Þjófnaður í aukasetningu

Verðbólga er samkvæmt nýjustu mælingum 12 prósent. Stýrivextir Seðlabankans eru sama prósentutala. Hvers vegna bera almennir reikningar sem fólk notar aðeins fimm til sjö prósent vexti? Hvers vegna stela bankarnir mismuninum?

Skýringin sem gefin er í fréttaskýringu Morgunblaðins í dag er ekki trúverðug. Þar segir í aukasetningu með umfjöllun um verðmat bankanna að það sé gjaldeyrisójöfnuður hjá bönkunum sem

felst í því að vextir bankanna af innlánum í krónum hafa verið mun hærri en vextir þeirra á útlánum í erlendri mynt.

Í framhaldi af þessum fjármálaprósa segir að bankarnir eigi svo mikið af útlendum peningum sem beri lága vexti og því sé nauðsynlegt að ræna íslenska sparifjáreigendur til að vega upp þann mun.

Ef bankarnir sitja uppi með fjallháa stafla af útlendum peningum á lágum vöxtum, hvernig væri að skipta þeim fyrir íslenskar krónur? Þá myndi gengi krónunnar hækka og verðbólga lækka.

Er skýringin kannski sú að fjármálafíflin sem komu okkur út í kviksyndið stýri enn peningageiranum og ljúga að okkur endurhannaðri sögu um nýju fötin keisarans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég held að FF séu ennþá að verki. Þó aðrir hafa komið að nýju(gömlu) bönkunum, þá beita þeir sömu aðferðunum. Hafa sennilega lært það í Háskóla eða af reynslu við banka og fjármálavinnu.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:54

2 identicon

Held að hvorki gömlu né nýju bankamennirnir kunni til verka.  Þeir nýju verða að fara að sýna að þeir kunni til verka annars verður að skipta þeim út. 

Það er ekki lengur hægt að halda uppi handónýtri stétt manna með prófgráður frá gerviskólum s.s. hi, hr, ha o.s.f.  Þetta gengur ekki lengur.  

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:56

3 identicon

MP banki býður betri vexti en aðrir: http://www.mp.is/media/pdf/Vaxtatafla_2009-06-21.pdf

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband