Háir vextir hraða endurreisn

Hagfræðingar segja það ekki upphátt, sumpart vegna hjarðeðlis hagfræðinga og að hluta vega hagsmuna vinnuveitenda þeirra, en tilfellið er að háir vextir flýta fyrir endurreisn hagkerfisins. Gildir einu hvort litið er til hagsmuna heimilanna eða fyrirtækja, það er nauðsynlegt að vextir verði ekki lækkaðir of snemma.

Íslensk heimili eru þannig í sveit sett að sum eiga afgang um hver mánaðarmót og sparnaðurinn þarf að fá vexti til að ráðdeildin borgi sig. Á hinum endanum eru heimili í húsnæði með 100 prósent láni. Iðulega er húsnæði fjármagnað með 100 prósent láni alltof stórt fyrir heimilið. Ráðgjafastofa heimilanna fann út fyrir nokkrum árum þá þumalfingursreglu að eftir því sem fólk hafði hærri tekjur voru fjármál viðkomandi í meiri vitleysu. Útrásin renndi stoðum undir þessar reglu. Auðmennirnir reyndust mestu fjármálafífl samanlagðrar Íslandssögunnar. Það eru sem sagt heimili sem þurfa að finna sér annað og hentugra húsnæði og háir vextir halda þeim við efnið. Yfirdráttarlánin eru dýr og þau draga úr neyslu og minna viðkomandi á það þurfi losa um fjármagn, ódýrir vextir eru svona 2007-dæmi sem kemur ekki aftur í bráð.

Fyrirtækin eru of mörg á Íslandi og borga of lág laun. Það sást þegar fyrirtæki buðu atvinnulausum vinnu á taxta sem var rétt yfir atvinnuleysisbótum. Í góðæri útrásarinnar voru stofnuð fyrirtæki sem eiga sér ekki viðreisnar von og háir vextir stytta dauðastríðið.

Háir vextir munu styrkja krónuna og hún ná réttu verðgildi fyrr en ella.

Við eigum að beina þeim tilmælum til norska vinar okkar í Seðlabankanum að vera ekkert að flýta sér að lækka vexti.


mbl.is Krónan hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sem sagt verið að grisja.  Grisjunin hefur þá staðið lengi yfir, hér hafa verið "ofurvextir" í mörg ár.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:25

2 identicon

Ef fólk á afgang um mánaðarmót þá leggur það hann ekki inn á banka - það finnur aðra, varanlegri og öruggari fjárfestingu. Íslenska bankakerfið er búið að vera. Ríkisskuldabréf njóta enn þá nokkurs trausts innanlands.

TH (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er neysluþjóðfélag sem sjálft framleiðir fremur lítið af neysluvörum og atvinnan snýst því mikið um að hrókera innfluttum neysluvörum til og frá og þjónusta neytandann á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Slíkt kerfi snýst smám saman aðallega um tvenns konar "framleiðslu" a. á þörfum fyrir neysluvöru og þjónustu og b. skuldapappírum til að fjármagna bæði neyslustarfsemina og neysluna sjálfa. Löngu áður en þessi spilaborg óhjákvæmilega hrynur hrófla vinstri eða hægri kommúnistar í skiptum einflokki upp hroðalegum óhugnaði apparata til hægri og vinstri það verða útbólgnar forsjárhyggjustofnanir ofan á útblásnum vandamálaskrifstofum. Rétt áður en draslið fer endanlega á hausinn hafa allar skúringadömur landsins lokið kranamastersnámi í einhverjum neyslufræðum í gerviháskólum sem  fela amk. 5% atvinnuleysisstig þessa ruglaða hagkerfis.

Eins og aðrir keðjubréfafaraldrar hrynur þessi ruglandi eins og spilaborg þegar hægir á veltunni, raunar er faraldurinn dauðadæmdur þegar ef eðli hans fæst rætt og ruslveitur og pólitíkusar stjórna ekki lengur veruleikahönnun almennings.

Þetta er því miður sú ömurlega staða sem við blasir og við sitjum uppi með  þetta sýndarhagkerfi. Neysla skapar atvinnu og neytandinn þarf vinnu og tekjur til að geta haldið uppi vinnu í neyslumaskínunni. Og því meira af hans tekjum sem fer í vaxtagreiðslur því minna rennur til að bakka upp atvinnu í þessu neyslukerfi. Þetta er því staða sem kallar á drastískar vaxtalækkanir. Auk þess fylgir sprungnum fjármálabólum óhjákvæmilega verðhjöðnun sem er það síðasta sem þú vilt fá í hagkerfi sem byggjast á neyslu, skuldapappíraframleiðslu og ljósaskiptaverðlagningu á eignum svo sem fasteignum. Allt bendir því til stórfelldra vaxtalækkana nema menn vilji hreinlega keyra draslið gjörsamlega niður í skítinn með 20-30% atvinnuleysi og félagslegri upplausn sem því fylgir.

Baldur Fjölnisson, 15.5.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hér á landi er mjög rótgróin leppahefð. Landið var lengi undir stjórn dana sem aftur hafa verið lítið meira en leppríki breta síðan Nelson útrýmdi flota þeirra snemma á nítjándu öldinni. Síðan kom kaninn hingað og jarðvegurinn var þegar vel tilbúinn og bráðlega hægt að keyra Dodge Weapon um afturendann á þessu leppadrasli sem hér beið eftir viðskiptum. Ef þú býrð í hóruhúsi hversu merkileg verður heimspekin sem þér verður boðið upp á þar? Hvert mun hún leiða þig? Hversu lengi verðurðu gjaldgengur sem söluvara í kerfi þar sem allt á að vera markaðssett en stjórnendur markaðarins innherjarnir ráða því hvað kemur upp? Hjólið í spilavélinni snýst í rauninni ekki, það er bara tálsýn, það eru bara tölvukódar sem ákvarða hvort þú vinnur eða tapar, ákveðin talnaruna, tölvan halar sitt inn eftir sínu forriti. Sama er að segja um þetta gjaldþrota hagkerfi sem við sitjum núna uppi með. Ferill þess hefur verið skipulega uppsettur og safnað hámarksfjölda heilaþvegins fólks í pott og síðan skrúfað fyrir.

Baldur Fjölnisson, 15.5.2009 kl. 19:41

5 identicon

Þvert á móti þurfum við lága vexti á næstunni til þess að menn fari að fjárfesta í fyrirtækjum og skapa atvinnu og styrkja rekstur þeirra sem fyrir eru.

Að safna peningum í banka sem síðan eru ekki lánaðir út er ekki vitglóra í!

hreinn (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:14

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hef aldrei heyrt eða séð annað eins bull. Vextir eru bara verðlagðir hér eins og önnur vara.Miklu dýrar en í nágrannalöndunum og háir vextir eru eitt af því sem gerir Ísland óbyggilegt ásamt spillingunni, fákeppninni, yfirbyggingunni og svona má lengi halda áfram. Til að einfalda málið skal tekið dæmi af ferðaþjónustu.Maður sem hyggst reka hótel á Íslandi hann þarf að keppa við hotel í öðrum löndum af því  það eru takmörk fyrir hvað fræslufulltrúi BSRB í Þýskalandi getur eytt í sumarfríið sitt. Hótelhaldarinn á Íslandi þarf að byrja á að borga stjórmálamanni 5 000.000. í greiðslu til að fá leyfið.Svo þarf hann að leita eftir leyfinu með 150 bréfaskriftum og svo að bíða eftir svörum sem hann fær ekki fyrr en hann hefur leitað hjálpar umboðsmanns Alþingis.Svo kemur leyfið loksins, þá tekur hann að láni til 35 ára 70% af bygggingarkostnaði ( enda endist hótelið í 25 ár ) á  28% vöxtum. Þá þarf hann að kaupa byggingarefnið á markaði þar sem söluaðilar bindast samtökum um verðið ( eftirlitsaðilum mútað ). Svo þegar hótelið er fullreist og opnað þá þarf verðið að geta borgað spillinguna, vextina og okrið. Verðið er hinsvegar svo miklu hærra en í Danmörku enda engin spillingarkostnaður þar, virk stjórnsýsla og 2% vextir. Af þessu leiðir að fræðslufulltrúi BSRB  í Þýskalandi fer frekar í frí til Noregs enda ódýrara og því þarf hann að vinna MIKLU minna fyrir því fríi. Miklu fleiri ferðamenn fara því og gista á hótelinu í Danmörku sem lifir því góðu lífi og skapar atvinnu. Hótelið á Íslandi fær aðeins 1 gest Páll Vilhjálmsson og hann kemur af því BRSB greiðir fyrir hann vegna þess að hann er að halda fræðslufund fyrir BSRB. Á innan við tveimur árum er svo íslenska hótelið farið á hausinn 2 svar ( eigandinn úthrópaður sem kennitöluflakkari ) og sá sem kaupir rústirnar við 3 ja gjaldþrot nær að láta það bera sig tveimur árum síðar.Af því þannig nær hann að verða samkeppnisfær ; losnar við spillingargreiðslur og háan vaxtakostnað af því hann borgaði Evrópuverð fyrir skuldirnar. Þetta er ekkert flóknara.

Einar Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband