Játning Ingibjargar Sólrúnar um Icesave og ESB

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingar kemur með þá játningu í DV að dómstólaleiðin hefði verið óhugsandi í Icesave-málinu. Orðrétt er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu:

Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.

Íslendingar eiga sem sagt að greiða möglunarlaust skuldir íslenskra óreiðumanna í útlöndum vegna þess að ef við gerum það ekki skapi það réttaróvissu fyrir sparifjáreigendur á meginlandi Evrópu sem eru okkur algjörlega óviðkomandi. Ástæðan fyrir þessari réttaróvissu er að regluverk Evrópusambandsins er enn á tilraunastigi og ófullveðja eftir því.

Íslendingar skulu bera fullan þunga réttaróvissunnar vegna þess að þeir eru smáþjóð sem hægt er að kúga til hlýðni. Valdapólitík af þessu tagi er aðalsmerki Evrópusambandsins.

Ef við skyldum ganga inn í þennan félagsskap værum við varanlega seld undir valdapólitík stórþjóðanna. Hún myndi til dæmis birtast í því að þegar samið væri um veiðar úr deilistofnum við Rússa yrðu önnur hagsmunamál Rússa og Evrópusambandsins uppi á borðinu. Og ætli hagsmunum 300 þúsund manna eyþjóðar verði ekki fórnað þegar hagsmunir milljóna annarra er í húfi? Jú, vitanlega.

Eftir að við værum gengin inn í Evrópusambandið værum við aðeins brotabrot af 500 milljóna manna samfélagi. Hagsmunum okkar væri fórnað frá fyrsta degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þurfti að reka einkamál undir Kanadískum dómsstóli, en hann ber keim af þeim breska.  Eitt að þeim hugtökum sem ég rakst á í málflutningi þeirra kanadísku lögmanna sem ég vann með var:  "fair and reasonable".

Þ.e.a.s. er viðkomandi "sanngjarnt og eðlilegt" ? Þetta er því notað sem mælistika í málflutningi þeirra.

Sé þetta próf notað t.d. varðandi það sem þú tiltekur

"skapi það réttaróvissu fyrir sparifjáreigendur á meginlandi Evrópu sem eru okkur algjörlega óviðkomandi. Ástæðan fyrir þessari réttaróvissu er að regluverk Evrópusambandsins er enn á tilraunastigi og ófullveðja eftir því"

Þá er svarið nokkuð augljóst.

En fyrir veruleikafirrtran stjórnmálamann sem hefur allt aðra mælstiku, er þetta ofureðlileg lausn máls - að  hengja bakara fyrir smið.

Þess vegna þurfum við hér á landi virkilega á því að halda að það sé hlutlaus aðili - dómsstóll - sem taki málið fyrir.

Evrópumenn verða að axla eigin óreiðu.  Hún er okkur óviðkomandi.

Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 12:16

2 identicon

Við vorum "ekki þjóðin" hennar Páll.

Manstu ekki eftir því. 

Með smjaðri sínu og síendurteknum undirlægjuhætti gagnvart ESB VALDINU á þessum víðsjár tímum þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á stuttum valdatíma í landsmálunum sennilega orðið dýrkeyptasti og þar með versti stjórnmálamaður lýðveldissögunnar.

Þrá hennar fyrir því að vilja helst leggja Íslenska lýðveldið niður og að fótum ESB valdsins er sennilega til þess að tryggja það að hún haldi þessum vafasama titli "forever" 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 12:19

3 identicon

Vel orðað kæri Gunnlaugur er þú segir m.a.: "Við vorum "ekki þjóðin" hennar Páll.  Manstu ekki eftir því. Með smjaðri sínu og síendurteknum undirlægjuhætti gagnvart ESB VALDINU á þessum víðsjár tímum þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á stuttum valdatíma í landsmálunum sennilega orðið dýrkeyptasti og þar með versti stjórnmálamaður lýðveldissögunnar." 

Þrír verstu stjórnmálamenn Íslands frá STEINÖLD hljóta að teljast: "Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson & Ingibjörg Sólrún Gísladóttir" - þau bera höfuð & herðar yfir aðra FJÁBJÁNA sem hafa verið í forystu íslenskra stjórnmála!  Þetta lið hefur valdið ÞJÓÐ sinni ÓBÆTANLEGU tjóni með SIÐBLINDU sinni og HEIMSKU.  Þjóðar ógæfa að þetta lið skildi komast til valda innan sinna spiltu flokka!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:04

4 identicon

Má ráðherra reka áróður gegn hagsmunum þjóðar sinnar? Er ekki til eitthvert hugtak yfir það?

Doddi D (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill hjá Páli. Og svo er á hitt að líta, að þessi rettaróvissa annarra í Evrópu myndi auðvitað ekki ver(ð)a til staðar nema einmitt vegna þess, að þeir í Evrópubandalaginu eru ekki vissir nema málstaður Breta og Hollendiga í Icesave-málinu myndi TAPA fyrir alþjóðlegum dómstóli. Ef þetta væri ekki meðal annars (og í fyrsta falli) það, sem í húfi væri í því máli, þá væri ekki verið að tala hér um réttaróvissu. Sú 'réttaróvissa' – að mati ekki aðeins Ingibjargar Sólrúnar, heldur Evrópubandalagsvina hennar úti – er einmitt vitnisburður þeirra sjálfra um, að Íslendingar GÆTU UNNIÐ MÁLIÐ, ef það færi í alþjóðlegan dóm. Hvaða mark er þá á því takandi, þegar sömu ailar halda því fram, að greiðsluskylda íslenzka r+ikisins í þessu máli sé hafið yfir efa?!!! (Annað segja mestu lagaspekingar okkar; sbr. einnig HÉR.)

Hér með hefur ISG tekið stöðu GEGN íslenzku þjóðinni. Hún NEITAÐI okkur um þann sjálfsagða rétt okkar að fá úr þessu skorið fyrir gerðardómi eða Evrópudómstólnum eða öðrum alþjóðlegum dómstóli. Hún stóð ekki á réttinum, vildi ekki láta á hann reyna.

Svo bar hún fram hræsnisfulla afsökun: Það væri of mikið að borga 200 milljónir kr. til að heyja mál í Bretlandi ... jafnvel þótt sú upphæð næmi ekki einu sinni 1/3 af einu pró mill af 640 milljörðunum!

Allur er málstaður Samfylkingarmanna í þessu máli í molum. Niður með þá, sem vilja ráða undan íslenzku þjóðinni eignir sem jafngilda 26% af ÖLLUM fasteignum landsins!

Mætið á Austurvöll í dag, ekki seinna en kl. 4 og áfram. Þeir ætla sér jafnvel að klára þetta mál á föstudaginn, landssvikararnir. En þjóðin þarf að sýna sig á staðnum – þetta skiptir miklu meira en nánast allt það samanlagt sem þið, lesendur, eigið eftir að gera á næstu mánuðum. Standið með sjálfum ykkur – þolið ekki ráðamönnum okkar að leiða saklausa þjóðina í skuldaánauð vegna ragmennsku þessara þingmanna sjálfra.

Jón Valur Jensson, 24.6.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gott að menn eru ennþá stóroðir á blogginu enda þurfa þeir ekki að standa fyrir máli sínu. Ef orð ISG eru það næsta sannleikanum sem við komumst ('játning') þá eigum við að ræða málin útfrá því. Dómstóðaleiðin kom ekki til greina. That's life. Ekki getum við látið vopnin tala. Hættum að væla og berum okkur vel. Kannski getum við lært eitthvað af þessu. T.d. að stjórnmál skipta máli og við verðum að vanda okkur í hvívetna og undirbúa öll mál vel. Reddingar eftirá gagnast ekki.  Engar auðveldar lausnir eru til framhjá neinum vanda. Að takast ekki á við vandann einsog hann kemur fyrir er bara 'frestur er á illu bestur' viðhorfið. Gagnslaust.

Gísli Ingvarsson, 24.6.2009 kl. 14:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víst kemur dómstólaleiðin enn til greina, ef við stöndum á réttinum, Gísli Ingvarsson. Þú hefur alls ekki meira vit á þessu en fremstu lögspekingar landsins og ættir að hafa hemil á sjálfumgleðinni í dómssýki þinni um þetta mál. Taktu stöðu MEÐ þjóðinni og réttinum, ekki á móti. Fyrr en fullreynt er um þann rétt okkar, eigum við ekki að gefast upp. En kannski gengur þér eitthvað annað og meira til – Evrópubandalags-"aðild"?

Jón Valur Jensson, 24.6.2009 kl. 14:39

8 identicon

Það er athyglisvert að ennþá stökkva fram sjálfskipaðir beturvitar í alþjóðalögum og telja sig getað kveðið sérfræðinga í alþjóðalögum sem fullyrða að það er ekkert sem getur stoppað að málið færi fyrir erlenda dómstóla.  Magnús Thoroddson fyrrum forseti Hæstaréttar fullyrðir að þeir eru fjórir.

Eitt KEYPT álit "hlutlaus" lögmanns Baugs og Samfylkingarinnar Jakobs Möller segir annað, og svo náttúrulega segja flugfreyjan, jarðfræðingurinn og stúdentinn "sem nenti ekki að standa í þessu lengur" það sama enda miklir alþjóðalagasérfræðingar á ferð.

Lögmaður bent á að við gætum alltaf endað á að með því að borga ekki þyrftu Hollendingar og Bretar að fara dómstólaleiðina hérna eins og aðrir sem telja sig hafa verið hlunnfarnir.

Segir þetta ekki allt sem þarf um “hlutleysi” og “fagmennsku” Jakobs Möller?

“Þó er afleitt að skamma þá sem reyna að afstýra vanda sem aðrir hafa valdið og láta þá sem freista að afstýra sitja á sakamannabekk.”

Og hverja á Jakob þarna við? Samfylkinguna og verkkaupandann Össur sem vilja ekki kannast að hafa verið í hrunstjórninni og hvað þá að ICSESAVE bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson að sinna ráðherraskyldum sínum sem varði sukkið og svínaríið allt fram að hruninu?

Er hægt að taka jafn pólitísk vinnubrögð sem þessi alvarlega?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 15:57

9 identicon

Ég er samt ekki að skilja þetta.

Ingibjörg hlýtur að sjá ósamræmið í því að innistæðukerfi Evrópu sé í hættu en við tökum á okkur höggið. Hún er ekki vitlaus.

Hvað hangir hinu megin á spýtunni? Er það að tilvonandi innistæðusjóður Evrópu taki þetta yfir á næstu árum?

Kalli (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 16:37

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Útgangspunkturinn hlýtur að vera: Þetta er ekki hægt!

Íslenska þjóðin getur ekki greitt þessa skuld, hvað sem lagatúlkar segja. Það er útilokað. Mig grunar að þeir séu fleiri en einn og fleiri en tveir þingmennirnir sem ekki skilja umfangið og alvarleikann.

Núna - á gengi dagsins og með áföllnum vöxtum - stendur IceSave skuldin í litlum 758,5 milljörðum. Þó við fengjum 80% upp í höfuðstólinn féllu vel yfir 500 milljarðar á Íslensku þjóðina. Vextirnir bíta.

Haraldur Hansson, 24.6.2009 kl. 16:43

11 identicon

Athyglisvert það sem "Kalli" bendir á hér að ofan.

Er leikfléttann semsagt svo bíræfinn að pína okkur nú til að skrifa undir þennann víxil sem ekkert í lögum segir að við þurfum að gera og flestir sjá að er algerlega ofvaxið þjóðinni.

Er svo fyrirfram búið að ákveða það að þetta verði allt tekið upp aftur í ESB samningviðræðunum og þar eigi að gefa afslætti eða pútta þessu inní svona eitthvert sameiginlegt peninga svarthol sameiginlegra innistæðutrygginga.

Þessi óþverra vélabrögð eiga svo að tryggja rækilega að þjóðin eigi enga aðra kosti en að samþykkja ESB innlimun skilyrðislaust.

Ekki einu sinni við sem börðumst heiðarlega fyrir því að fella ICESLAVE RUGLIÐ og gegn líka ESB VALDINU gætum varla rönd við reist.

"TÆR SNILLD" EINS OG UPPHAFS MAÐUR ICESLAVE SAGÐI !

ÉG SEGI ÞETTA VÆRI "TÆR SNILLD" Í SVIKUM OG LANDRÁÐUM ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:20

12 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Öllu má fórna fyrir ESB að mati ISG.  Nú hefur Jóhanna, með hjálp Steingríms, tekið við keflinu af Ingibjörgu og eru komin vel á veg með að klúðra öllu sem hægt er að klúðra svo við neyðumst til að selja landið okkar í hendurnar á möppudýrunum í Brussel.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2009 kl. 18:08

13 Smámynd: Elle_

Öll röksemdafærsla um að við getum ekki farið fyrir dóm er óskiljanleg.

Elle_, 24.6.2009 kl. 18:58

14 Smámynd: Dúa

Ég hef ekki séð lögfræðilegt álit með lögfræðilegum rökum og án pólitískra vangaveltna sem styður að við gerum þessa samninga.

Yfirlýsing ISG er vægast sagt skelfileg og ætti að gera fólki ljóst hvaða enn frekari kúgun þjóðin mun þurfa að þola ef við samþykkjum samningana og ég tala nú ekki um ef farið verður út í aðild að ESB.

Dúa, 24.6.2009 kl. 22:00

15 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þakka þér fyrir tilsvarið Jón Valur. Við skulum ekki kalla þessa menn 'fremstu lögspekinga' því þeir eru fyrst og fremst alitsgjafar og gera grein fyrir sínu áliti og því má hafna með ýmsu móti eða draga í efa gagnsemi niðurstaðna slíkra álita. Enn erum við komin út fyrir efnið að lög virðast ekki ná almenninlega utanum þetta hrun hvorki í heils sinni né í einstökum málum sem koma upp amk ekki ef þau skifta á annað borð einhverju máli. Yfirlýsing ISG er td ekkert skelfileg ef hún er hluti af sannleikanum. Persómulega verð ég alltaf hræddur ef ég kemst að því að hafa fengið 'sannleika' tilreiddan í lygavef. Mér finnst td þessi áróður um að lögsókn sé raunverulegt haldreipi sem muni skila okkur 'réttri' niðurstöðu öllum til hagsbóta skelfileg. Það gerir hinsvegar IceSafe samkomulagið ekkert betra á bragðið. En því neyðumst við til að kyngja. Skiftir engu máli þó að ríkisstjórnin verði felld og 'ný samningalota hafin'. Bretar og Hollendingar líta svo á að við eigum minna en ekkert inni hjá þeim. Las í morgun grein ESB sinnans og Vilmundarbróður og er í aðalatriðum sammála hans niðurstöðu.

Gísli Ingvarsson, 25.6.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband