ASÍ og SA eru umboðslaus

Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins eru samtök án lýðræðislegs umboðs og eiga ekkert erindi að stefnumótun stjórnvalda. Lýðræði í verkalýðshreyfingunni er í skötulíki og skrifstofuliðið þar er njörvað í samtryggingarbandalag eins og sást þegar formaður VR fékk stuðning samherja sinna í stétt verkalýðsrekenda en var rúinn trausti meðal almennra félagsmanna. Samtök atvinnulífsins eru allsherjar brandari þegar atvinnulífið er nánast allt komið í ríkiseigu.

Stjórnvöld eiga ekki að eyða tíma sínum í að ræða við aðila vinnumarkaðarins. Hvorki ASÍ né SA hafa tiltrú almennings og algjörlega á skjön kröfu um gagnsæi og opið samráð að silkihúfur samtaka sem sváfu á verðinum á útrásarárunum eigi aðkomu að tiltekinni.


mbl.is Kominn tími ákvarðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Góðar greinar frá þér - beint í mark...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 25.5.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mér sýnist Steingrímur J. verði bara að hafa samráð við sjálfan sig. Gott væri fyrir hann að hafa sér herbergi í ráðuneytinu. Þangað gæti hann gengið á eintal við sjálfan sig.

Án gamans maður má ekki vera að grínast með svona alvarleg mál. Það sem ég vildi segja er þetta: Það á að setja alla eldri  en 60 ára á lífeyrir svo þeir geti farið að hugsa sómasamlega um barnabörnin og hjálpa ungafólkinu. Láta þá bændur fá áburð sem geta ekki keypt. Og svo má fara sleppa einlembum þegar sprungið er út á hrísi. Hitt kemur af sjálfu sér.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 23:26

3 identicon

Hittir naglann á höfuðið... Hafa einhverjir aðrir en VR ruslað sjálftökuliðinu út? Hvernig væri að VR kæmi eitt að þessum viðræðum?!

HFF (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Eins og ég segi VR verður að segja sig úr ASÍ, ef ASÍ ætlar að taka svona illa á málunum hjá sér. Þ.e. engin tiltekt og samþykkja einhverjar hlægilegar launahækkanir.

Því það eru ekki beint upphæð launa sem við þurfum að brejast fyrir þessa dagana heldur hvað við fáum fyrir þau. ASÍ ætti að gera sér grein fyrir þessu.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 26.5.2009 kl. 09:02

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bæði þessi umboðslausu samtök ætla nú að gera sig enn meir gildandi og verða aðal rágjafar stjórnvalda og ESB nefndarinnar sem fer til Brussel að semja um innlimun í ESB- stórríkið !

Gunnlaugur I., 26.5.2009 kl. 09:14

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta og þeir þ.e. ASI hafa gefið allt of miklar yfirlýsingar í nafni verkalýðs sem þeir hafa ekki leifi til.

Valdimar Samúelsson, 26.5.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Páll Blöndal

Sæll Páll V
"Stjórnvöld eiga ekki að eyða tíma sínum í að ræða við aðila vinnumarkaðarins."

Það hefði nú ekki gengið par vel að ná verðbólgunni þegar þjóðarsáttin var gerð fyrir nær 2 áratugum.
Eiga stjórnvöld þá ekki að hafa samráð við neina nema búið sé að gera
úttekt á "gagnsæi" og mælingu á "tiltrú almennings" fyrst?
Hver ætti svo sem að mæla þessa hluti og skera úr um samráðshæfni aðila?

Þú ert raunverulega að segja að stjórnvöld eigi að hunsa allt samráð.

Páll Blöndal, 26.5.2009 kl. 13:21

8 identicon

Góður pistill. Hinn almenni félagsmaður stéttarfélags hefur ansi lítið að segja og ASÍ og félög innan þess hafa ekkert umboð frá sínu fólki. Það þarf að breyta og bæta mikið starfsemi stéttarfélaga og búa til umgjörð þar sem hinn almenni launamaður hefur eitthvað að segja um ákvarðanir og áherslur sem á að starfa eftir. T.D. með netkosningu um hin ýmsu mál.Þannig væri vilji félagsmanna altaf ljós. Þessi félög og ASÍ eru nátttröll sem eru komin langt frá sínum upphaflegu markmiðum sem er að vera rödd fólksins sem borgar í þessi félög og á þau.

VR virðist vera að gera góða hluti og þar eru breytingar. Hvað með hin félögin?

Hvenær á að breyta þeim?

Ína (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband