Atburðarásin á undan ríkisstjórn

Ríkisstjórnin er farin að elta atburðarásina. Í fjölmiðlum í dag hafa ráðherrar varað við áskorunum um greiðslufall. Jóhanna Sigurðardóttir starfandi forsætisráðherra varð að segja landsmönnum í Sjónvarpsfréttum að það væri starfandi ríkisstjórn í landinu - ef ske kynni að einhver hafi gleymt því.

Jóhanna tilkynnti að viku þyrfti enn til að berja saman stjórnarsáttmála. Flokkarnir hafa ekki náð saman um erfiðasta úrlausnarmálið, kröfu Samfylkingarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Ríkisstjórn sem eltir atburðarásina verður í erfiðleikum með stýra dagskrá umræðunnar. Það veit ekki á gott fyrir Jóhönnu og Steingrím J. Hvernig sem fer í Evrópuumræðunni verður ríkisstjórnin draghölt því annar flokkanna verður af gefa eftir í meginmáli. Það veit á úlfúð og innanflokksátök.

Best er að nota næstu viku til að finna valkost við yfirvofandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var vissulega nokkur léttir að heyra að Jóhanna og Steingrímur eru loksins farin að ræða vandamál dagsins - þ.e. annað en að þræta um hvað muni e.t.v. ske einhvetíman seinna, ESB etc. etc....

Eitthvað viðrðast þau illa tengd við vandamál okkar sem erum enn að þreyja þorrann og góuna, þótt harpa sé komin ... Skyldi fjallið vera að fæða mús ????

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:56

2 identicon

Gott mál meðan þau láta ekki fjölmiðla og bloggara stjórna atburðarrásinni.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband