Leynimakk veit á lygi

Á yfirborðinu snýst Icesave-málið um það hvort skuldbindingar upp á 650 milljarða króna verði lagðar á þjóðina. Kjarni málsins er annar: Málsmeðferð ríkisstjórnarinnar er slík að stjórninni er ekki lengur treyst til að leiða málið til lykta. Lögfræðileg rök, hagfræðileg rök og pólitísk rök standa öll gegn ríkisstjórninni.

Þar á ofan bætist að ríkisstjórnin stendur siðferðilega veik eftir leynimakkið í kringum kynningu á samningnum, eða réttara sagt skort á kynningu. Stjórnin sagði almenningi að samningurinn yrði ekki birtur opinberlega vegna þess að viðsemjendur okkar, Bretar og Hollendingar, kröfðust leyndar. Allt bendir til það sé uppspuni frá rótum.

Ríkisstjórn sem ekki kemur hreint fram gagnvart þjóð sinni í jafn stóru máli og Icesave er ekki á vetur setjandi.

 


mbl.is Gjaldþol ríkisins ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rót vandans núna er sú að viðræður fulltrúa ríkisins við kröfuhafa fór í rangan feril.

Svavar Gestsson sagði fyrir tveimur vikum í fréttaviðtali að úrlausnin væri pólítísk. Það var ekki rétt hjá Stúdent Svavari.

Það var heill her útsmoginna breskra lögmanna sem spilaði með samningadrengina frá Íslandi og gerði samninginn útfrá eigin hagsmunum.  Ákváðu m.a. lögsögu sem þeim hentaði og Icesave-nefndin beygði sig í auðmýkt og fór heim með þakklæti í hjarta. Gekk í takt við Evrópusambandsvaldið (gott er að byrja að æfa sig).

Svona gerir maður ekki.  Skamm.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband