og þar með verði sá fyrr nefndi ofan á.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.7.2009 kl. 14:07

4 identicon

Við skulum ekki vera með neinar illusionir varðandi það, að Bretar, Spánverjar, Portúgalir og fleiri þjóðir munu minna á það að þær hafi margra alda veiðireynslu á Íslandsmiðum og það mun líka vera minnt á dómsúrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag frá 1972, þar sem hann úrskurðaði 50 mílna útfærslu Íslendinga ólöglega. Sá dómur hefur ekki verið afturkallaður, hvað sem líður hafréttarsáttmála UN. Það er deginum ljósara, að yfirráðum okkar á Íslandsmiðum er lokið, þeim lauk daginn sem Össi afhenti Bildt umsóknarbréfið. Kannski skiptir það engu fyrir okkur alþýðuna á Íslandi, hvort það eru kvótagreifarnir á Tortóla sem eru handhafar veiðiréttarins eða spænskir kollegar þeirra þegar upp er staðið. Við njótum þess í engu í hvorugu tilvikinu.

Pokamaður (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Páll. Það er algerlega ástæðulaust að óttast stóra flota skipa sem ekki eru til. Sem dæmi þá gæti ég trúað því að yfir helmingur af öllum hefðbundnum togurum í heiminum sem hannaðir eru fyrir botntroll séu íslenskir. Hins vegar eiga margar þjóðir öfluga flota af uppsjávarskipum líkt og við. Einnig geta Spánverjar státað af stórum flota túnfiskskipa og og þá eru þeir mjög mikið í “Joint Venture” verkefnum í bæði veiðum og vinnslu með ríkjum í Afríku og Suður Ameríku - en það er hinn eiginlegi úthafsfloti sem menn tönglast sífellt á. Ég held að ég geti fullyrt að Samherji eigi stærsta flotann sem gerður er út frá spánskri höfn; en frá Kanaríeyjum gerir Samheri út stóran flota uppsjávarveiðiskipa á makríl og sardínu undan ströndum Afríku.   

Megnið af botnfiski ESB ríkja er veiddur af minni bátum og því sem kallað er strandveiðifloti eða dagróðrabátar. Þeir fara væntanlega ekki að koma hingað, enda ekki með veiðireynslu og því ekki með kvóta. Ákveði hinsvegar einhverjir að koma og gera út á leigukvóta verða viðkomandi bátar að uppfylla lög og reglugerðir Siglingamálastofnunar og þá gilda íslenskir samningar svo fátt eitt sé nefnt. En í dag er opið fyrir þennan möguleika á EES samningnum og hefur enginn mér vitanlega notfært sér það. Þá fer ekki heldur mikið fyrir erlendum fyrirtækjum í fiskvinnslu hér þó þær dyr hafi staðið galopnar jafn lengi. Hins vegar hafa Íslensk fyrirtæki eins og Samherji og Vísir í Grindavík komið sér upp útgerðum og fiskvinnslustöðvum á nokkrum stöðum erlendis með góðum árangri.

Eins og menn vita þá á ekkert erlent útgerðarfyrirtæki tilkall til kvóta innan íslensku landhelginnar nema Belgar sem fengu 3 þúsund tonn af karfa eftir mikið þvaður við gerð EES samningsins á sínum tíma. Í dag er Þýsk útgerð í eigu okkar Íslendinga að veiða þennan kvóta. Að lokum; ef svo ólíklega vildi til að samið yrði við ESB um nokkur tonn í einhverri tegund fengjum við væntanlega eitthvað í staðinn...             

Atli Hermannsson., 28.7.2009 kl. 15:14

6 identicon

Ég vill nu lika benda á það fyrir þá sem hafa ekki pælt i þvi ennþá að klúbbur eins og ESB getur breytt leikreglunum hvenær sem þeim hentar það er ekkert auðvelt að segja sig sisvona bara út úr bandalaginu ef þeir breyta eitthverju sem okkur lika ekki við. eins og oft hefur verið sagt áður við erum lítið land i stórum klúbbi.

og lika annað eftir allt sem við höfum gengið i gegnum með breta þá vorum við samþykktir þar eins og ekkert hafi gerst það er auðveld skýring á þvi jú það er auðveldara að eiga við okkur inn i ESB en utan við það svo einfalt er það

jóhannes (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 15:54

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Engir togarar til nema íslenskir??? Halló er einhver heima???

Sindri Karl Sigurðsson, 28.7.2009 kl. 16:20

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jóhannes, þessum reglum verður ekki breytt án samþykkis okkar ef við göngum í ESB. Koma þar til nokkur atriði, t.d. beint neitunarvald um grundvallaratriði og grunnstefnumótun, einnig neitunarvald um óskyld mál sem má nota ef ríki telur grundvallarhagsmunum sínum ógnað eins og t.d. sumir Hollendingar vildu að Holland gerði vegna ICESAVE skuldanna við fyrirtöku aðildarumsóknar okkar nú. Ef Holland hefði gert það hefði það beitt neitunarvaldi um eitt mál til að gæta hagsmuna sinna um annað mál. Þetta geta öll ríkin gert þegar mikið liggur við og þar með líka við eftir inngöngu (skiptir miklu þegar fækkað er málum sem þarf að samþykja einróma). Og svo loks þá eru fiskveiðihagsmunir okkar svo miklir og reglur ESB svo skýrar um að við þær aðstæður eigi sú þjóð að hafa mikið um málaflokkinn að segja, -  ef allt þetta væri farið fyrir bí væri ESB liðið undir lok hvort sem við yrðum fyrst eða síðust til að ganga úr því. - Þessi tilitssemi til grundvallarhagsmuna ríkja er undirstað samstöðunnar í ESB, ef hún hverfur hverfur ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 17:01

9 identicon

Nú er það ljóst að þú talar ekki spánsku, Páll - amk. ekki til að segja frá. Enda þýðir þú hlutina vitlaust.

«Esos caladeros son vistos como un tesoro por la flota española. Diego López Garrido, secretario de Estado para la UE, apuntó este domingo en Bruselas que España "tendrá mucho que decir" durante las negociaciones para evitar que "en ningún caso" sus intereses pesqueros se vean perjudicados.»

Blaðið «El País» heldur því fram að íslensk fiskimið séu fjársjóður fyrir spánska flotann - ekki ráðherrann. Þetta er skoðun greinarhöfundsins og er jafn mikils virði og þín skoðun á málunum, Páll.

Ráðherrann segir hins vegar að Spánn muni hafa margt að segja í samningarviðræðum við Ísland til að koma í veg fyrir það að hagsmunir spánskra útgerðarmanna verði skaðaðir.

- en það er nákvæmlega það sem þessi ráðherra á að gera fyrir þjóð sína og berum við Íslendingar nákvæmlega sömu kröfur til okkar ráðherra.

Það eina áhugaverða er, hvort þú hafir rekist á þetta sjálfur (og gert eðlileg en pínu kjánaleg mistök) eða tekið við þessu í einfeldni frá einhverjum sem þú taldir tala spánsku? Ekki veit ég hvort er kjánalegra.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:11

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ætli þetta verð eitthvað svipað og með Icesave. Svavar verður sendur, samþykkir allar kröfur ESB, "af því að hann nennir ekki að standa í þessu lengur", og langar að komast í að skála fyrir samningnum. Ekki málið flottur á því kallinn og ESB-sinnar munu söngla undir, hversu harðbýlt og ómögulegt sé að búa hér á landi við heimastjórn.

Sigurður Þórðarson, 28.7.2009 kl. 20:19

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Takk fyrir tengilinn Páll.

Ég kann enga spönsku en þó átta ég mig á með hjálp Google að hagsmunirnir sem Lopez ætlar að verja eru á miðum í kring um ísland.

Annars er þetta athygglverð grein, hérna er hún öll á ensku með hjálp Google.

The Veintisiete Monday gave the first step for future integration of Iceland unanimously to ask the Commission to prepare an opinion on the candidacy of the Nordic country. The decision was taken after two days of Reykjavik officially submit your application, in contrast to what has been waiting for other countries, and now the Balkans. Future negotiations on economic, agricultural and fishing are very harsh. The Icelandic Government expects EU membership in 2012.

The Executive island formally presented its application for EU membership on Thursday and returned Monday to the congratulations to the Veintisiete, which unanimously invited the Commission to raise their views on the preparation and ambition Icelandic. Everything has been so dizzying speed, which some countries have noted that the ugly is made to applicants from the Balkans who are still a queue to move towards integration Iceland via express.

"There will be no shortcuts, but it is true that the road ahead is shorter, which does not mean to be easy," noted Carl Bildt, foreign minister of Sweden, which holds the presidency of the Union this semester. Speculating on the timetable is now free. Finland and some other countries have expressed their desire that the Commission delivers its verdict (which means favorable) on the island candidacy before the end of the year. Until now, the case took 14 months faster.

But there are also reluctant, as France, which I would match the order of responses to the application (which means that Iceland does not go above countries like Albania or Montenegro) has pointed out that while there is no Treaty of Lisbon does not make sense to talk of further enlargement. With the current Nice Treaty can only enter and Croatia, hopes to save even a hindrance for their latest dispute over border demarcation with Slovenia.

Olli Rehn, Commissioner for Enlargement, has insisted that the Icelandic application will be treated in a rigorous and objective evaluation in two thirds (22 out of 35 chapters to be negotiated) cases in which there is already political community between the island and by virtue of membership of the European Economic Area Reykjavik (with effects on competition, state aid and trade) and of the EU Schengen border control. Rehn has ventured that "Economic and Monetary Union and the agricultural and fisheries policies are not covered and are important sources of trading" in the process that must be opened once the Commission issues its opinion and again attests Veintisiete. Reykjavik would like to see the process in 2012.

Iceland has resigned to apply for EU Membership in search of shelter before the economic and financial crisis, but has done so reluctantly and only by a vote of the majority needed in Parliament, which promises a referendum on accession complicated. Icelanders are very jealous of their wealth and uniqueness fish (mainly cod), one of the main reasons to be outside the EU, and now fear for them. "It's not just a matter of economics but of emotions, having to do with sovereignty," says his foreign minister, Össur Skarphédinsson.

These stocks are viewed as a treasure by the Spanish fleet. Diego Lopez Garrido, secretary of state for the EU in Brussels said on Sunday that Spain "has a lot to say during the negotiations to ensure that" no case "their fishing interests are harmed.

Guðmundur Jónsson, 28.7.2009 kl. 20:49

12 Smámynd: Rafn Gíslason

Það eru hreinir draumórar að láta sér detta það í hug að þjóðir ESB sem telja sig hafa einhverra hagsmuna að gæta fyrir eigin útgerðir að þær muni ekki gera kröfu til veiðiréttinda á Íslandsmiðum. Varanlegar undanþágur verða ekki í boði fyrir okkur frekar en aðrar aðildarþjóðir ESB.

Rafn Gíslason, 28.7.2009 kl. 21:09

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað segir Jóhanna og Samfylkingin við þessu?

Sigurður Þórðarson, 28.7.2009 kl. 21:31

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Með slagorðinu "Evrópusambandið er steindautt" sem hugmynd og fyrirbæri, mælti þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Poul Schlüter, með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Já hann sagði að "The European Union" færi dauðfædd hugmynd og myndi aldrei verða að raunveruleika. EF yðri alltaf EF áfram.  Segið bara já.

Evrópusambandið er steindautt

Skyldi ríkisstjórnin vita þetta? Skyldi hún vita að hún er í viðureign við allt annað Evrópusamband en það sem Poul Schlüter átti við fyrir 23 árum. ESB breytist hratt, mjög hratt til hins verra og því miður til hins miklu stærra United States of Europe sem það mun óhjákvæmilega þurfa að enda með ef það á ekki að hrynja eins og spilaborg. Eins og það er núna getur að aldrei lifað af. Það verður annaðhvort að fara áfram eða afturábak. ESB er krypplingur og misfóstur núna. Það veldur miklu meiri skaða á þjóðunum en það gerir gagn. 

Flestir Danir óska sér hins "litla EF" til baka. En það er bara farið veg allrar veraldar og nú hafa þeir bara "The European Union", sem er alls ekki það sem þeir sögðu já við upphaflega. Alls ekki það sem þeir gengu í upphaflega. Nú er ekki lengur hægt að segja nei við einu né neinu. Niður skal allt Sambandið.

Ef Danir væru að sækja um í fyrsta skipti í dag, þá myndi þjóðin alveg 100% örugglega segja nei. En nú er það of seint. Engin leið út aftur án sjálfsmorðs.  

En mikið tókst Poul Schlüter að gabba kjósendur hér í Danmörku. Það versta sem þeir gátu hugsað sér var að ganga í eitthvað sem gæti endað sem "Union" eða bara sem "den Europæiske Union"= EU.

Svona fer allt fram í ESB 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2009 kl. 22:32

15 identicon

Páll:

Er það vegna skorts á spænskukunnáttu eða eru það meðvitaðar rangfærslur hjá þér að hafa eftir spænska ráðherranum að hann telji íslensk fiskimið vera fjársjóð?

Ef þú vilt að mark sé tekið á þér í umræðu af þessu tagi ættirðu að upplýsa hvort skýrir þessa röngu tilvitnun þína og röngu fyrirsögn.

Blaðið segir að spænski fiskveiðiflotinn telji íslensk fiskimið fjársjóð. Ráðherrann tjáir sig ekkert um það. 

Sumsé, hvað veldur þessari alvarlegu yfirsjón þinni?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 09:10

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorsteinn, hver er í grunninn munurinn? Rétt skal vissulega vera rétt, en breytir þetta einhverju í raun og veru um kjarna málsins? Hvers vegna ætlar spnski ráðherrann að gæta hagsmuna spænsks sjávarútvegar í samningaviðræðum við Íslendinga? Jú, vegna þess að spænskur sjávarútvegur telur íslenzku fiskimiðin fjársjóð og vilja hlutdeild í þeim.

Ef þér annars þykir þetta alvarleg yfirsjón þá veit ég ekki hvað þú kallar það þegar raunverulega er um alvarlega yfirsjón að ræða. Þetta útspil þitt heitir á góðri íslenzku stormur í vatnsglasi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 17:43

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorfinnur, ekki Þorsteinn :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 17:43

18 Smámynd: Auðun Gíslason

Skelfing er það fávíslegt allt þetta tal um kvóta og baráttuna um hann.  Spánverjar og aðrir sem hafa áhuga á útgerð við Ísland munu einfaldlega skrá hér skip sín gegnum útgerðir sem þeir kaupa að öllu leiti eða að hluta.  Og landa svo aflanum heima hjá sér!  Komi hér einhverjir sem veifað geta peningum framan í útgerðarmenn munu þeir selja sjálfum andskotanum útgerðina sína.  Reynslan er ólygnust í því máli.  Getum við komið ó veg fyrir þetta komin inní ESB?  NEI og aftur NEI!

Auðun Gíslason, 29.7.2009 kl. 21:54

19 identicon

Hjörtur,

Þú svarar þó allavega, sem annað en hægt er að segja um höfund vitleysunnar. Hann leggur ekki mikinn metnað í sín skrif, ef hann sér ekki sóma sinn í að leiðrétta svona alvarleg mistök.

Auðvitað er grundvallarmunur á þessu tvennu, það sjá það allir. Ráðherra Evrópumála hefur vitaskuld allt annað vægi en óskilgreint álit spænska sjávarútvegsins. Athugum að þetta er einmitt óskilgreint álit, ekki einu sinni ályktun. Jafnvel þó það eigi við full rök að styðjast, þá er það engan veginn það sama og ef þetta væri álit ráðherra og/eða ríkisstjórnar.

Mér fannst hinsvegar raunveruleg afstaða ráðherrans allrar athygli verð og hef tjáð mig um hana á öðrum vettvangi. En svona afbökun, einosg er að finna í þessari færslu Páls, verður bara til þess að umræðan fer að snúast um afbökun hans og ekkert annað en það.

Kannski var það ætlunin hjá Páli?

Þetta veit Páll auðvitað, þessvegna valdi hann þetta sem fyrirsögn. Sem kemur aftur að kjarna málsins, hann á auðvitað að leiðrétta þetta. 

Þorfinnur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 01:27

20 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þorfinnur, ég hef opið athugasemdakerfi til að fá viðbrögð og þar með leiðréttingar, auk umræðu. Ég var snemma leiðréttur hvað fyrirsögnina áhrærir og sú leiðrétting stendur.

Ég tók textann úr El Pais úr heimild á ensku enda kann ég ekki spænsku. Með því að láta tengilinn í frumheimildina fylgja með taldi ég að þeir sem kynnu þetta ágæta tungumál gætu sagt of eða van á texta mínum - sem skammlaust hefur verið gert.

Mér er fremur illa við að breyta texta sem ég hef einu sinni birt, finnst að hann eigi að standa og taka við höggum þeirra sem lesa.

En, sem sagt, ég vona að eftirfarandi mæti kröfum þínum:

Ég kann ekki spænsku, þýddi textann úr ensku og fór rangt með; ráðherrann sagði ekki íslensk fiskimið fjársjóð, heldur blaðið sjálft. - Þú hnippir í mig ef þetta þykir klént.

Páll Vilhjálmsson, 31.7.2009 kl. 09:58

21 identicon

Jú, Páll, þessi skýring er ágæt hjá þér og hef ég engar athugasemdir við hana frekar.

Ástæða þess að ég hafði orð á þessu var að ég saknaði einmitt þessarar útskýringar frá þér. Enda þótt aðrir hefðu bent á þetta í athugasemdakerfinu, þá hefði auðvitað verið heppilegra að þú kæmir þessari skýringu sjálfur á framfæri, jafnvel skrifaðir nýja færslu til að undirstrika að fyrirsögnin hjá þér var beinlínis röng. Því fyrirsagnir eru auðvitað alltaf meira áberandi en athugasemdir annarra, það vitum við vel.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband