Kínverska öldin gengin í garđ

Ódýrt kínverskt vinnuafl skóp bandarískum fjölţjóđafyrirtćkjum gróđa og neyslugrćđgi bandarísks almennings örvađi hagvöxt í Kína. Ríkiskassinn í Kína skilađi afgangi sem var notađur til ađ kaupa bandarísk ríkisskuldabréf og ţađ hélt vöxtum lágum sem aftur bjó til húsnćđisbólu er sprakk međ látum ţegar undirmálslánin fengust ekki greidd.

Á ţessa leiđ greinir sagnfrćđingurinn Niall Ferguson samskipti Kína og Bandaríkjanna. Hann er međhöfundur ađ hugtakinu Kínmeríka en ţađ er samheiti yfir tvo meginvaldapóla veraldar um ţessar mundir, Kína og Bandaríkin (Rússland er ekki nefnt né heldur sá útskagi Asíusléttunnar sem kallađur er Evrópa).

Ferguson leiđir ađ ţví líkum ađ fjármálakreppan sem hófst í Bandaríkjunum fyrir tveim árum mun breyta valdajafnvćginu í heiminum Kína í vil. Kringumstćđurökin fyrir breyttu valdajafnvćgi eru studd sögulegum rökum um kreppur sem fella stórveldi.

Mađur fćr fulla samúđ međ íslenskum ráđamönnum ţegar ţeir ýmist leggja á flótta til eyja í Miđjarđarhafi eđa fela sig í íslenskum sumarbústađ til ađ hitta ekki í Reykjavík tíbetskan múnk sem ráđamenn í Peking hafa illan bifur á.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband