Ónýtt atvinnulíf vill í ESB

Íslenskt atvinnulíf er ýmist í eigu ríkisins, gjaldþrota eða í nauðungarsamningum. Talsmenn þessa atvinnulífs eru ónýta liðið sem olli hruninu. Núna koma þessir talsmenn ásamt hlaupatíkum í verkalýðshreyfingunni og krefjast inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Grein ónýta liðsins í Morgunblaðinu í dag er ekki um það hvernig atvinnulífið sveik þjóðina á útrásarárunum ásamt meðvirkri verkalýðshreyfingu sem leyfði að lífeyrissjóðir væru notaðir í braskfléttur auðmanna. Nei, ónýta liðið er ekki að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu. Ónýta liðið krefst þess að þegar búið er að koma þjóðinni á efnahagslega og siðferðislega vonarvöl þá eigi líka að fórna fullveldinu.

Það er ágætt að ónýta liðið skrifi sem flestar greinar um inngöngu í Evrópusambandið. Það auglýsir augljósa staðreynd: Loddarar og hlaupatíkur þeirra vilja Ísland í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg hárétt hjá þér, þetta er sko ÓNÝTA LIÐIÐ og vægt til orða tekið.

magnús steinar (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 15:46

2 identicon

Segðu mér sem kaupir ekki Mogg, hvað er "ónýta liðið"? Eitthvað tengist þetta ESB, sem ég skil ekki. Þú upplýsir okkur sem lesum ekki málgagnið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samhliða ákalli um að fullveldi þjóðarinnar verði afmáð hefur sama ónýta lið nú lýst því yfir að við eigum að gangast undir drápsklyfjar Icesave-nauðungarsamninganna til þess að styggja nú ekki Evrópusambandið og draga ekki úr líkunum á að koma Íslandi undir yfirráð þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.7.2009 kl. 22:06

4 identicon

ICESAVE-nauðungarsamningar eru afleiðingar pólitískar hreintrúar, framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins !

Einkavinavæðing og græðgisvæðing pólitískar hreintrúar !

Þetta þurfið þið að muna, annað er sögufölsun !

Páll Vilhjálmsson er fulltrúi ónýtaliðsins , það sýnir hann með skrifum sínum !

Það fullt af svona fólki að tjá skoðanir sínar , eins og Páll og Hjörtur, en þeirra framlag er bara að vera afætur !

JR (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 00:52

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Páll!

Ég er samála þér og einnig Hirti J. Guðmundssyni, en eitt þætti mér fróðlegt að vita hvað ætlar þetta lið að gera þegar þjóðin í þjóðaratkvæða greiðslu kol fellir umsókn að inngöngu í ESB því það mun hún vissulega gera.

Þórólfur Ingvarsson, 5.7.2009 kl. 04:17

6 identicon

Alveg ágætis samlíking hjá þér Páll. "Ónýta liðið" það er alveg akkúrat það sem það er.

Silkihúfan Gylfi Arnbjörnsson sjálfskipaður foringi ASÍ apparatsins og EKKI KOSINN af fólkinu, þ.e. verkalýðnum sjálfum, en skammtar sér samt yfir milljón á mánuði auk lúxusfríðinda með sjálftöku úr sjóðum verkalýðsins, hann þykist þess nú umkominn fyrir hönd verkalýðsins að heimta það að þjóðin gangi strax í ESB apparatið.  

Hvenær kaus fólkið í verkalýðshreyfingunni um þessa ESB inngöngu ? 

SVARIÐ ER ALDREI ! 

Ekki frekar en það að fólkið kaus heldur aldrei að þessi silkihúfa sem heitir Gylfi Arnbjörnsson ætti að hafa vit eða skoðanir fyrir það. 

Þetta silkihúfulið vill ekkert lýðræði ekki frekar en ESB apparatið sem fyrir löngu síðan hefur aflagt raunverulegt lýðræði.

Þetta lið vill tafarlausa inngöngu í ESB apparatið til þess að geta útvíkkað sín búrókratísku völd á vetvangi skrifræðisins í Brussel þar sem æviráðnar silkihúfur eins og Gylfi með ofurlaun og lúxusfríðindi geta sameinast í eigin upphafningu á löngum ráðstefnum og fánýtum samráðsfundum um að halda áfram sínum lúxus fríðindum og pappírsvöldum.  

Þetta er vita "ónýtt lið" og ég er innilega sammála Þórólfi hér að ofan. 

Ég held að það muni þurfa að ráða áfallateymi fyrir þetta vealings ESB lið þegar þjóðin loks kolfellir þessa ESB inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu, því það munum við svo sannarlega gera. 

                                ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 06:06

7 identicon

Varstu ekki i business, einu sinni, Pall?

Hvernig gekk?

Ertu onytur?

 Hvada atvinnurkstur tholir 25% vexti?

Eru 25% vextir i EU?

Thessi grein er HEIMSKULEG!

Vondur (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 09:05

8 identicon

Já já krónan er sterk en evran og dollarinn veik, vextir eru 2 % á Íslandi eins og undanfarna áratugi en yfir 15 % í Evrópu og USA, Ísland er sérstakt og Evrópubúar ekki, Íslendingar vernda auðliindir sýnar en ekki vondu Evrópubúarnir, atvinnulíf á Íslandi er í góðum málum enda höfum við sjálf stýrt því og bankarnir standa sérlega vel en bankar Evrópu og USA hrundir allir með tölu. Ekki veit ég hvernig við höfum lifað af aðild að Sameinuðu Þjóðunum eða NATÓ hvað þá Rauða Krossinum og EFTA.

Það er ekki málefnalegt að lesa þetta. Að hræða fólk í stað þess að ræða um kosti og galla. Finnst fólki í lagi að hér á landi borgar þú nú eins og alla síðust öld um það bil 50 til 60 milljónir í vexti af lítilli íbúð sem kostar 20 milljónir ? Í Danmörku borga menn hvað ? 7 eða 10 milljónir? Mér munar um 50 milljónir þó á 25 ára tímabil sé. Komið með einhverjar raunhæfar lausnir fyrir landann og hvernig ætla menn að brúa þetta bil með því að sitja hér á skinnskónum og hafa helst ekki samband við erlendar þjóðir.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 10:44

9 identicon

Já satt segirðu.  Þetta er svo sannarlega ónýta liðið.  Eftir að þetta lið nauðgaði krónunni til ólífis með all svakalegum spekúlasjónum, þarf þetta lið nýjan gjaldmiðili til að leika sér með í sínum spekúlasjónum.

Það verður gaman að heyra í þessu liði þegar það vill gengisfellingu þegar illa gengur hjá því og þegar búið verður að taka upp Evru hér á landi.

Þetta lið ætlar að nota vinnumarkaðinn sem efnahagslegt stjórntæki í staðinn fyrir krónuna.   Þeir Gylfi og Guðmundur Gunnars ætla að svíkja sína umbjóðendur með þessu.

Sigurgeir Fr Hjattason (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:13

10 identicon

Allveg einstaklega uppbyggjandi og upplýsandi umræður Palli minn. Farðu nú að vanda þig svo hægt sé að lesa greinar eftir þig án þess að vorkena þér.

kv

Sigurdur (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband