Evrópumaður um ESB

Eftir viku verða kosningar til Evrópuþingsins hjá þeim 27 þjóðum sem eru í Evrópusambandinu. Ef að líkum lætur verður léleg þátttaka. Frá árinu 1979 þegar fyrstu kosningarnar voru haldnar hefur þátttaka almennings fallið jafnt og þétt, úr rúmum 60% prósentum niður í 45 prósent fyrir fimm árum. Daníel Hannan gerir þessari sögu ágæt skil hér.

Í tilefni af kosningunum birtir Der Spiegel (22/2009) viðtal við Martin Schulz sem fer fyrir þýskum sósíaldemókrötum í Evrópuþingskosningunum. Schulz ól manninn nálægt Aachen þar sem Karlamagnús var krýndur árið 800 en frá hans dögum og sona hafa Frankar og Þjóðverjar glímt um forræðið í Vestur-Evrópu.

Schulz gat sér frægðar árið 2003 þegar hann saumaði að Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og fékk þá athugasemd frá ítalanum litskrúðuga að vera líkur fangaverði í búðum nasista. 

Schulz kynnir sig sem Evrópumann og þingræðissinna. Hann gagnrýnir lýðræðishallann á Evrópusambandinu, sem m.a. lýsir sér í að þingið er vanmáttugt gagnvart framkvæmdastjórninni og ráðherraráði aðildarþjóðanna.

Lýsing Schulz á gangverki valdastjórnmálanna í Brussel verðskuldar beina tilvitnun:

Faktisch wird Europa von einer Art permanentem Wiener Kongress geführt.

Vínarráðstefnan sem hann vísar í var haldin eftir Napóleonsstyrjaldirnar á 19. öld og skipaði málum í Evrópu fram að fyrra stríði. Þjóðhöfðingjar Evrópu lögðu með ráðstefnunni grunninn að tveim heimsstyrjöldum og fáir þakka þeim fyrir.

Schulz vill breyta valdahlutföllunum og efla þingið. Hann gerir sér vonir um að Lissabon-sáttmálinn, þegar og ef hann verður samþykktur, muni breyta valdahlutföllum þinginu í hag.

Í lok viðtalsins er Evrópuþingmaðurinn spurður hvort hann myndi vilja stöðu í framkvæmdastjórninni í Brussel og þá hvaða.

Jú, segir Schulz, hann myndi vilja stýra málefnum iðnaðar í Evrópusambandinu. Og hér kemur yndisleg setning: Deutschland braucht eine starke industriepolitische Interessenvertretung.

Schulz reynist sem sagt fyrst og fremst Þjóðverji, þar á eftir sósíaldemókrat og í restina Evrópumaður - svona kannski.

Bærist í manni á Íslandi einhver minnsta löngun til að deila kjörum með þeim sem reka valdapólitík meginlandsins þá hverfur ranghugmyndin eins og dögg fyrir sólu þegar maður áttar sig á hvernig gaurar eins og Martin Schulz hugsa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki rétt munað, þú ert á móti ESB ?

Var farin að efast !

Sá bréf frá þér til vinar , og þess vegna set ég þetta hér .

JR (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég setti smá athugasemd á bloggið mitt í gær,það er mín skoðun.Maður vill fá að vita hvort heilög Jóhanna er að ljúga að okkur varðandi AGS,þeir virðast vera farnir að stjórna hér og ef svo heldur áfram þá spyr ég bara i hvaða höndum munu okkar auðlindir lenda svo sem Landsvirkjun Orkuveitan og fiskurinn í kringum landið okkar.Svona vinnur AGS setja þvinganir á lönd og taka síðan veð í því sem dýrmætast er í hverju landi og koma því svo fyrir að aldrei sé hægt að borga og þá er veðskuldin tekin og nýtt til fullnustu.Mín skoðun er sú að senda AGS burt og það strax áður en það verður of seint,gera bankana upp stofna einn ríkisbanka hann dugar landinu alveg,sparisjóðirnir meiga halda sér og önnur smærri fjármálafyrirtæki.Við getum aldrei borgað þessar skuldir þessara pókermanna sem töpuðu og ef ríkisstjórnin ætlar að borga þetta þá eru öll okkar auðæfi farin fyrir eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar.Við þurfum að losna við þessa landráðastjórn strax og fá menn með dug og þor sem geta tekið ákvarðanir sem koma þjóðinni best.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Merkilegt þegar menn sem þykjast eiga í sér snefil af jafnaðarmanni og þjóðhollusutu vitna til breksa heimsveldisverjandas Daníel Hannan.

Daníel Hannan er á launum frá breskum auðvaldshringum sem eiga hagasmuni sína í breska samveldinu og hefur varið 15 árum í að tala máli breska samveldisins í Bretlandi og á vettvangi ESB.

Hann hefur formleg lagt það til að bretar gengju úr ESB og í EFTA með þeim yfirlýstu röku að þá gætu Bretar betur eflt völd sín og áhrif í breska samveldinu sem jú er samband 54 ríkja um alla jörð og þriðjungs mannkyns. Breskir samveldissinnar hafa það að kjörorði að frekar eigi að horfa til heimsins en Evrópu og fara ekki dult með að þeir meini þá  breska samveldið og samveldishagsmuna Breta.

Slagorð breska heimsvaldadraumsins tóku svo aðdáendur breska heimsveldins upp á Íslandi hrátt og kalla samtök sín þeim til heiðurs „Heimssýn“.

Það er með miklum ólíkindum hvernig sumir Íslendingar sem ímynda sér að þeir séu þjóðhollir kópera rök og forsendur breskra heimsveldissina í andstöðu sinni við ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.5.2009 kl. 00:10

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Æi Helgi Jóhann og þín ESB dírkun.En það voru góðir pislarnir þínir að utan :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 31.5.2009 kl. 00:27

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þjóðhollur? Þú Helgi?

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.5.2009 kl. 01:01

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Endilega komdu með sannanir fyrir því að Daniel Hannan sé álaunum hjá einhverjum auðvaldshringjum Helgi. Og sömuleiðis fyrir því að Heimssýn sé einhvers konar aðdáendaklúbbur brezka heimsveldisins.

Þú er alveg óborganlegur!

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.5.2009 kl. 01:06

7 Smámynd: Páll Blöndal

Hverjir voru þessir "pókermenn"og hvernig stóð á því að slíkir
menn fengu að skuldsetja okkur til helvítis?
Hver undirbjó jarðveginn fyrir þá?

Páll Blöndal, 31.5.2009 kl. 02:13

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hjörtur, þið kóperið umhugsunarlaust lógík, rök og forsendur samveldissinnanna bresku sbr Daniel Hannan, og er til meiri aðdáun og dýrkun en það að taka umhugsunarlaust úr allt öðru samhengi með allt aðra hagsmuni og veruleika rök bresku samveldissinna og bera þau fram hér?

Nafnið „Heimssýn“ og inntak þess er þaðan þó Bretarnir meini bara Breska samveldið og völd Breta yfir því þegar þeir tala um að efla samskiptinn við heiminn í stað ESB.

- Daniel Hannan segir þó beint sjálfur að hans markmið sé að efla breska samveldið og völd Breta í því á kostnað Evrópusamstarfsins.

Daniel Hannan upphefur The CommonWealth gagnvart ESB við hvert tækifæri og framboð hans/flokks hans til Evrópuþingsins er styrkt stórum styrkjum frá þeim fjölþjóðlegu bresku stórfyrirtækjum sem mesta hagsmuni eiga í breska samveldinu.

Reyndar er hann einnig feikna aðdáandi Bandaríkjanna sem hann notar hvert tækifæri til að þakka Guði fyrir. Og þekkt er t.d. krafa hans (í The Plan) um að Bretar taki upp heilbrigðiskerfi að bandarískri fyrirmynd.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.5.2009 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband