Júdas og Icesave-bálið

Sprekin tínast áfram á bálköstinn sem Icesave-samningurinn verður brenndur á. Formaður Vinstri grænna er í þeirri stöðu að standa hálfklæddur Júdasarskikkju fyrir framan ótendraða spýtuhrúguna og  spyrja sig eftirfarandi spurningar: Ef ég stíg skrefið, samþykki aðildarumsóknina, til að bjarga ráðherradómi mínum og verða ævarandi til háðungar sem Júdas íslenskra stjórnmála er allt eins líklegt að ríkisstjórnin fuðri upp með Icesave-samningnum eftir fáeina daga. Er það þess virði?

Það er ekki þess virði, Steingrímur J. Þú hefur fáeinar klukkustundir, í mesta lagi dagspart, til að komast að einu heiðarlegu niðurstöðunni: Ekki samþykkja aðildarumsókn. Allur þinn stjórnmálaferill er í húfi, ævistarfið og orðspor þitt. 

Vertu trúr sannfæringu þinni, félögum, kjósendum og almenningi. Segðu nei.


mbl.is Icesave gjaldfalli ef Landsvirkjun bregst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við frammistöðu hans á Skjá1, þá er hann augljóslega farinn endanlega á límingunum, og hefur ekki minnstu hugmynd um hvað hann er að gera eða fara.

Far vel - Júdas.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 20:46

2 identicon

En Júdas er mesta hetjan í kristni, án hans væri kristni ekki til...

DoctorE (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:13

3 identicon

Góður punktur DoctorE, hafði aldrei dottið þessi hlið á málinu í hug :)

Gulli (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:34

4 identicon

Skemmtilega orðað Páll :)

En miðað við framgang hans á skjánum áðan þá sýnist mér að honum þyki þetta enn vera "glæsileg niðurstaða" og ekkert sem bendir til þess að hann nái sönsum áður en tekin verður ákvörðun um samninginn.

Hann reynir enn í hræsni sinni að klína þessu klúðri upp á Sjálfstæðisflokkinn eins og óþekkur krakki.  Það var hreinlega hlægilegt að horfa á hann missa svona stjórn á skapi sínu í lok þáttarins og reyna í örvæntingu sinni að láta líta út fyrir að hann væri í auðmýkt sinni að bera kross og þyrnikórónu Sjálfstæðisflokksins.

Meiri hræsnara hef ég ekki augum litið lengi.  

Það er alveg á hreinu að það er sama hvaða skref hann tekur, samstarfið mun springa fyrr en síðar.   

Hrafna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:46

5 identicon

Hrafna þú þarft að fara að vakna,og fylgjast betur með.Stálgrímur átti erfitt það er ég sammála um,en það verður ekki skafið af því að Davíð Oddsson er ARKITEKTIN að hruni þjóðarinnar og hans pótindátar,það er allt að sannast.Þvílíkt moð sem kom útúr Davíð Oddssyni á Skjá einum í kvöld,og svei mér þá ef að ég hafi ekki bara vorkennt honum þá ,og er það í fyrsta skipti.Svo aumkunarverður virkaði þessi leppalúði á mig,og ótrúverðugur var hann og er.(bið afsökunar ef ég hef verið of grófur.)Hrafna er alveg ágæt.já já.NEI=ESB.

Númi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:06

6 identicon

Númi minn.. Hverjum er ekki sama þótt þú fyrirlítir DO.  Svo lengi sem þú ert glaður í einfeldni þinni þá er mér sama.

Hrafna (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:12

7 identicon

Þið sem kusuð VG í vor: þið eigið alla mína samúð. Hvað varð um þau atkvæði? Það er aumkunarvert að horfa á foringjann verða að dufti og hlýða sérhverri skipun Samfylkingar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband