Icesave-samning á að fella

Alþingi á fella Icesave-samninginn og jafnframt samþykkja nýtt umboð til samninganefndar um að erlendar eigur þrotabús einkabankans sem bauð Icesaveinnlán, þ.e. Landsbankans, séu til ráðstöfunar til að mæta kröfum Breta og Hollendinga - annað ekki.

Jón Helgi Egilsson hefur tekið saman helstu rökin gegn Icesave-samningnum. Áður hefur Stefán Már Stefánsson lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti sett fram rökstuddar efasemdir um að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum vegna Icesave.

Almennur hræðsluáróður um að við verðum að borga til að verða ekki varpað út í ystu myrkur siðaðra þjóða er ómerkilegur. Ef við hefðum tileinkað okkur það hugarfar hefðum við ekki fært út landhelgina nema með samþykki Breta og það leyfi hefði aldrei fengist.

Alþjóðapólitík kemur við sögu í Icesave-málinu og þar verður Ísland að spila með. Fórnir þarf að færa til að sannfæra eljara okkar utanlands að niðurstaðan sé fengin með þrautum. Fórn sem stjórnmálamenn í öllum ríkjum skilja er stjórnarslit. Við eigum að færa þá fórn. 

----------

Viðbót kl. 7:09 Ég les á bloggi Kristins Péturssonar að Stefán Már og Lárus Blöndal eru með grein um málið í Morgunblaðinu í dag - sem hefur ekki enn borist vestur á Nes. Kristinn birtir greinina og takk fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ekki spurning það þarf að fella þennan samning...

Haraldur Baldursson, 12.6.2009 kl. 11:11

2 identicon

Það lítur ekki út fyrir að þeim sé stætt á að skrifa undir hann.

EE elle (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Absalútt.

Baldur Fjölnisson, 12.6.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef ég bæti á mig extra skuldbindingum sem nema öllum mínum árstekjum fyrir skatta og gjöld, verð ég þá betri pappír fyrir vikið? Nei, ég verð miklu lélegri pappír og hætta er á að enginn vilji gera neitt fyrir mig því ég er sokkinn í svaðið með of stórar skuldbindingar miðað við tekjur og hef hugsanlega hvorki efni né aðstæður til að fæða mig né klæða svo ég geti haldið áfram að afla tekna til að standa undir þessari sem öðrum skuldbindingum. Eg ég væri lánadrottinn minn í svona tilviki myndi ég gjaldfella allt strax og innheimta NÚNA.

,

Þessi geðveiki verður að hætta.

Þetta er NÝ BANKAÚTRÁS STJÓRNMÁLAMANNA - Í NAFNI SAKLAUSRA ÞEGNA ÍSLANDS - og algerlega á kostnað þeirra.

Það er alls ekki einsdæmi að þing felli samninga ríkisstjórnar. Það gerðist til dæmis 1919 þegar Wilson forseti Bandaríkjanna kom heim með friðarsamningana (eftir fyrri heimsstyrjöldina) frá París 1919 og sem svo voru felldir í þinginu heima í BNA.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þessi sk samningur mun rjúfa samfélagssáttmálan. Því ber alþingi að hafna honum skilyrðislaust.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 14:32

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta verður svikið í gegn með hrossakaupum. Kerfið er allt maðksmogið af jólasveinum sem íhaldið hefur plantað þar eiginlega forever. Þeir munu fá að halda áfram við að gjöreyða trúverðugleika kerfisins og eitthvað af íhaldinu mun svo styðja icesaveruglið.

Þetta er pólitískt kerfi sem greinilega er í andarslitrunum og að hrynja vegna innri rotnunar og gerir hvað sem er til að fresta óumflýjanlegu hruni.

Baldur Fjölnisson, 12.6.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Vandamálið við þessa hugmynd um að bjóða bretum og hollendingum eigur landsbankans upp í skuldirnar duga ekki. Því eins og að þetta blasir við þeim þá eru eignirnar frystar hjá þeim og lýta þeir svo á að þeir séu alltaf með eignirnar. Hefðum við samið við þá fyrir hrun eins og þreifingar breska fjármálaeftirlitsins gáfu til kynna. Þá hefði það verið lendingin.

Dómstólaleiðin gæti reynst erfið því sækjendur gætu gert kröfur á að allar innstæður yrðu greiddar í topp á grundvelli jafnréttis. Gleymum því ekki að Sjálfstæðismenn, höfuðpaurar icesave skandalsins(ásamt B og S), ábyrgðust innistæður Íslensku bankanna. En síðan þegar á reyndi þá var mismunað á grundvelli þjóðernis. Niðurstaða dómstóla gæti mögulega orðið okkur verri.

Annaðhvort samþykkjum við eða borgum ekki neitt. Ef að seinni kosturinn verður fyrir valinu þá verðum við að standa saman því slík lending er stríðsyfirlýsing. Ég dáist af þeim sem eru á þessari skoðun því þetta er spurning um hugrekki. Við gætum þurft að skila AGS láninu til baka til að öðlast sjálfræði yfir hagstjórninni. Einnig munu aðrir lánadrottnar auka þrýsting á okkur og mögulega beita okkur afarkostum. Líkt og gert er við þá sem neita borga skuldir sínar.

Ég held að klúðrið átti sér stað við opnun icesave. Þessi banki var skráður sem Íslenskur og gerir EES samningurinn okkur, þ.e. ríkið ábyrgt fyrir upphæðinni sem heyrir til sem innistæðutrygging. Við grófum þessa gröf sjálfir.

Andrés Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 16:40

8 identicon

Með allri virðingu fyrir Jóni Helga, þá veit hann jafnmikið um alþjóðalöggjöf sem hagfræðingur og ég veit um kynþroska laxfiska í Þingvallavatni eða pípulagnir. Það þótti sjálfsagt,í den, að haltur leiddi blindann en ekki öfugt.

Það eru til blindrahundar ,til að leiða ,lýðinn', sem ekki eru sjálfir blindir og færi betur að velja sjáandi eintak af einum slíkum :D

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:19

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Steinn, færi ekki betur á því að svara Jóni Helga efnislega í stað þess að vera með einhverjar persónulegar athugasemdir í hans garð? Ég er hræddur um að þessi athugasemd þín segi talsvert meira um þig sjálfan en hann.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 19:00

10 identicon

Áhugavert að lesa pósta frá íslenskum hetjum. Við sættum okkur ekki við útlenska kúgun og allt það. Útrásarvíkingarnir -- nema auðvitað baugsfjandarnir -- voru íslenskar hetjur sem buðu heiminum byrginn, þangað til þeir settu okkur á hausinn. Við færðum út landhelgina gegn alþjóðalögum og komumst upp með það, og nú neitum við að borga æseif, gegn öllum samningum sem þjóðin gekkst inn á, því að þessir helv. útrásarvíkingar eru eiginlega ekki þjóðin, heldur bara eitthvað annað -- kannski ESB, eða þannig. Ekki það að Davíð okkar allra hefði nokkuð út á þá að setja (hann átti fullt í fangi með að berjast við Jónana Ásgeir og Ólafsson, við gátum nú ekki lagt meira á blessaðan manninn). Eina sem gleymist í þessu öllu saman er að í landhelgisdeilunni áttum við okkar elsku vin, þ.e. kanann, sem var til í að berja Bretann þegar allt stefndi í strand. Nú eigum við ekkert nema okkur sjálf, og auðvitað viljum við ekki vingast við ESB, því að þeir ágirnast síðasta þorskinn og vilja virkja hverja sprænu, þannig að við bara steitum hnefann. Hvernig átti okkur að renna grun í að tæra snilldin var kannski tómt grugg? Þetta voru jú allt svo flottir víkingar, sannir Íslendingar, tja, þangað til þeir settu okkur á hausinn. En við borgum auðvitað ekki neitt, fjandinn hafi það, heldur drögum liðið fyrir dómstóla -- kannski ekki ljóst fyrir hvaða dómstóla, kannski bara guð og allt það, og ef úrskurðurinn verður okkur í óhag (eins og í landhelgisdeilunni) klippum við þá bara ... tja, hvað klippum við? Lubann á Gordon Brown?

Svona er víst Ísland í dag. Palli og Hjörtur eru vígreifir og vilja fella þennan ólánssamning, því að þeir vita sem er að "við" öll höfum rétt fyrir okkur á meðan þessir fjandans kommar, samfylkingarevrópuaftaníhossar, hvort sem þeir eru í VG eða SA eða hvar sem þeir leynast, og útlendingar vilja bara svíkja okkur. Við bara höldum okkar striki til andskotans og smælum framan í heiminn þótt heimurinn smæli alls ekkert framan í okkur, því að við erum jú víkingar, ekki útrásarvíkingar, heldur kannski innrásarvíkingar sem vantar ekki neitt nema eitthvað til að ráðast inn í, og höfum alltaf rétt fyrir okkur (fórnarlömb og allt það). Íslandi allt, syngjum við í kór og biðjum bara fyrir því að blessa kalda stríðið hefjist aftur sem fyrst. Þá vorum við jú karlar með körlum ... 

GH (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:56

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Segir GH og þorir ekki að skrifa undir nafni

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband