ESB og Icesave

Icesavenauðgunin á ríkissjóði Íslands er lærdómur um hvernig stórþjóðir þvinga smáþjóðir. Í stað þess að deilan um ábyrgð innlánareikninga Landsbankans færi fyrir dómstóla neyddu Bretar og Hollendingar íslensk stjórnvöld til að viðurkenna ábyrgð með því að koma í veg fyrir að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum yrðu veitt til Íslands.

Meingölluð löggjöf EES-samningsins er forsenda fyrir því að Landsbankinn gat tekið við innlánum í Evrópu án fullnægjandi trygginga. Undir venjulegum kringumstæðum hefði deilan um ábyrgðina farið fyrir dómstóla og staða Íslands verið sterk þar. Innanlandspólitískar aðstæður í Bretlandi og Hollandi leyfðu hins vegar ekki töf á því að bótaábyrgð ríkissjóðs Íslands yrði viðurkennd.

Ef breskur ræningjabanki hefði opnað útibú hér á landi, ryksugað til sín peninga og síðan farið á hausinn, væri staðan önnur. Ísland hefði ekki verið í neinni stöðu til að þvinga bresk stjórnvöld til að viðurkenna bótaábyrgð.

Ef við myndum ganga í Evrópusambandið værum við að bjóða upp á viðvarandi misþyrmingu á íslenskum hagsmunum í stíl og anda Icesavemálsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfulli leiðist mér þetta bull sem er í gangi um Icesave-málið. Staðreyndin er einfaldlega þessi. Icesave var rekið sem íslenskt útibú í Bretlandi og víðar. Það var sumsé enginn munur á Icesave í Liverpool og starfsemi Landsbankans á Akureyri.
Þegar aulastjórn Geirs Haarde ákvað að allar innistæður Íslendinga í Landsbankanum hér heima yrðu tryggðar að fullu s.l. haust var hún einnig að segja de facto að allar innistæður Liverpoolfólks sem átt inni á Icesave væru tryggðar á sambærilegan hátt. Bresk stjórnvöld gætu hæglega farið með málið fyrir hæstarétt hér og fengið 630 milljarða greidda í dómsmáli. Hæstiréttur myndi fella slíkan dóm á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Svo ekki sé talað um jafnræðisreglur allra alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðli að.

Þetta er því spuring um réttlæti í sinni einföldustu mynd en ekki einhverja kúgun eins og þú virðist halda.

friðrik (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

100% sammála þér Páll. Þetta er nauðgun í krafti stærðarmunar. Við erum svo gjörsamlega vinalaus (ég tel ekki þá með sem þóttust hlaupa til að hjálpa þegar þeir sáu fram á að Rússar kæmu til aðstoðar) í öllu þessu. Bandaríkjamenn sem áður stóðu með okkur (ekki bara við með þeim) eru algerlega týndir.
Nú þarf að safna liði til að mótmæla, verst að Vinstri menn eru mun flinkari í því en aðrir. Og þeir mótmæla aldrei með stijandi vinstri stjórn.

Haraldur Baldursson, 6.6.2009 kl. 19:45

3 identicon

Alveg er það makalaust með þá sem helst vilja loka öllum landamærum af hræðslu við að okkar stórkostlegi kynstofn smitist af einhverri óværu. Þeir telja líka í lagi að borga ekki reikninga. Bara af því að Davíð Oddsson útdeildi bönkunum til útvaldra og íhaldið gerði allt frjálst og eftirlitslaust erum við nánast gjaldþrota. Svo þegar þjóðin er rukkuð eftir partíið þá förum við í fýlu og segjum að stóru þjóðirnar séu vondar við okkur. Íslenskir bísnessmenn hafa eyðilagt orðspor okkar meðal bankamanna og bísnessmanna en allur almenningur í Evrópu veit ekki af vandræðum okkar sem betur fer.

En við skulum endilega reyna að borga það sem við skuldum þó við skuldum það almenningi hjá fjölmennari þjóðum en okkar.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 20:46

4 identicon

Seðlabankinn laggði blessun yfir Icesave gjörninginn einn af Bankastjórum var Jón Sigurðsson sem skömmu seinna varð Viðskiptaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn,og samþykkti hann Icesave.Allt í boði framsókns og er þetta skíturinn eftir þá sem er verið að moka út.

sæi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband