Þjófar búa sér til reglur

Björgólfsfeðgar eru versta útrásarhyskið, af þeirri einföldu ástæðu að fíflagangur þeirra er okkur dýrkeyptastur - Icesave. Þeir geta keypt sér jafnmarga lygara til leigu og fást fyrir tortólupeningana sem þeir komu undan en þrífi þeir ekki upp eftir sig skítinn verður ekki hlustað á feðgana. Krafa þeirra um að fá afslátt af lánunum sem þeir tóku til að kaupa Landsbankann er augljóst merki um veruleikafirringu feðganna.
mbl.is Reglurnar eigi ekki alltaf við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hin sjóðheita brennandi spurning, sem skaðað hefur tungu og góm s.l. tæpa 10 mánuði er; hvers vegna ganga þessir glæpamenn lausir, með frjálsa buddu?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.7.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir á ný.

Já hvers vegna skyldu þeir fá að ganga lausir ?

Það tók ekki langan tíma að setja járn á ungu mennina sem náðu heilum kr. 50.000.000, af Íbúðalánasjóði.

Hvað náðu Bjöggarnir miklu ? ? ? Kr. 5.000.000.000.000,- ? ? ?  OG GANGA ENN LAUSIR VITASKULD.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.7.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steldu úr bankanum: þá ertu glæpamaður.

Steldu bankanum: þá ertu viðskiptajöfur.

Þetta er sú lexía sem íslenska réttarkerfið er núna að kenna börnunum mínum!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2009 kl. 02:04

4 identicon

Hefur þetta ekki legið ljóst fyrir frá upphafi Sem sagt frá 2003

Ingibjartur (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 03:45

5 identicon

Viljid thid öll sjá eitthvad svona?:

Gydingur gómadur í gaer grunadur um graesku og graedgi

An FBI agent arrives with an unidentified suspect in a major ...

Goggi (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 08:45

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef "heyrt" það að ALDREI hafi staðið til að gera neitt í þessum stærsta fjárdrætti og glæpamáli Íslandssögunnar ef ekki heimssögunnar, því margir hátt settir menn/konur í þjóðfélaginu séu flæktir í það, sel þetta ekki dýrara en ég keypti.

Jóhann Elíasson, 27.7.2009 kl. 09:14

7 identicon

Svo voru menn alltaf að dásama þessa menn væru miklu betri en Baugsmenn.Sannleikurinn er annar voru miklu verri skúrkar.

Raunsær (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 10:12

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hallast að tilgátu Jóhanns, það er svo margir í embættiskerfinu flæktir í þetta.

Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 10:23

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Því miður kemur á daginn að þarna voru þvottakarlar á ferð.

Haraldur Baldursson, 27.7.2009 kl. 10:42

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Man einhver eftir viðtalinu við Björgólf Thor, þar sem hann spuri, hvort ríkið teldist betur fært um að vinna úr eignum hans, en hann sjálfur ? Vitanlega svaraði hann því neitandi. Ég hins vegar tel að þó ríkið sé einstaklega slakt batterý til að höndla fé og eignir, sé það margfalt flinkara en Björgólfur Thor.

Ekki semja um neitt við þá feðga, förum alla leið með þá í gjaldþrotið, því það mun skila miklu meira en gervi-tilboð þeirra í niðurfellingarleiðinni.

Haraldur Baldursson, 27.7.2009 kl. 10:45

11 identicon

Ég hef grun um ad öllu sem sú norska grefur upp verdi lekid til glaepamannana.  Hvad var annars litli Björgúlfur ad gera í rádherrabústadnum skömmu eftir hrun?

Goggi (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:14

12 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Algerlega sammála þessar færslu Páll.

Það sem hinsvegar er að angra mig er að mér finnst umræðan í dag snúast of mikið um þá Björgólfsfeðga, sem ég vil taka fram að ég er EKKI að verja.

Nú hef ég á tilfinningunni að Jón Ásgeir og lýðurinn í kringum hann sé að reyna að beina umræðunni í ákveðinn farveg.  Og hvað með Ólaf Ólafsson, Sigurð Einarsson, Exista gengið og fl. 

Nú er búið að fara í húsleitir mörgum af þessum aðilum, væntanlega ekki að tilefnislausu, og vonandi fara fljótlega að koma fram ákærur gegn þeim líka. 

Og umræðan um Jón Ásgeir og viðskiptahætti hans má ekki líða undir lok !!

Sigurður Sigurðsson, 27.7.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband