Leiktjöld ASÍ og SA

Fólk missir atvinnuna í hrönnum, fyrirtæki leggja upp laupana í tugavís og þá setja aðilar vinnumarkaðarins upp leiktjöld og boða til sýningar. Stöðugleikasáttmáli heitir verkið og er í smíðum hjá Alþýðusambandinu og Samtökum atvinnurekenda.

Tilbreyti væri ef þessir aðilar segðu umbúðalaust hvernig ástandið er og legðu eitthvað af mörkum til umræðunnar um hvernig eigi að bregðast við.

Fyrirtækjum þarf að fækka vegna þess að mörg þeirra eru of skuldsett til að standa undir rekstri í venjulegu árferði. Skuldirnar stafa af því að stór hluti íslenskra forstjóra kunni sér ekki hóf á veltiárunum og stunduðu fjárhættuspil í stað þess að reka fyrirtæki. Það er komið að skuldadögum.

Áætlanir um viðbrögð við grisjun fyrirtækja eru nánast engar hjá stjórnvöldum og þar þegja ASí og SA sömuleiðis þunnu hljóði.

Það liggur í augum uppi að margvíslegur rekstur verður endurreistur á næstu misserum og það væri eðlilegt að setja fram reglur og viðmið hvernig eigi að standa að því, að svo miklu leyti sem markaðurinn sér ekki um það sjálfur. Ríkisbankarnir nýju verða í aðalhlutverki en þeim þarf að setja stefnu og markmið af hálfu stjórnvalda.

Þekking á rekstri er í fyrirtækjum, hjá starfsmönnum. Þegar búið er að losa um eignarhald auðmanna og þakka fjárglæfraforstjórum illa unnin störf á að bjóða starfsmönnum að taka reksturinn yfir. Ef ekki er vilji til þess á að loka starfseminni. Setja þarf almennar leikreglur sem þó eru nógu sveigjanlegar til að mæta sérstökum aðstæðum.

Þegar frá líður jafnar efnahagskerfið sig sjálft. Lífvænlegur rekstur heldur áfram en fyrirtæki reist á útrásarsandi hverfa.

Samtök vinnumarkaðarins ættu minnast þess að stöðugleiki myndast ekki í yfirbyggingunni heldur verður hann til í kjölfestunni. Hátimbraðar leiksýningar eiga ekki erindi til almennings í dag.

 


mbl.is Stöðugleikasáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

" Stöðugleikasáttmáli" sem kann að verða til bak við ný Pótemkintjöld ASÍ, Jóhönnu og SÍ verður aldrei annað en óskapnaður. Maðurinn sem er á milljón króna mánaðarlaunum hjá verkafólki er einn af alverstu ESB dindlunum. Hann er líka sérstakur talsmaður verðtryggingarinnar sem er að gera 30% af íslenskum heimilum gjaldþrota. Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvað Gylfi Arnbjörnsson er að gera þarna. Kannski er það vegna þess að verkalýðurinn hefur sett hvern "aðalsmanninn" á eftir öðrum í forsvar fyrir sig. Væri nú ekki ráð að hreinsa almennilega til og gefa þessa hálaunamenn atvinnulausa?

Sigurður Sveinsson, 20.5.2009 kl. 07:02

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Heyr, heyr.

Ragnar Þór Ingólfsson, 20.5.2009 kl. 07:41

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Verkalýðsaðallinn sýnir sig vera eins veruleikafirrtan og útrásarvitfirringarnir. Launamenn eiga að fá 7000 kr. launahækkun í 20% verðbólgu og vöxtum sem eru sem myllusteinn um háls landsmanna drukknandi í glæp sem við frömdum ekki. Það þarf aðhreinsa út í verkalýðsfélögunum og lífeyrissjóðunum. Þetta eru meðspilarar í spillingunni sem leiddi til hrunsins.

Ævar Rafn Kjartansson, 20.5.2009 kl. 19:11

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0

Þetta er sannleikurinn um AGS í Argentínu !! Er það þetta sem við viljum í boði SF landráðaflokksins

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.5.2009 kl. 22:12

5 identicon

Eru menn núna að átta sig á því að ASÍ er lokuð klíka? Hverjir komast inn í hana er hins vegar spurning sem menn verða að spyrja og fá svör við. Það varðar almannaheill mun meira en Icelandair. Eða er spurningin of dáleiðandi? Að minnsta kosti er það svo fyrir fávísa fjölmiðla sem hafa ekki áhuga á neinu sem gæti skaðað Samfylkinguna. Þar eru sekastir Morgunblaðið (ritstjórinn er trúboði), Fréttastofur útvarps og sjónvarps (sem stór hluti þjóðarinnar treystir!!! hafiði heyrt það fyndnara) og Fréttablaðið (málpussur eigandanna sem sjá bara gróða í evrum og gera allt til að sverta Sjálfstæðisflokkinn enda sniðugt að hafa fyrrum Sjálfstæðismenn á ritstjórnarstóli). Spyrjið bara formann Blaðamannafélags Íslands. Hún hlýtur að hlægja sig í svefn á hverri nóttu. Eru menn hissa á formi frétta nú á dögum?

Helgi (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband